Tónlist í gleði og sorg Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 28. mars 2024 09:01 Þegar leitað er að kjarna mennskunnar er tónlist þar ætíð nærri. Í móðurkviði þroskast fóstur undir taktföstum hjartslætti móður sinnar og það er vart til það foreldri sem ekki syngur fyrir börn sín í þeim tilgangi að miðla nærveru og ást. Hið sama á við um mannlegt samfélag en það er ekki til það samfélag manna sem ekki syngur og skapar tónlist með einhverjum hætti. Mannfræðin hefur leitað í brunn tónlistarinnar frá því á 19. öld í leit að því sem sameinar öll samfélög og með þeim augum er tónlist sögð sammannlegt fyrirbæri, sem skapar og styrkir mannleg tengsl. Í fornöld bera grískar og rómverskar heimildir vitni um fjölbreytt tónlistarlíf og í hinum biblíulega arfi er að finna sálmabók Davíðssálma, sálma sem að öllum líkindum voru sungnir en þar sem nótnaskrift var ekki til í fornöld eru einungis þagnirnar varðveittar. Trúarlíf og tónlist eru tengd órofaböndum og trúarheimspekingurinn Julian Perlmutter hefur rannsakað áhrif tónlistar á trúarupplifun einstaklinga, en tónlist „getur aðstoðað hlustendur að opna hugann fyrir trúarlegri upplifun“. Fjölmargar rannsóknir bera vitni um mátt tónlistar og sýnt hefur verið fram á áhrif tónlistarnáms á heilaþroska og tónlistarmeðferðar (músíkþerapíu) við kvíða og meðhöndlun ýmissa sjúkdóma. Við kveðjustund ástvinar hefur tónlist mikilvægu hlutverki að gegna og í útförum getur tónlist minnt á þann sem látinn er og miðlað þakklæti og sorg með hætti sem hið talaða orð getur ekki. Í sænskum rannsóknum er áætlað að í um 99% útfara þar í landi sé tónlist flutt í einni eða annarri mynd og að slíkur flutningur hafi þrennskonar tilgang, að minna á þann sem látinn er, að tengja saman syrgjendur á kveðjustundu og að það að velja tónlist fyrir útför sé mikilvægur hluti af því sálgæslu og sorgarferli sem ástvinir þurfa að ganga í gegnum. Hið sama má segja um íslenskar jarðafarir en það er vandfundin sú útför þar sem ekki er flutt tónlist í einhverri mynd. Liðin er sú tíð að einungis megi flytja sorgarsálma í útförum og syrgjendur gera í dag ríkar kröfur á tónlistarfólk að flytja fjölbreytta tónlist sem styður við sorgarferli þeirra á kveðjustundu. Kirstín Erna Blöndal hefur rannsakað þátt tónlistar í sálgæslu við syrgjendur í útförum og í sorgarferli og niðurstöður hennar benda annarsvegar á mikilvægi þess að aðstandendur séu studdir til að velja persónlega tónlist við útför ástvinar og hinsvegar að tónlistarflutningur getur stutt við að heimsækja sorgarferlið, þegar einhver tími hefur liðið frá andláti ástvinar. „Tónlistin orðar og lýsir tilfinningum sem við eigum stundum erfitt með að tjá í sorg.“ Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega. Á föstudaginn langa verður í Fríkirkjunni í Reykjavík stund þar sem fjallað verður um mátt tónlistar í gleði og sorg. Þar verður flutt fjölbreytt tónlist, sem styður við minningar okkar og tilfinningalíf, og Kirstín Erna Blöndal fjallar um tónlist sem sálgæslutæki í lífinu. Stundin hefst klukkan 17. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Tónlist Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þegar leitað er að kjarna mennskunnar er tónlist þar ætíð nærri. Í móðurkviði þroskast fóstur undir taktföstum hjartslætti móður sinnar og það er vart til það foreldri sem ekki syngur fyrir börn sín í þeim tilgangi að miðla nærveru og ást. Hið sama á við um mannlegt samfélag en það er ekki til það samfélag manna sem ekki syngur og skapar tónlist með einhverjum hætti. Mannfræðin hefur leitað í brunn tónlistarinnar frá því á 19. öld í leit að því sem sameinar öll samfélög og með þeim augum er tónlist sögð sammannlegt fyrirbæri, sem skapar og styrkir mannleg tengsl. Í fornöld bera grískar og rómverskar heimildir vitni um fjölbreytt tónlistarlíf og í hinum biblíulega arfi er að finna sálmabók Davíðssálma, sálma sem að öllum líkindum voru sungnir en þar sem nótnaskrift var ekki til í fornöld eru einungis þagnirnar varðveittar. Trúarlíf og tónlist eru tengd órofaböndum og trúarheimspekingurinn Julian Perlmutter hefur rannsakað áhrif tónlistar á trúarupplifun einstaklinga, en tónlist „getur aðstoðað hlustendur að opna hugann fyrir trúarlegri upplifun“. Fjölmargar rannsóknir bera vitni um mátt tónlistar og sýnt hefur verið fram á áhrif tónlistarnáms á heilaþroska og tónlistarmeðferðar (músíkþerapíu) við kvíða og meðhöndlun ýmissa sjúkdóma. Við kveðjustund ástvinar hefur tónlist mikilvægu hlutverki að gegna og í útförum getur tónlist minnt á þann sem látinn er og miðlað þakklæti og sorg með hætti sem hið talaða orð getur ekki. Í sænskum rannsóknum er áætlað að í um 99% útfara þar í landi sé tónlist flutt í einni eða annarri mynd og að slíkur flutningur hafi þrennskonar tilgang, að minna á þann sem látinn er, að tengja saman syrgjendur á kveðjustundu og að það að velja tónlist fyrir útför sé mikilvægur hluti af því sálgæslu og sorgarferli sem ástvinir þurfa að ganga í gegnum. Hið sama má segja um íslenskar jarðafarir en það er vandfundin sú útför þar sem ekki er flutt tónlist í einhverri mynd. Liðin er sú tíð að einungis megi flytja sorgarsálma í útförum og syrgjendur gera í dag ríkar kröfur á tónlistarfólk að flytja fjölbreytta tónlist sem styður við sorgarferli þeirra á kveðjustundu. Kirstín Erna Blöndal hefur rannsakað þátt tónlistar í sálgæslu við syrgjendur í útförum og í sorgarferli og niðurstöður hennar benda annarsvegar á mikilvægi þess að aðstandendur séu studdir til að velja persónlega tónlist við útför ástvinar og hinsvegar að tónlistarflutningur getur stutt við að heimsækja sorgarferlið, þegar einhver tími hefur liðið frá andláti ástvinar. „Tónlistin orðar og lýsir tilfinningum sem við eigum stundum erfitt með að tjá í sorg.“ Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega. Á föstudaginn langa verður í Fríkirkjunni í Reykjavík stund þar sem fjallað verður um mátt tónlistar í gleði og sorg. Þar verður flutt fjölbreytt tónlist, sem styður við minningar okkar og tilfinningalíf, og Kirstín Erna Blöndal fjallar um tónlist sem sálgæslutæki í lífinu. Stundin hefst klukkan 17. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar