Tónlist í gleði og sorg Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 28. mars 2024 09:01 Þegar leitað er að kjarna mennskunnar er tónlist þar ætíð nærri. Í móðurkviði þroskast fóstur undir taktföstum hjartslætti móður sinnar og það er vart til það foreldri sem ekki syngur fyrir börn sín í þeim tilgangi að miðla nærveru og ást. Hið sama á við um mannlegt samfélag en það er ekki til það samfélag manna sem ekki syngur og skapar tónlist með einhverjum hætti. Mannfræðin hefur leitað í brunn tónlistarinnar frá því á 19. öld í leit að því sem sameinar öll samfélög og með þeim augum er tónlist sögð sammannlegt fyrirbæri, sem skapar og styrkir mannleg tengsl. Í fornöld bera grískar og rómverskar heimildir vitni um fjölbreytt tónlistarlíf og í hinum biblíulega arfi er að finna sálmabók Davíðssálma, sálma sem að öllum líkindum voru sungnir en þar sem nótnaskrift var ekki til í fornöld eru einungis þagnirnar varðveittar. Trúarlíf og tónlist eru tengd órofaböndum og trúarheimspekingurinn Julian Perlmutter hefur rannsakað áhrif tónlistar á trúarupplifun einstaklinga, en tónlist „getur aðstoðað hlustendur að opna hugann fyrir trúarlegri upplifun“. Fjölmargar rannsóknir bera vitni um mátt tónlistar og sýnt hefur verið fram á áhrif tónlistarnáms á heilaþroska og tónlistarmeðferðar (músíkþerapíu) við kvíða og meðhöndlun ýmissa sjúkdóma. Við kveðjustund ástvinar hefur tónlist mikilvægu hlutverki að gegna og í útförum getur tónlist minnt á þann sem látinn er og miðlað þakklæti og sorg með hætti sem hið talaða orð getur ekki. Í sænskum rannsóknum er áætlað að í um 99% útfara þar í landi sé tónlist flutt í einni eða annarri mynd og að slíkur flutningur hafi þrennskonar tilgang, að minna á þann sem látinn er, að tengja saman syrgjendur á kveðjustundu og að það að velja tónlist fyrir útför sé mikilvægur hluti af því sálgæslu og sorgarferli sem ástvinir þurfa að ganga í gegnum. Hið sama má segja um íslenskar jarðafarir en það er vandfundin sú útför þar sem ekki er flutt tónlist í einhverri mynd. Liðin er sú tíð að einungis megi flytja sorgarsálma í útförum og syrgjendur gera í dag ríkar kröfur á tónlistarfólk að flytja fjölbreytta tónlist sem styður við sorgarferli þeirra á kveðjustundu. Kirstín Erna Blöndal hefur rannsakað þátt tónlistar í sálgæslu við syrgjendur í útförum og í sorgarferli og niðurstöður hennar benda annarsvegar á mikilvægi þess að aðstandendur séu studdir til að velja persónlega tónlist við útför ástvinar og hinsvegar að tónlistarflutningur getur stutt við að heimsækja sorgarferlið, þegar einhver tími hefur liðið frá andláti ástvinar. „Tónlistin orðar og lýsir tilfinningum sem við eigum stundum erfitt með að tjá í sorg.“ Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega. Á föstudaginn langa verður í Fríkirkjunni í Reykjavík stund þar sem fjallað verður um mátt tónlistar í gleði og sorg. Þar verður flutt fjölbreytt tónlist, sem styður við minningar okkar og tilfinningalíf, og Kirstín Erna Blöndal fjallar um tónlist sem sálgæslutæki í lífinu. Stundin hefst klukkan 17. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Tónlist Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar leitað er að kjarna mennskunnar er tónlist þar ætíð nærri. Í móðurkviði þroskast fóstur undir taktföstum hjartslætti móður sinnar og það er vart til það foreldri sem ekki syngur fyrir börn sín í þeim tilgangi að miðla nærveru og ást. Hið sama á við um mannlegt samfélag en það er ekki til það samfélag manna sem ekki syngur og skapar tónlist með einhverjum hætti. Mannfræðin hefur leitað í brunn tónlistarinnar frá því á 19. öld í leit að því sem sameinar öll samfélög og með þeim augum er tónlist sögð sammannlegt fyrirbæri, sem skapar og styrkir mannleg tengsl. Í fornöld bera grískar og rómverskar heimildir vitni um fjölbreytt tónlistarlíf og í hinum biblíulega arfi er að finna sálmabók Davíðssálma, sálma sem að öllum líkindum voru sungnir en þar sem nótnaskrift var ekki til í fornöld eru einungis þagnirnar varðveittar. Trúarlíf og tónlist eru tengd órofaböndum og trúarheimspekingurinn Julian Perlmutter hefur rannsakað áhrif tónlistar á trúarupplifun einstaklinga, en tónlist „getur aðstoðað hlustendur að opna hugann fyrir trúarlegri upplifun“. Fjölmargar rannsóknir bera vitni um mátt tónlistar og sýnt hefur verið fram á áhrif tónlistarnáms á heilaþroska og tónlistarmeðferðar (músíkþerapíu) við kvíða og meðhöndlun ýmissa sjúkdóma. Við kveðjustund ástvinar hefur tónlist mikilvægu hlutverki að gegna og í útförum getur tónlist minnt á þann sem látinn er og miðlað þakklæti og sorg með hætti sem hið talaða orð getur ekki. Í sænskum rannsóknum er áætlað að í um 99% útfara þar í landi sé tónlist flutt í einni eða annarri mynd og að slíkur flutningur hafi þrennskonar tilgang, að minna á þann sem látinn er, að tengja saman syrgjendur á kveðjustundu og að það að velja tónlist fyrir útför sé mikilvægur hluti af því sálgæslu og sorgarferli sem ástvinir þurfa að ganga í gegnum. Hið sama má segja um íslenskar jarðafarir en það er vandfundin sú útför þar sem ekki er flutt tónlist í einhverri mynd. Liðin er sú tíð að einungis megi flytja sorgarsálma í útförum og syrgjendur gera í dag ríkar kröfur á tónlistarfólk að flytja fjölbreytta tónlist sem styður við sorgarferli þeirra á kveðjustundu. Kirstín Erna Blöndal hefur rannsakað þátt tónlistar í sálgæslu við syrgjendur í útförum og í sorgarferli og niðurstöður hennar benda annarsvegar á mikilvægi þess að aðstandendur séu studdir til að velja persónlega tónlist við útför ástvinar og hinsvegar að tónlistarflutningur getur stutt við að heimsækja sorgarferlið, þegar einhver tími hefur liðið frá andláti ástvinar. „Tónlistin orðar og lýsir tilfinningum sem við eigum stundum erfitt með að tjá í sorg.“ Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega. Á föstudaginn langa verður í Fríkirkjunni í Reykjavík stund þar sem fjallað verður um mátt tónlistar í gleði og sorg. Þar verður flutt fjölbreytt tónlist, sem styður við minningar okkar og tilfinningalíf, og Kirstín Erna Blöndal fjallar um tónlist sem sálgæslutæki í lífinu. Stundin hefst klukkan 17. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun