Tónlist í gleði og sorg Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 28. mars 2024 09:01 Þegar leitað er að kjarna mennskunnar er tónlist þar ætíð nærri. Í móðurkviði þroskast fóstur undir taktföstum hjartslætti móður sinnar og það er vart til það foreldri sem ekki syngur fyrir börn sín í þeim tilgangi að miðla nærveru og ást. Hið sama á við um mannlegt samfélag en það er ekki til það samfélag manna sem ekki syngur og skapar tónlist með einhverjum hætti. Mannfræðin hefur leitað í brunn tónlistarinnar frá því á 19. öld í leit að því sem sameinar öll samfélög og með þeim augum er tónlist sögð sammannlegt fyrirbæri, sem skapar og styrkir mannleg tengsl. Í fornöld bera grískar og rómverskar heimildir vitni um fjölbreytt tónlistarlíf og í hinum biblíulega arfi er að finna sálmabók Davíðssálma, sálma sem að öllum líkindum voru sungnir en þar sem nótnaskrift var ekki til í fornöld eru einungis þagnirnar varðveittar. Trúarlíf og tónlist eru tengd órofaböndum og trúarheimspekingurinn Julian Perlmutter hefur rannsakað áhrif tónlistar á trúarupplifun einstaklinga, en tónlist „getur aðstoðað hlustendur að opna hugann fyrir trúarlegri upplifun“. Fjölmargar rannsóknir bera vitni um mátt tónlistar og sýnt hefur verið fram á áhrif tónlistarnáms á heilaþroska og tónlistarmeðferðar (músíkþerapíu) við kvíða og meðhöndlun ýmissa sjúkdóma. Við kveðjustund ástvinar hefur tónlist mikilvægu hlutverki að gegna og í útförum getur tónlist minnt á þann sem látinn er og miðlað þakklæti og sorg með hætti sem hið talaða orð getur ekki. Í sænskum rannsóknum er áætlað að í um 99% útfara þar í landi sé tónlist flutt í einni eða annarri mynd og að slíkur flutningur hafi þrennskonar tilgang, að minna á þann sem látinn er, að tengja saman syrgjendur á kveðjustundu og að það að velja tónlist fyrir útför sé mikilvægur hluti af því sálgæslu og sorgarferli sem ástvinir þurfa að ganga í gegnum. Hið sama má segja um íslenskar jarðafarir en það er vandfundin sú útför þar sem ekki er flutt tónlist í einhverri mynd. Liðin er sú tíð að einungis megi flytja sorgarsálma í útförum og syrgjendur gera í dag ríkar kröfur á tónlistarfólk að flytja fjölbreytta tónlist sem styður við sorgarferli þeirra á kveðjustundu. Kirstín Erna Blöndal hefur rannsakað þátt tónlistar í sálgæslu við syrgjendur í útförum og í sorgarferli og niðurstöður hennar benda annarsvegar á mikilvægi þess að aðstandendur séu studdir til að velja persónlega tónlist við útför ástvinar og hinsvegar að tónlistarflutningur getur stutt við að heimsækja sorgarferlið, þegar einhver tími hefur liðið frá andláti ástvinar. „Tónlistin orðar og lýsir tilfinningum sem við eigum stundum erfitt með að tjá í sorg.“ Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega. Á föstudaginn langa verður í Fríkirkjunni í Reykjavík stund þar sem fjallað verður um mátt tónlistar í gleði og sorg. Þar verður flutt fjölbreytt tónlist, sem styður við minningar okkar og tilfinningalíf, og Kirstín Erna Blöndal fjallar um tónlist sem sálgæslutæki í lífinu. Stundin hefst klukkan 17. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Tónlist Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar leitað er að kjarna mennskunnar er tónlist þar ætíð nærri. Í móðurkviði þroskast fóstur undir taktföstum hjartslætti móður sinnar og það er vart til það foreldri sem ekki syngur fyrir börn sín í þeim tilgangi að miðla nærveru og ást. Hið sama á við um mannlegt samfélag en það er ekki til það samfélag manna sem ekki syngur og skapar tónlist með einhverjum hætti. Mannfræðin hefur leitað í brunn tónlistarinnar frá því á 19. öld í leit að því sem sameinar öll samfélög og með þeim augum er tónlist sögð sammannlegt fyrirbæri, sem skapar og styrkir mannleg tengsl. Í fornöld bera grískar og rómverskar heimildir vitni um fjölbreytt tónlistarlíf og í hinum biblíulega arfi er að finna sálmabók Davíðssálma, sálma sem að öllum líkindum voru sungnir en þar sem nótnaskrift var ekki til í fornöld eru einungis þagnirnar varðveittar. Trúarlíf og tónlist eru tengd órofaböndum og trúarheimspekingurinn Julian Perlmutter hefur rannsakað áhrif tónlistar á trúarupplifun einstaklinga, en tónlist „getur aðstoðað hlustendur að opna hugann fyrir trúarlegri upplifun“. Fjölmargar rannsóknir bera vitni um mátt tónlistar og sýnt hefur verið fram á áhrif tónlistarnáms á heilaþroska og tónlistarmeðferðar (músíkþerapíu) við kvíða og meðhöndlun ýmissa sjúkdóma. Við kveðjustund ástvinar hefur tónlist mikilvægu hlutverki að gegna og í útförum getur tónlist minnt á þann sem látinn er og miðlað þakklæti og sorg með hætti sem hið talaða orð getur ekki. Í sænskum rannsóknum er áætlað að í um 99% útfara þar í landi sé tónlist flutt í einni eða annarri mynd og að slíkur flutningur hafi þrennskonar tilgang, að minna á þann sem látinn er, að tengja saman syrgjendur á kveðjustundu og að það að velja tónlist fyrir útför sé mikilvægur hluti af því sálgæslu og sorgarferli sem ástvinir þurfa að ganga í gegnum. Hið sama má segja um íslenskar jarðafarir en það er vandfundin sú útför þar sem ekki er flutt tónlist í einhverri mynd. Liðin er sú tíð að einungis megi flytja sorgarsálma í útförum og syrgjendur gera í dag ríkar kröfur á tónlistarfólk að flytja fjölbreytta tónlist sem styður við sorgarferli þeirra á kveðjustundu. Kirstín Erna Blöndal hefur rannsakað þátt tónlistar í sálgæslu við syrgjendur í útförum og í sorgarferli og niðurstöður hennar benda annarsvegar á mikilvægi þess að aðstandendur séu studdir til að velja persónlega tónlist við útför ástvinar og hinsvegar að tónlistarflutningur getur stutt við að heimsækja sorgarferlið, þegar einhver tími hefur liðið frá andláti ástvinar. „Tónlistin orðar og lýsir tilfinningum sem við eigum stundum erfitt með að tjá í sorg.“ Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega. Á föstudaginn langa verður í Fríkirkjunni í Reykjavík stund þar sem fjallað verður um mátt tónlistar í gleði og sorg. Þar verður flutt fjölbreytt tónlist, sem styður við minningar okkar og tilfinningalíf, og Kirstín Erna Blöndal fjallar um tónlist sem sálgæslutæki í lífinu. Stundin hefst klukkan 17. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun