Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. mars 2025 09:01 Leiðtogar gegna mikilvægu hlutverki í öllum samfélögum, og sérílagi þeim sem er treyst fyrir ábyrgð og völdum hverju sinni. Fram á 20. öld skiptu konungar miklu máli í Evrópu en þeir tilheyra aðalsstétt sem heldur völdum í gegnum blóðtengsl. Davíð konungur, í sagnaarfi Biblíunnar, gegnir þar lykilhlutverki, en konungar eru til þessa dags smurðir af biskupum til þjónustu við Guð, að forskrift Gamla testamentisins, til áréttunar á því að Guð einn er konungur og að vald konunga sé frá Guði komið. Þessa hefð mátti sjá við innsetningu Karls III. Bretlandskonungs og er lýst í grunntextum krúnunnar, á borð við Liber Regalis og Book of Common Prayer. Konungar fornaldar Í fornöld voru hættur þess að völd erfist kynslóð fram af kynslóð vel þekktar. Rómverjar höfnuðu hugmyndinni um konunga, reges, á sjöttu öld fyrir Krist vegna þess að ættbornir konungar þeirra hneigðust til harðstjórnar. Í kjölfarið stofnsettu Rómverjar lýðveldi sem hélt fram að keisaratímanum, en jafnvel þá voru þeir ekki nefndir konungar og sagnritarar álitu sjálfir þá keisara sem ekki erfðu völd sín með blóðtengslum fremri. Grísku borgríkin höfðu ólíkar leiðir til að skipta völdum og þar kallast á ólík orð á grísku, annarsvegar fyrir konunga sem erfðu krúnuna, βασιλείς, og þá sem komust til valda eftir öðrum leiðum, kallaðir τύραννοι – en það orð fékk á endanum einvörðu neikvæða merkingu sem harðstjóri – tyrant. Skömmu áður en Rómverjar höfnuðu sínum konungum á sjöttu öld fyrir Krist, stofnsettu Aþenumenn lýðræði – δημοκρατία– sem hafnaði öllu tilkalli til einveldis. Fyrirmyndarkonungurinn Davíð Í Gamla testamentinu verður hugmyndin um mennskan konung til á tíma Davíðs, en hann komst til áhrifa í hirð fyrsta konungs þjóðarinnar, Sál. Fram að því er orðið מֶלֶךְ (Melech) notað um Guð, sem er hinn sanni konungur, og um konunga annarra þjóða, en lýður Guðs átti spámenn og dómara sem leituðu vilja Guðs fyrir þjóðina. Davíð var jafnframt ólíklegur konungur, hann var ekki af hefðarættum og var yngsti sonur föður síns, fjárhirðir og hörpuleikari. Samúel spámaður, sem smyr Davíð sem framtíðarkonung þegar hann er drengur, þjónaði jafnframt við hirð Sáls en sá sannarlega takmarkanir hans. Sál varð sem valdshafi, heltekin af afbrýðissemi og vænisýki. Þegar Sál deyr verður Davíð konungur og slík eru áhrif hans, að hann er til þessa dags táknmyndin sem sameinar gyðinga og gyðingdóm í Davíðsstjörnunni, og sá sem guðspjöllin rekja ætterni Jesú til. Í Samúelsbókum er sagt frá því að „[a]llir ættbálkar[nir] komu til Davíðs [...] og sögðu: „Við erum hold þitt og bein“, „Drottinn [hefur] sagt við þig: Þú skalt vera hirðir þjóðar minnar[...]. Því næst smurðu þeir Davíð til konungs [...]. Davíð var þrjátíu ára þegar hann varð konungur og ríkti fjörutíu ár“, og í Kroníkubókum að „Hann lét alla þjóð sína njóta réttar og réttlætis.“ Davíð og Batseba Það sem er þó heillandi við lýsingar Biblíunnar á hinum fyrirmyndar konungi, er að Davíð er langt frá því fullkominn – gæði hans sem konungur byggir á auðmýkt hans gagnvart Guði. Ein frásögnin segir af girnd Davíðs: „Kvöld eitt reis Davíð úr rekkju sinni og fór að ganga um á þaki konungshallarinnar. Þegar honum varð litið ofan af þakinu sá hann konu vera að baða sig. Konan var forkunnarfögur. Davíð sendi nú mann og lét hann spyrjast fyrir um konuna. Sendimaðurinn tilkynnti: ,Þetta er Batseba Elíamsdóttir, eiginkona Hetítans Úría.‘ Davíð sendi nú menn til að sækja hana. Hún kom til hans og hann lagðist með henni [...] Konan varð þunguð og sendi því mann til Davíðs með þessi skilaboð: ,Ég er með barni.‘“ Viðbrögð Davíð við þessum fréttum voru eins röng og hægt er, en Davíð sendi eiginmann hennar í fremstu víglínu þar sem öruggt var að hann myndi falla. „Þegar eiginkona Úría frétti að Úría, maður hennar, væri fallinn syrgði hún hann. Þegar sorgartíminn var liðinn lét Davíð sækja hana og flytja í hús sitt. Hún varð eiginkona hans og fæddi honum son. En það sem Davíð hafði gert var illt í augum Drottins.“ Biblían dregur ekkert af í lýsingum sínum er varðar sekt Davíð, og einn af spámönnum þjóðarinnar gekk á hann í kjölfarið: „Þegar [Natan spámaður ]kom til hans sagði hann: „Í borg einni bjuggu tveir menn. Annar var ríkur en hinn fátækur. Ríki maðurinn átti fjölda sauða og nauta en sá fátæki átti aðeins eitt lítið gimbrarlamb sem hann hafði keypt. Hann fóðraði það og það dafnaði hjá honum [...]. Einhverju sinni kom gestur til ríka mannsins. En hann tímdi ekki að taka neinn af sauðum sínum [...] [og] tók því lamb fátæka mannsins og matbjó það handa komumanni.“ Þá reiddist Davíð þessum manni ákaflega og sagði við Natan: „Svo sannarlega sem Drottinn lifir er sá sem þetta gerði dauðasekur. [...] Þá sagði Natan við Davíð: „Þú ert maðurinn“. Við megum aldrei sofna á verðinum Á hverjum tíma þurfum við leiðtoga, leiðtoga sem setja þarfir heildarinnar ofar eigin hagsmunum og vinna eftir þeim dyggðum sem Davíð þykir vera holdgerving fyrir – réttlæti, visku, hugrekki og samhygð. En eins og allar persónur í sagnaarfi Biblíunnar, var Davíð ekki fullkominn maður og það er heillandi að lesa hvað ekkert er dregið af í mannlýsingunni, þegar breyskleika hans er lýst. Á sama tíma og við þörfnumst leiðtoga í samfélagi okkar, höfum við tilhneigingu til upphefja valdsmenn og fylgja í blindni þeim sem taka sér völd. Sagan af Davíð konungi er meira en söguleg heimild eða uppskrift að hinum fullkomna leiðtoga, sá leiðtogi verður aldrei til nema í skáldsögum. Sagan af Davíð er áminning um að völd eru aldrei varanleg, þau eru þegin af þeim sem við treystum til ábyrgðar, og að valdshafar misnota vald sitt. Við megum aldrei sofna á verðinum gagnvart þeim sem treyst er fyrir völdum, og við þörfnumst ætíð spámanna sem gagnrýna valdsmenn. Arfleifðar Davíðs er minnst, ekki vegna þess að hann var lýtalaus, heldur vegna þess að hann hafði auðmýkt til að taka áminningum þeirra sem lögðu sjálfan sig að veði til ögra valdinu: „Þá sagði Davíð við Natan: ,Ég hef syndgað gegn Drottni‘“ og söng í Davíðssálmum „Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi. [...] Skapa í mér hreint hjarta [...] og veit mér nýjan, stöðugan anda.“ Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðtogar gegna mikilvægu hlutverki í öllum samfélögum, og sérílagi þeim sem er treyst fyrir ábyrgð og völdum hverju sinni. Fram á 20. öld skiptu konungar miklu máli í Evrópu en þeir tilheyra aðalsstétt sem heldur völdum í gegnum blóðtengsl. Davíð konungur, í sagnaarfi Biblíunnar, gegnir þar lykilhlutverki, en konungar eru til þessa dags smurðir af biskupum til þjónustu við Guð, að forskrift Gamla testamentisins, til áréttunar á því að Guð einn er konungur og að vald konunga sé frá Guði komið. Þessa hefð mátti sjá við innsetningu Karls III. Bretlandskonungs og er lýst í grunntextum krúnunnar, á borð við Liber Regalis og Book of Common Prayer. Konungar fornaldar Í fornöld voru hættur þess að völd erfist kynslóð fram af kynslóð vel þekktar. Rómverjar höfnuðu hugmyndinni um konunga, reges, á sjöttu öld fyrir Krist vegna þess að ættbornir konungar þeirra hneigðust til harðstjórnar. Í kjölfarið stofnsettu Rómverjar lýðveldi sem hélt fram að keisaratímanum, en jafnvel þá voru þeir ekki nefndir konungar og sagnritarar álitu sjálfir þá keisara sem ekki erfðu völd sín með blóðtengslum fremri. Grísku borgríkin höfðu ólíkar leiðir til að skipta völdum og þar kallast á ólík orð á grísku, annarsvegar fyrir konunga sem erfðu krúnuna, βασιλείς, og þá sem komust til valda eftir öðrum leiðum, kallaðir τύραννοι – en það orð fékk á endanum einvörðu neikvæða merkingu sem harðstjóri – tyrant. Skömmu áður en Rómverjar höfnuðu sínum konungum á sjöttu öld fyrir Krist, stofnsettu Aþenumenn lýðræði – δημοκρατία– sem hafnaði öllu tilkalli til einveldis. Fyrirmyndarkonungurinn Davíð Í Gamla testamentinu verður hugmyndin um mennskan konung til á tíma Davíðs, en hann komst til áhrifa í hirð fyrsta konungs þjóðarinnar, Sál. Fram að því er orðið מֶלֶךְ (Melech) notað um Guð, sem er hinn sanni konungur, og um konunga annarra þjóða, en lýður Guðs átti spámenn og dómara sem leituðu vilja Guðs fyrir þjóðina. Davíð var jafnframt ólíklegur konungur, hann var ekki af hefðarættum og var yngsti sonur föður síns, fjárhirðir og hörpuleikari. Samúel spámaður, sem smyr Davíð sem framtíðarkonung þegar hann er drengur, þjónaði jafnframt við hirð Sáls en sá sannarlega takmarkanir hans. Sál varð sem valdshafi, heltekin af afbrýðissemi og vænisýki. Þegar Sál deyr verður Davíð konungur og slík eru áhrif hans, að hann er til þessa dags táknmyndin sem sameinar gyðinga og gyðingdóm í Davíðsstjörnunni, og sá sem guðspjöllin rekja ætterni Jesú til. Í Samúelsbókum er sagt frá því að „[a]llir ættbálkar[nir] komu til Davíðs [...] og sögðu: „Við erum hold þitt og bein“, „Drottinn [hefur] sagt við þig: Þú skalt vera hirðir þjóðar minnar[...]. Því næst smurðu þeir Davíð til konungs [...]. Davíð var þrjátíu ára þegar hann varð konungur og ríkti fjörutíu ár“, og í Kroníkubókum að „Hann lét alla þjóð sína njóta réttar og réttlætis.“ Davíð og Batseba Það sem er þó heillandi við lýsingar Biblíunnar á hinum fyrirmyndar konungi, er að Davíð er langt frá því fullkominn – gæði hans sem konungur byggir á auðmýkt hans gagnvart Guði. Ein frásögnin segir af girnd Davíðs: „Kvöld eitt reis Davíð úr rekkju sinni og fór að ganga um á þaki konungshallarinnar. Þegar honum varð litið ofan af þakinu sá hann konu vera að baða sig. Konan var forkunnarfögur. Davíð sendi nú mann og lét hann spyrjast fyrir um konuna. Sendimaðurinn tilkynnti: ,Þetta er Batseba Elíamsdóttir, eiginkona Hetítans Úría.‘ Davíð sendi nú menn til að sækja hana. Hún kom til hans og hann lagðist með henni [...] Konan varð þunguð og sendi því mann til Davíðs með þessi skilaboð: ,Ég er með barni.‘“ Viðbrögð Davíð við þessum fréttum voru eins röng og hægt er, en Davíð sendi eiginmann hennar í fremstu víglínu þar sem öruggt var að hann myndi falla. „Þegar eiginkona Úría frétti að Úría, maður hennar, væri fallinn syrgði hún hann. Þegar sorgartíminn var liðinn lét Davíð sækja hana og flytja í hús sitt. Hún varð eiginkona hans og fæddi honum son. En það sem Davíð hafði gert var illt í augum Drottins.“ Biblían dregur ekkert af í lýsingum sínum er varðar sekt Davíð, og einn af spámönnum þjóðarinnar gekk á hann í kjölfarið: „Þegar [Natan spámaður ]kom til hans sagði hann: „Í borg einni bjuggu tveir menn. Annar var ríkur en hinn fátækur. Ríki maðurinn átti fjölda sauða og nauta en sá fátæki átti aðeins eitt lítið gimbrarlamb sem hann hafði keypt. Hann fóðraði það og það dafnaði hjá honum [...]. Einhverju sinni kom gestur til ríka mannsins. En hann tímdi ekki að taka neinn af sauðum sínum [...] [og] tók því lamb fátæka mannsins og matbjó það handa komumanni.“ Þá reiddist Davíð þessum manni ákaflega og sagði við Natan: „Svo sannarlega sem Drottinn lifir er sá sem þetta gerði dauðasekur. [...] Þá sagði Natan við Davíð: „Þú ert maðurinn“. Við megum aldrei sofna á verðinum Á hverjum tíma þurfum við leiðtoga, leiðtoga sem setja þarfir heildarinnar ofar eigin hagsmunum og vinna eftir þeim dyggðum sem Davíð þykir vera holdgerving fyrir – réttlæti, visku, hugrekki og samhygð. En eins og allar persónur í sagnaarfi Biblíunnar, var Davíð ekki fullkominn maður og það er heillandi að lesa hvað ekkert er dregið af í mannlýsingunni, þegar breyskleika hans er lýst. Á sama tíma og við þörfnumst leiðtoga í samfélagi okkar, höfum við tilhneigingu til upphefja valdsmenn og fylgja í blindni þeim sem taka sér völd. Sagan af Davíð konungi er meira en söguleg heimild eða uppskrift að hinum fullkomna leiðtoga, sá leiðtogi verður aldrei til nema í skáldsögum. Sagan af Davíð er áminning um að völd eru aldrei varanleg, þau eru þegin af þeim sem við treystum til ábyrgðar, og að valdshafar misnota vald sitt. Við megum aldrei sofna á verðinum gagnvart þeim sem treyst er fyrir völdum, og við þörfnumst ætíð spámanna sem gagnrýna valdsmenn. Arfleifðar Davíðs er minnst, ekki vegna þess að hann var lýtalaus, heldur vegna þess að hann hafði auðmýkt til að taka áminningum þeirra sem lögðu sjálfan sig að veði til ögra valdinu: „Þá sagði Davíð við Natan: ,Ég hef syndgað gegn Drottni‘“ og söng í Davíðssálmum „Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi. [...] Skapa í mér hreint hjarta [...] og veit mér nýjan, stöðugan anda.“ Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar