Var Jesús heimilislaus? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 3. febrúar 2024 14:01 Á liðnum árum hef ég notið þeirra forréttinda að nema og starfa í þremur löndum utan Íslands; Danmörku, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Á lestarstöðinni í Árósum, þar sem ég fór um daglega, stóð í öllum veðrum fólk sem seldi tímaritið Hus forbi, hús fyrir bí, en það tímarit er selt af og fyrir fólk sem hefur misst heimili sitt í lengri eða skemmri tíma. Blaðið kostar 50 danskar krónur og helmingur þess rennur til þeirra sem selja blaðið og veitir heimilislausum mögulega á að afla sér tekna með einföldum hætti. Mikilvægara þó er innihald blaðsins en þar eru viðtöl og reynslusögur fólks sem hefur upplifað heimilisleysi og afleiðingar þess. Hindranir í lífi þeirra eru veruleiki sem þau sem ekki hafa upplifað heimilisleysi átta sig ekki á. Dæmi um það í Danmörku var að til að opna bankareikning þarf lögheimili og til að fá greiddar bætur þarf bankareikning, fólki voru því allar bjargar bannaðar sökum regluverks sem tekur ekki tillit til þeirra.[i] Í Danmörku eru skv. Hus forbi 5.800 manns heimilislausir og sú tala breytist lítið, voru 5.820 árið 2013 og 5.789 árið 2022 og, sama tala með 10 ára millibili. Áætlaður fjöldi þeirra sem býr við kjör sem ógna velferð þeirra og í óviðunandi húsakosti eru um 282.000 í Danmörku.[ii] Í Atlanta bjó ég í hverfi sem er ætlað stúdentum og gestum háskólans og þar eru öll þægindi til staðar, hlið sem lokar aðgengi að svæðinu, sundlaug og líkamsræktarstöð og garðyrkjumenn sjá til þess að allt umhverfið sé snyrtilegt. Á leiðinni í skólann á morgnana, rétt handan hliðsins, gekk ég yfir brú og þar undir býr maður sem hefur komið sér fyrir í tjaldi í augnsýn allra sem ganga framhjá. Handan við götuna er sjúkrahús ætlað hermönnum sem gegnt hafa herþjónustu og ég leiddi reglulega hugann að því hverju örlög hans sæta, hvort hann glími við áfallastreituröskun eða líkamlegar afleiðingar átaka, en eins og aðrir sem fara um lét hann eiga sig. Hann er ósýnilegur í allra augnsýn. Á lestarstöðinni í Münster eru menn og konur að biðja um smáaura, móðir sem heldur á mynd af börnum sínum, maður með innkaupakerru sem keyrir aleigu sína um í vosbúðinni og stæðilegur maður sem bersýnilega glímir við geðfötlun. Sá maður gengur taktfast fram og til baka um lestarstöðina, inni þegar hann má og úti þegar honum er úthýst, yfirleitt berfættur og aldrei klæddur eftir veðri. „Haben Sie einen Euro“ þylur hann í átt að þeim sem ganga framhjá en fæstir gefa honum smáaura, takföst bónin er hluti af hljóðheimi lestarstöðvarinnar. Í Þýskalandi hefur heimilislausum fjölgað á undanförnum árum og bæjaryfirvöld í Münster anna ekki eftirspurn eftir úrræðum fyrir þau sem eru á götunni.[iii] Flest þekkjum við þessa upplifun að taka eftir heimilislausum á erlendri grundu og samtímis að veita þeim ekki athygli en sú reynsla vekur upp erfiðar tilfinningar, þar á meðal skömm. Í síðustu heimsókn minni á lestarstöðina í Münster sat maður í bakaríinu og drakk morgunkaffi með aleiguna meðferðis og ég átti erfitt með að sitja rólegur, svo mikill var daunninn af rökum fötum hans. Ég skammaðist mín fyrir viðbrögð mín og skynjaði jafnframt þá skömm sem fylgir því að svo sé fyrir honum komið. Eina huggun mín gagnvart þeirri skömm er að það samfélag sem brást honum er ekki mitt samfélag, í Münster er ég gestur. Hérlendis hef ég tilfinningu fyrir því að sýnileiki útigangsfólks á Íslandi hafi minnkað á fjölförnum stöðum en þegar ég var barn var algengt að sjá heimilislausa einstaklinga í Miðbænum og á Hlemmi. Vandinn hefur þó ekki minnkað, fjöldi heimilislausra tvöfaldaðist á árunum 2012 til 2017[iv] og það ár voru um 350 einstaklingar skráðir heimilislausir í Reykjavík.[v] Nýjustu tölur sem ég fann sögðu til um að 99 konur og 297 karlmenn hafi sótt neyðarskýlin árið 2021, sem eru fleiri en áætlaður fjöldi heimilislausra það árið.[vi] Kirkjur og kristin trúfélög hafa í gegnum árin sinnt þessum hópi fólks, Hjálpræðisherinn frá stofnun hans hérlendis 1895, kaþólska kirkjan í gegnum klausturhreyfingar sínar á borð við Kærleiksboðbera Móður Teresu í Ingólfsstræti 12, Samhjálp og Hjálparstarf kirkjunnar. Það er enda grunnerindi kristinnar kirkju að sinna fátækum og það erindi byggir á sjálfri Fjallræðunni sem gerir kröfu um þjónustu við þau viðkvæmustu í samfélagi okkar. Einn af áhugaverðari textum guðspjallanna hljómar af vörum Jesú er hann segir, „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.“ Túlkanir á þessum texta hafa flestar verið á þá leið að Jesús hafi valið sér þau hlutskipti að vera heimilislaus sjálfur, annaðhvort að lýsingin sé myndmál fyrir skilnað hans við gyðingdóm eða birti sjálfsmynd hans sem farandkennara og heimspeking. Þær túlkanir sjá textann í jákvæðu ljósi en taka ekki alvarlega afleiðingar þess að textinn segir Jesú vera utangarðsmann, heimilislausan og útskúfaðan úr mannlegu samfélagi.[vii] Ef Jesús deildi kjörum með þeim eru heimilislaus, hver sem ástæðan er þar að baki, getur boðskapur hans átt ríkari samhljóm með þeim sem eru í þeirri stöðu í dag. Heimilisleysi er ekki náttúrulögmál heldur samfélagsleg ákvörðum um að skilja ákveðna hópa samfélagsins eftir án bjargráða. Afleiðingar heimilisleysis eru vel þekktar úr erlendum rannsóknum og Guðrún Fanney Helgadóttir tekur þær saman í lokaritgerð sinni í félagsráðgjöf, en þær varða ekki einungis einstaklinginn heldur samfélagið í heild.[viii] Guðrún Fanney kortleggur jafnframt þær framfarir sem hafa orðið „á síðastliðnum árum hvað varðar úrræði og þjónustu [...] enda [er] framtíðarsýn Reykjavíkurborgar að allir íbúar hafi jöfn tækifæri til að lifa góðu lífi og enginn eigi að neyðast til að sofa úti.“[ix] „Við eigum tilverurétt“ sögðu heimilislausir viðmælendur Hringbrautar fyrir rúmi ári, þegar þau lýstu þeim aðstæðum sem þau búa við í vetrarhörkunni.[x] Að karlmenn hefðust við á stöðum þar sem hægt er að halda á sér hita yfir daginn, jafnvel bílakjöllurum, og að konur sem þó hefðu athvarf virka daga í Skjólinu, væru ekki álitnar heimilislausar um helgar og væru því á vergangi. Lokaorð Maríönnu Sigtryggsdóttur í fyrrnefndu viðtali eru sannindi sem varða samvisku okkar sem samfélag, því í hverjum þeim sem skilin er eftir birtist skömm okkar: „Við [sem erum heimilislaus] erum allskonar innan okkar hóps, en við erum bara fólk eins og þú. Við erum eins og Jóna og Gunna út í bæ. Við eigum að hafa sömu mannréttindi, við höfum sama tilverurétt og við erum að sækja okkur hann núna.“ Sögu hennar má heyra í hlaðvarpinu Sterk Saman.[xi] Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. [i] https://husforbi.dk/om-hus-forbi/ [ii] https://husforbi.dk/ny-aftale-sikrer-adgang-til-bankkonto-for-hjemloese-og-udsatte-borgere/ [iii] https://www.wn.de/muenster/wohnungslose-unterbringung-kapazitaeten-limit-2818840?pid=true&npg [iv] https://kjarninn.is/frettir/2019-01-23-heimilslausum-fjolgadi-um-95-prosent-i-reykjavik-fimm-arum/ [v] https://reykjavik.is/sites/default/files/svid_skjol/VEL/fjoldi_utangardsfolks_2017.pdf [vi] https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/Heimilislaust%20f%C3%B3lk%20og%20heimilisofbeldi.pdf [vii] Um þetta er fjallað í bók Robert J. Myles, The Homeless Jesus in the Gospel of Matthew (2014). [viii] https://skemman.is/handle/1946/43652 [ix] https://reykjavik.is/sites/default/files/stefna_i_malefnum_heimilislausra_2019-2025_med_uppfaerdri_ethos-toflu_2.9.2019.pdf [x] https://www.hringbraut.is/sjonvarp/frettavaktin/14-desember-2022-heimilislausir-segjast-eiga-tilverurett/ [xi] https://www.mbl.is/hladvarp/hlusta/sterk-saman/thattur/458ee49b6c7c8a073b827be405d4b3ae/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Þjóðkirkjan Danmörk Þýskaland Bandaríkin Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Á liðnum árum hef ég notið þeirra forréttinda að nema og starfa í þremur löndum utan Íslands; Danmörku, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Á lestarstöðinni í Árósum, þar sem ég fór um daglega, stóð í öllum veðrum fólk sem seldi tímaritið Hus forbi, hús fyrir bí, en það tímarit er selt af og fyrir fólk sem hefur misst heimili sitt í lengri eða skemmri tíma. Blaðið kostar 50 danskar krónur og helmingur þess rennur til þeirra sem selja blaðið og veitir heimilislausum mögulega á að afla sér tekna með einföldum hætti. Mikilvægara þó er innihald blaðsins en þar eru viðtöl og reynslusögur fólks sem hefur upplifað heimilisleysi og afleiðingar þess. Hindranir í lífi þeirra eru veruleiki sem þau sem ekki hafa upplifað heimilisleysi átta sig ekki á. Dæmi um það í Danmörku var að til að opna bankareikning þarf lögheimili og til að fá greiddar bætur þarf bankareikning, fólki voru því allar bjargar bannaðar sökum regluverks sem tekur ekki tillit til þeirra.[i] Í Danmörku eru skv. Hus forbi 5.800 manns heimilislausir og sú tala breytist lítið, voru 5.820 árið 2013 og 5.789 árið 2022 og, sama tala með 10 ára millibili. Áætlaður fjöldi þeirra sem býr við kjör sem ógna velferð þeirra og í óviðunandi húsakosti eru um 282.000 í Danmörku.[ii] Í Atlanta bjó ég í hverfi sem er ætlað stúdentum og gestum háskólans og þar eru öll þægindi til staðar, hlið sem lokar aðgengi að svæðinu, sundlaug og líkamsræktarstöð og garðyrkjumenn sjá til þess að allt umhverfið sé snyrtilegt. Á leiðinni í skólann á morgnana, rétt handan hliðsins, gekk ég yfir brú og þar undir býr maður sem hefur komið sér fyrir í tjaldi í augnsýn allra sem ganga framhjá. Handan við götuna er sjúkrahús ætlað hermönnum sem gegnt hafa herþjónustu og ég leiddi reglulega hugann að því hverju örlög hans sæta, hvort hann glími við áfallastreituröskun eða líkamlegar afleiðingar átaka, en eins og aðrir sem fara um lét hann eiga sig. Hann er ósýnilegur í allra augnsýn. Á lestarstöðinni í Münster eru menn og konur að biðja um smáaura, móðir sem heldur á mynd af börnum sínum, maður með innkaupakerru sem keyrir aleigu sína um í vosbúðinni og stæðilegur maður sem bersýnilega glímir við geðfötlun. Sá maður gengur taktfast fram og til baka um lestarstöðina, inni þegar hann má og úti þegar honum er úthýst, yfirleitt berfættur og aldrei klæddur eftir veðri. „Haben Sie einen Euro“ þylur hann í átt að þeim sem ganga framhjá en fæstir gefa honum smáaura, takföst bónin er hluti af hljóðheimi lestarstöðvarinnar. Í Þýskalandi hefur heimilislausum fjölgað á undanförnum árum og bæjaryfirvöld í Münster anna ekki eftirspurn eftir úrræðum fyrir þau sem eru á götunni.[iii] Flest þekkjum við þessa upplifun að taka eftir heimilislausum á erlendri grundu og samtímis að veita þeim ekki athygli en sú reynsla vekur upp erfiðar tilfinningar, þar á meðal skömm. Í síðustu heimsókn minni á lestarstöðina í Münster sat maður í bakaríinu og drakk morgunkaffi með aleiguna meðferðis og ég átti erfitt með að sitja rólegur, svo mikill var daunninn af rökum fötum hans. Ég skammaðist mín fyrir viðbrögð mín og skynjaði jafnframt þá skömm sem fylgir því að svo sé fyrir honum komið. Eina huggun mín gagnvart þeirri skömm er að það samfélag sem brást honum er ekki mitt samfélag, í Münster er ég gestur. Hérlendis hef ég tilfinningu fyrir því að sýnileiki útigangsfólks á Íslandi hafi minnkað á fjölförnum stöðum en þegar ég var barn var algengt að sjá heimilislausa einstaklinga í Miðbænum og á Hlemmi. Vandinn hefur þó ekki minnkað, fjöldi heimilislausra tvöfaldaðist á árunum 2012 til 2017[iv] og það ár voru um 350 einstaklingar skráðir heimilislausir í Reykjavík.[v] Nýjustu tölur sem ég fann sögðu til um að 99 konur og 297 karlmenn hafi sótt neyðarskýlin árið 2021, sem eru fleiri en áætlaður fjöldi heimilislausra það árið.[vi] Kirkjur og kristin trúfélög hafa í gegnum árin sinnt þessum hópi fólks, Hjálpræðisherinn frá stofnun hans hérlendis 1895, kaþólska kirkjan í gegnum klausturhreyfingar sínar á borð við Kærleiksboðbera Móður Teresu í Ingólfsstræti 12, Samhjálp og Hjálparstarf kirkjunnar. Það er enda grunnerindi kristinnar kirkju að sinna fátækum og það erindi byggir á sjálfri Fjallræðunni sem gerir kröfu um þjónustu við þau viðkvæmustu í samfélagi okkar. Einn af áhugaverðari textum guðspjallanna hljómar af vörum Jesú er hann segir, „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.“ Túlkanir á þessum texta hafa flestar verið á þá leið að Jesús hafi valið sér þau hlutskipti að vera heimilislaus sjálfur, annaðhvort að lýsingin sé myndmál fyrir skilnað hans við gyðingdóm eða birti sjálfsmynd hans sem farandkennara og heimspeking. Þær túlkanir sjá textann í jákvæðu ljósi en taka ekki alvarlega afleiðingar þess að textinn segir Jesú vera utangarðsmann, heimilislausan og útskúfaðan úr mannlegu samfélagi.[vii] Ef Jesús deildi kjörum með þeim eru heimilislaus, hver sem ástæðan er þar að baki, getur boðskapur hans átt ríkari samhljóm með þeim sem eru í þeirri stöðu í dag. Heimilisleysi er ekki náttúrulögmál heldur samfélagsleg ákvörðum um að skilja ákveðna hópa samfélagsins eftir án bjargráða. Afleiðingar heimilisleysis eru vel þekktar úr erlendum rannsóknum og Guðrún Fanney Helgadóttir tekur þær saman í lokaritgerð sinni í félagsráðgjöf, en þær varða ekki einungis einstaklinginn heldur samfélagið í heild.[viii] Guðrún Fanney kortleggur jafnframt þær framfarir sem hafa orðið „á síðastliðnum árum hvað varðar úrræði og þjónustu [...] enda [er] framtíðarsýn Reykjavíkurborgar að allir íbúar hafi jöfn tækifæri til að lifa góðu lífi og enginn eigi að neyðast til að sofa úti.“[ix] „Við eigum tilverurétt“ sögðu heimilislausir viðmælendur Hringbrautar fyrir rúmi ári, þegar þau lýstu þeim aðstæðum sem þau búa við í vetrarhörkunni.[x] Að karlmenn hefðust við á stöðum þar sem hægt er að halda á sér hita yfir daginn, jafnvel bílakjöllurum, og að konur sem þó hefðu athvarf virka daga í Skjólinu, væru ekki álitnar heimilislausar um helgar og væru því á vergangi. Lokaorð Maríönnu Sigtryggsdóttur í fyrrnefndu viðtali eru sannindi sem varða samvisku okkar sem samfélag, því í hverjum þeim sem skilin er eftir birtist skömm okkar: „Við [sem erum heimilislaus] erum allskonar innan okkar hóps, en við erum bara fólk eins og þú. Við erum eins og Jóna og Gunna út í bæ. Við eigum að hafa sömu mannréttindi, við höfum sama tilverurétt og við erum að sækja okkur hann núna.“ Sögu hennar má heyra í hlaðvarpinu Sterk Saman.[xi] Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. [i] https://husforbi.dk/om-hus-forbi/ [ii] https://husforbi.dk/ny-aftale-sikrer-adgang-til-bankkonto-for-hjemloese-og-udsatte-borgere/ [iii] https://www.wn.de/muenster/wohnungslose-unterbringung-kapazitaeten-limit-2818840?pid=true&npg [iv] https://kjarninn.is/frettir/2019-01-23-heimilslausum-fjolgadi-um-95-prosent-i-reykjavik-fimm-arum/ [v] https://reykjavik.is/sites/default/files/svid_skjol/VEL/fjoldi_utangardsfolks_2017.pdf [vi] https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/Heimilislaust%20f%C3%B3lk%20og%20heimilisofbeldi.pdf [vii] Um þetta er fjallað í bók Robert J. Myles, The Homeless Jesus in the Gospel of Matthew (2014). [viii] https://skemman.is/handle/1946/43652 [ix] https://reykjavik.is/sites/default/files/stefna_i_malefnum_heimilislausra_2019-2025_med_uppfaerdri_ethos-toflu_2.9.2019.pdf [x] https://www.hringbraut.is/sjonvarp/frettavaktin/14-desember-2022-heimilislausir-segjast-eiga-tilverurett/ [xi] https://www.mbl.is/hladvarp/hlusta/sterk-saman/thattur/458ee49b6c7c8a073b827be405d4b3ae/
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun