Þýskaland

Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst
Nítján ára gömul kona fannst læst inni í kistu í Thuringenríki í Þýskalandi tveimur dögum eftir að lögregla hóf leit að henni. Konan komst lífs af en tveir eru í haldi vegna málsins.

Var orðið að spurningu um líf og dauða
„Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti,“ segir fyrirsætan og tölvunarfræðingurinn Liv Benediktsdóttir.

Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf
Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið.

Leyndu því að yfir hundrað íþróttamenn höfðu fallið á lyfjaprófi
Þýska lyfjaeftirlitið passaði upp á að það lyfjahneyksli fjölda íþróttamanna hafi aldrei komist upp á yfirborðið.

Rýming í Köln vegna þriggja sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni
Um tuttugu þúsund manns hefur verið gert að rýma heimili sitt í Köln vegna þriggja sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni sem fundust nýlega. Bandamenn komu sprengjunum fyrir í seinni heimsstyrjöldinni en þeir sprungu ekki á þeim tíma.

Aftur hafin leit að Madeleine McCann
Leit að Madeleine McCann sem hvarf fyrir átján árum var tekin upp að nýju í morgun. Þýska og portúgalska lögreglan standa saman að aðgerðinni og leitað verður fram á föstudag.

Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar
Þjóðverjar ætla að hjálpa Úkraínumönnum að smíða langdrægar skotflaugar til þess að verjast árásum Rússa. Þetta sagði Friedrich Merz, nýr kanslari Þýskalands, þegar Volodýmýr Selenskíj Úkraínuforseti sótti hann heim í Berlín í dag.

Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla
Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum.

Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg
Þýska lögreglan þekkti til konunnar sem særði átján manns á lestarstöð í Hamborg á föstudag vegna geðrænna vandamála hennar. Hún var útskrifuð af geðdeild daginn fyrir árásina eftir þriggja vikna dvöl.

Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis
Tveir fyrrverandi stjórnendur bílaframleiðandans Volkswagen hlutu fangelsisdóma og tveir aðrir skilorðsbundna dóma fyrir svik vegna útblásturshneykslisins sem skók þýskan bílaiðnað í dag. Talið er að hneykslið hafi kostað Volkswagen meira en þrjátíu milljarða evra til þessa.

Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri
Þýsk kona á fertugsaldri var handtekinn á aðallestarstöðinni í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að hafa veist að fólki sem beið þess að komast inn í lest vopnuð hníf. Átján eru særðir eftir árásina og þar af eru fjórir í lífshættu.

Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg
Tólf eru særðir eftir hnífstunguárás á aðallestarstöðinni í Hamborg. Kona hefur verið handtekinn af lögreglunni. Öll lestaumferð um stöðina hefur verið stöðvuð.

Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk
Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi.

Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök
Þýska leyniþjónustan hefur ákveðið að bíða með að flokka Valkost fyrir Þýskaland (AfD) sem öfgasamtök á meðan dómstóll tekur afstöðu til lögbannskröfu flokksins. Flokkurinn segir ákvörðunina sigur fyrir sig.

Merz náði kjöri í annarri tilraun
Þýska þingið staðfesti kjör Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem næsta kanslara Þýskalands. Merz beið niðurlægjandi og sögulegan ósigur þegar þingið greiddi fyrst atkvæði um tilnefningu hans í morgun.

Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný
Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, hafa verið niðurlægðan í morgun þegar honum mistókst að tryggja sér kjör í tilnefningu til kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel, leiðtogi hægri flokksins AfD, krefst þess að kosningar fari fram á ný.

Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu
Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu.

Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld
Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við.

Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök
Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint Valkost fyrir Þýskaland (AfD), einn stærsta stjórnmálaflokk landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Matið byggir á því að flokkurinn ali á ótta við innflytjendur frá múslimalöndum.

Þýskur kafbátur við Sundahöfn
Herskip á vegum bandalagsríkja NATO eru nú við höfn í Reykjavík og munu taka þátt í kafbátaeftirlitsæfingu eftir helgi.

Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims
Kalífornía, eitt af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna er nú í efnahagslegum skilningi fjórða öflugasta ríki heims. Þetta sýna nýjar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um efnahagsvöxt einstakra ríkja en Kalífornía tók á dögunum fram úr Japan á þessum mælikvarða.

Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn
Líklegt er að um sjötíu prósent eftirlifenda helfarar nasista á gyðingum deyi á næstu tíu árum. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því hver muni halda minningu þeirra á lofti þegar enginn verður eftir til vitnis um einn svartasta blett mannkynssögunnar.

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskiptavinir Play sem áttu bókuð flug til valdra áfangastaða í Króatíu, Þýskalandi og Madeiru í sumar hafa fengið tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst. Leiðkerfi félagsins í sumar verður breytt vegna breytinga á flugvélakosti.

Kauphallir rétta úr kútnum
Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga.

Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli
Dýraverndunarsamband Íslands, þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019.

Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku
Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku.

Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“
Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum.

Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands
Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis.

Lækkanir halda áfram
Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi.

Bjartara yfir við opnun markaða
Eftir þriggja daga samfelldar lækkanir á mörkuðum í Asíu og Evrópu var heldur bjartara yfir við opnun þeirra í nótt og í morgun.