Jesús var dauðarokkari Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. mars 2024 07:00 Tuttugasta öldin var í senn blóðugasta öld mannkynssögunnar og sú sem séð hefur hraðstígustu framfarir í tækni, mannlífi og menningu. Þegar litið er yfir Öld öfganna eins og sagnfræðingurinn Eric Hobsbawn kallaði hana má sjá tilburði til valda og einræðis á vettvangi stjórnmála, trúarbragða og stórfyrirtækja, sem leitt hafa af sér skelfilegar afleiðingar fyrir menn og náttúru, og sífellt andóf þeirra sem sviðið hafa undan slíku ofbeldi og mótmælt því. Tónlist og andóf gegn ofbeldi Tónlist hefur á hverjum tíma gegnt veigamiklu hlutverki í andófi gegn valdi og tónlistarmenn hafa oft borið fána breytinga og mótspyrnu. Þannig sungu þrælar í bandaríkjunum frelsunarsálma í baráttunni við mansal, djasslistamenn boðuðu frjálsræði og gleði andspænis siðapostulum síns tíma og Bob Dylan var spámaður heillar kynslóðar, sem sá í gegnum ranglæti Víetnamstríðsins og gerði róttæka kröfu um frið. Fá tónlist hefur mætt eins mikilli andstöðu frá kristinni kirkju og rokktónlist en rokk er í eðli sínu uppreisnargjörn og róttæk, þó boðskapur listamanna sé misjafn. Lendur Elvis Prestley urðu í hugum samtímamanna táknmynd illskunnar, sem boðuðu kynferðislega lausung, og Bítlarnir voru úthrópaðir í bandaríkjunum sem and-kristnir og það sem verra þótti kommúnistar. Sú tegund rokktónlistar, sem mest hefur ögrað trúarlegri rétthugsun og bókstafshyggju er án efa þungarokk. Frumkvöðlar þess Black Sabbath settu tóninn 1970 með plötu sem í senn lyfti upp trúarlegum táknmyndum um eðli illskunnar og útvíkkaði landamæri þess sem leyfilegt er í tónlistarsköpun. Þungarokkarar hafa æ síðan verið óhræddir við að kanna mörk þess sem má, bæði með hraða og þyngd hljóðfæraleiks og tegund söngs og með myndmáli, sem er viljandi í andstöðu við trúarlega rétthugsun og kannar mörk þess sem er boðlegt og í sumum tilfellum löglegt. Dauðarokk er sú tegund þungarokks sem kemst næst því að hafa náð þanmörkum í þeim efnum, en í þeirri tegund tónlistar er notuð tvöföld bassatromma til að viðhalda hraða tónlistarinnar, röddinni er beitt á hátt sem gerir sönginn illskiljanlegan og gítar og bassi eru stillt þannig að hljóðið verður bjagað. Í takt við harða og kraftmikla tónlist eru textasmíðar dauðarokkshljómsveita oft ögrandi og í þeim felst jafnan róttæk gagnrýni á trúarbrögð og þá staðreynd að ofbeldi er í mannlegu samfélagi álitin afþreying. Sláandi táknmál skírdagskvölds Sá táknaheimur sem býr skírdegi umgjörð er sömu gerðar en það myndmál sem Jesús notar í samhengi síðustu kvöldmáltíðarinnar er í senn ögrandi og í honum felst róttæk gagnrýni á þá samfélagsgerð sem upphefur ofbeldi og stéttaskiptingu. Tákn kirkjunnar, sem byggja á þessari boðun, eru okkur svo kunnugleg að hið sláandi táknmál sem þau bera með sér er okkur öllu jafna hulið. ,,Sannarlega, sannarlega segi ég yður: Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið blóð hans þá er ekki líf í ykkur.” Túlkun þessarar táknmyndar er í raun einföld, líkt og sú fæða sem við innbyrðum nærir okkur og verður hluti af okkur, verður guðdómurinn hluti af okkur með táknrænum hætti í kvöldmáltíðar-sakramentinu. Á þann veg hafa kristnir söfnuðir túlkað þessi orð, þó deilur hafi staðið á milli kirkjudeilda um nákvæmlega hvernig sá leyndardómur birtist okkur. Það sem er sláandi við framsetningu Jesú er hinsvegar það grófa og ofbeldisfulla táknmál sem hann notar og það vekur upp spurninguna, hvers vegna hann velur að ganga svo langt í myndmáli sínu? Viðbrögðum lærisveinanna er lýst í Jóhannesarguðspjalli en meira að segja þau sem næst honum standa, hneykslast á öfgakenndu myndmálinu: ,,Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?, segja vinir hans í kjölfarið. Samtímaheimildir bera þess jafnframt vitni að táknfræði þessi hafi ögrað og hneykslað og að frumkirkjan hafi fengið það orð á sig að stunda mannát, þó slíkt sé að sjálfsögðu fjarri lagi. Í hinum forna gyðinglega átrúnaði var mikil bannhelgi í kringum mannslíkamann og blóð úr manneskjum var álitið óhreinka kúltískt hina trúarlegu iðkun. Líkt og í dæmisögunni um miskunnsama samverjann þar sem opin sár hins slasaða verða til þess að prestur og levíti taka trúarlega skinhelgi ofar mannlegum þörfum er Jesús hér að ráðast að rótum slíkrar trúariðkunar. Í stað þess að taka þátt í þeim helgisiðum sem viðhalda valdstöðu musterisins á kostnað fólks, reiðir hann til höggs með því að setja sig í stöðu þess sem fórnað er. Ofbeldi birtist í mörgum myndum og stofnanavætt ofbeldi er sú tegund, sem erfiðast er að greina og erfiðast að leggja af. Hið forna fórnaraltari, sem réttlætti stéttskiptingu og valdbeitingu með því að iðka rétttrúnað er í meðförum Jesú breytt í róttækt jafningjasamfélag, þar sem hann sjálfur er fórnin. Með ofbeldisfullu myndmáli leitast Jesús við að opinbera ofbeldið og kalla það réttum nöfnum, ofbeldi sem hann sjálfur í kjölfarið verður fyrir með krossfestingu sinni. Róttæk samfélagssýn fótaþvottarins Fótaþvottur Jesú er ekki síður ögrandi, þó að sú ögrun sem í henni felist sé okkur ekki jafn augljós. Í hinu forna samfélagi var það stöðutákn að hafa í eign sinni þræla og þó þeir hafi haft takmörkuð réttindi voru þeir ekki taldir að öllu leiti mennskir. Þegar gestir heimsóttu fínni óðöl, spariklædd og í opnum skóm, var það til siðs að þrælar þvoðu fætur gestanna og til að árétta stöðuleysi sitt var þeim meinað að klæðast fötum og þar með klæða af sér hitann. Þegar Jesús bregður af sér kyrtlinum er hann að taka sér stöðu með hinum réttlausu þrælum og þegar hann þvær fætur lærisveina sinna er hann að inna af hendi þjónustu, sem frátekin er fyrir þá lægst settu í mannlegu samfélagi. Viðbrögðin láta ekki á sér standa og Pétur mótmælir hástöfum ,,Aldrei að eilífu skaltu þvo fætur mína.“ Viðbrögð Péturs eru skiljanleg í ljósi þess að Jesús, sem í hans augum er öllum mönnum æðri, setur sig í stöðu sem honum er ekki sæmandi, en róttæk samfélagssýn frelsarans skín þarna í gegn. Í stað þess að leiðrétta eða bera í bætifláka fyrir stéttskipulag samfélagsins snýr hann því á hvolf og skorar á fylgjendur sína til að gera slíkt hið sama. ,,Ef ég þvæ þér ekki áttu enga samleið með mér”, áminnir hann vin sinn. Jesús var dauðarokkari Kirkja sem býr til eða upphefur valdstiga á kostnað þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu bregst köllun sinni og stendur gegn róttækri samfélagssýn Jesú. Eftirfylgnikrafan er algjör, með sterku myndmáli áréttar hann að ef að kristin kirkja er ekki hluti lausnarinnar gerist hún sek um að taka þátt í og samþykkja stofnavætt ofbeldi. Þess vegna ber kirkjunni ávallt að taka stöðu með þeim, sem hverju sinni eru látin gjalda þess að tilheyra ekki forréttindahópi samfélagsins. Oft hefur kristin kirkja birst í andhverfu þess sem Jesús boðaði og sett fólk á pláss í stað þess að veita því skjól. Sem stofnun er kirkjan fallvölt og breysk og endurspeglar syndugt eðli manneskjunnar, sem sífellt reynir að verða ofan á og tryggja stöðu sína í harðri lífsbaráttu samfélagsins. Köllun hennar er hinsvegar að bera Jesú vitni og það verður ekki gert með því að þegja eða samþykkja þá samfélagssýn, sem umber ofbeldi og styður aftöku þeirra sem ógna ríkjandi valdskipulagi. Með ögrandi myndmáli opinberar Jesús ranglæti þeirra stofnana sem beittu völdum í samfélagi síns tíma og skorar á okkur sem viljum fylgja fordæmi hans að gera slíkt hið sama. Í grasagarðinum birtust fulltrúar þess, sem sáu enga aðra leið færa en að þagga niður í uppreisnarmanninum, og í stað þess að berjast gerði hann valdsmennina berskjaldaða með því að ganga ofbeldinu á hönd. Hversu oft höfum við orðið vitni að slíkri þöggun í okkar menningu. Valdið fékk sínu fram en sú rödd sem Jesús hóf upp og snýr valdskipulagi og stofnanavæddu ofbeldi heimsins á hvolf verður aldrei þögguð. Jesús var dauðarokkari, vegna þess að ögrun hans og sláandi myndmál leitaði út fyrir mörk þess sem þykir boðlegt, í þeim tilgangi að vekja okkur upp af værum svefni. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Tuttugasta öldin var í senn blóðugasta öld mannkynssögunnar og sú sem séð hefur hraðstígustu framfarir í tækni, mannlífi og menningu. Þegar litið er yfir Öld öfganna eins og sagnfræðingurinn Eric Hobsbawn kallaði hana má sjá tilburði til valda og einræðis á vettvangi stjórnmála, trúarbragða og stórfyrirtækja, sem leitt hafa af sér skelfilegar afleiðingar fyrir menn og náttúru, og sífellt andóf þeirra sem sviðið hafa undan slíku ofbeldi og mótmælt því. Tónlist og andóf gegn ofbeldi Tónlist hefur á hverjum tíma gegnt veigamiklu hlutverki í andófi gegn valdi og tónlistarmenn hafa oft borið fána breytinga og mótspyrnu. Þannig sungu þrælar í bandaríkjunum frelsunarsálma í baráttunni við mansal, djasslistamenn boðuðu frjálsræði og gleði andspænis siðapostulum síns tíma og Bob Dylan var spámaður heillar kynslóðar, sem sá í gegnum ranglæti Víetnamstríðsins og gerði róttæka kröfu um frið. Fá tónlist hefur mætt eins mikilli andstöðu frá kristinni kirkju og rokktónlist en rokk er í eðli sínu uppreisnargjörn og róttæk, þó boðskapur listamanna sé misjafn. Lendur Elvis Prestley urðu í hugum samtímamanna táknmynd illskunnar, sem boðuðu kynferðislega lausung, og Bítlarnir voru úthrópaðir í bandaríkjunum sem and-kristnir og það sem verra þótti kommúnistar. Sú tegund rokktónlistar, sem mest hefur ögrað trúarlegri rétthugsun og bókstafshyggju er án efa þungarokk. Frumkvöðlar þess Black Sabbath settu tóninn 1970 með plötu sem í senn lyfti upp trúarlegum táknmyndum um eðli illskunnar og útvíkkaði landamæri þess sem leyfilegt er í tónlistarsköpun. Þungarokkarar hafa æ síðan verið óhræddir við að kanna mörk þess sem má, bæði með hraða og þyngd hljóðfæraleiks og tegund söngs og með myndmáli, sem er viljandi í andstöðu við trúarlega rétthugsun og kannar mörk þess sem er boðlegt og í sumum tilfellum löglegt. Dauðarokk er sú tegund þungarokks sem kemst næst því að hafa náð þanmörkum í þeim efnum, en í þeirri tegund tónlistar er notuð tvöföld bassatromma til að viðhalda hraða tónlistarinnar, röddinni er beitt á hátt sem gerir sönginn illskiljanlegan og gítar og bassi eru stillt þannig að hljóðið verður bjagað. Í takt við harða og kraftmikla tónlist eru textasmíðar dauðarokkshljómsveita oft ögrandi og í þeim felst jafnan róttæk gagnrýni á trúarbrögð og þá staðreynd að ofbeldi er í mannlegu samfélagi álitin afþreying. Sláandi táknmál skírdagskvölds Sá táknaheimur sem býr skírdegi umgjörð er sömu gerðar en það myndmál sem Jesús notar í samhengi síðustu kvöldmáltíðarinnar er í senn ögrandi og í honum felst róttæk gagnrýni á þá samfélagsgerð sem upphefur ofbeldi og stéttaskiptingu. Tákn kirkjunnar, sem byggja á þessari boðun, eru okkur svo kunnugleg að hið sláandi táknmál sem þau bera með sér er okkur öllu jafna hulið. ,,Sannarlega, sannarlega segi ég yður: Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið blóð hans þá er ekki líf í ykkur.” Túlkun þessarar táknmyndar er í raun einföld, líkt og sú fæða sem við innbyrðum nærir okkur og verður hluti af okkur, verður guðdómurinn hluti af okkur með táknrænum hætti í kvöldmáltíðar-sakramentinu. Á þann veg hafa kristnir söfnuðir túlkað þessi orð, þó deilur hafi staðið á milli kirkjudeilda um nákvæmlega hvernig sá leyndardómur birtist okkur. Það sem er sláandi við framsetningu Jesú er hinsvegar það grófa og ofbeldisfulla táknmál sem hann notar og það vekur upp spurninguna, hvers vegna hann velur að ganga svo langt í myndmáli sínu? Viðbrögðum lærisveinanna er lýst í Jóhannesarguðspjalli en meira að segja þau sem næst honum standa, hneykslast á öfgakenndu myndmálinu: ,,Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?, segja vinir hans í kjölfarið. Samtímaheimildir bera þess jafnframt vitni að táknfræði þessi hafi ögrað og hneykslað og að frumkirkjan hafi fengið það orð á sig að stunda mannát, þó slíkt sé að sjálfsögðu fjarri lagi. Í hinum forna gyðinglega átrúnaði var mikil bannhelgi í kringum mannslíkamann og blóð úr manneskjum var álitið óhreinka kúltískt hina trúarlegu iðkun. Líkt og í dæmisögunni um miskunnsama samverjann þar sem opin sár hins slasaða verða til þess að prestur og levíti taka trúarlega skinhelgi ofar mannlegum þörfum er Jesús hér að ráðast að rótum slíkrar trúariðkunar. Í stað þess að taka þátt í þeim helgisiðum sem viðhalda valdstöðu musterisins á kostnað fólks, reiðir hann til höggs með því að setja sig í stöðu þess sem fórnað er. Ofbeldi birtist í mörgum myndum og stofnanavætt ofbeldi er sú tegund, sem erfiðast er að greina og erfiðast að leggja af. Hið forna fórnaraltari, sem réttlætti stéttskiptingu og valdbeitingu með því að iðka rétttrúnað er í meðförum Jesú breytt í róttækt jafningjasamfélag, þar sem hann sjálfur er fórnin. Með ofbeldisfullu myndmáli leitast Jesús við að opinbera ofbeldið og kalla það réttum nöfnum, ofbeldi sem hann sjálfur í kjölfarið verður fyrir með krossfestingu sinni. Róttæk samfélagssýn fótaþvottarins Fótaþvottur Jesú er ekki síður ögrandi, þó að sú ögrun sem í henni felist sé okkur ekki jafn augljós. Í hinu forna samfélagi var það stöðutákn að hafa í eign sinni þræla og þó þeir hafi haft takmörkuð réttindi voru þeir ekki taldir að öllu leiti mennskir. Þegar gestir heimsóttu fínni óðöl, spariklædd og í opnum skóm, var það til siðs að þrælar þvoðu fætur gestanna og til að árétta stöðuleysi sitt var þeim meinað að klæðast fötum og þar með klæða af sér hitann. Þegar Jesús bregður af sér kyrtlinum er hann að taka sér stöðu með hinum réttlausu þrælum og þegar hann þvær fætur lærisveina sinna er hann að inna af hendi þjónustu, sem frátekin er fyrir þá lægst settu í mannlegu samfélagi. Viðbrögðin láta ekki á sér standa og Pétur mótmælir hástöfum ,,Aldrei að eilífu skaltu þvo fætur mína.“ Viðbrögð Péturs eru skiljanleg í ljósi þess að Jesús, sem í hans augum er öllum mönnum æðri, setur sig í stöðu sem honum er ekki sæmandi, en róttæk samfélagssýn frelsarans skín þarna í gegn. Í stað þess að leiðrétta eða bera í bætifláka fyrir stéttskipulag samfélagsins snýr hann því á hvolf og skorar á fylgjendur sína til að gera slíkt hið sama. ,,Ef ég þvæ þér ekki áttu enga samleið með mér”, áminnir hann vin sinn. Jesús var dauðarokkari Kirkja sem býr til eða upphefur valdstiga á kostnað þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu bregst köllun sinni og stendur gegn róttækri samfélagssýn Jesú. Eftirfylgnikrafan er algjör, með sterku myndmáli áréttar hann að ef að kristin kirkja er ekki hluti lausnarinnar gerist hún sek um að taka þátt í og samþykkja stofnavætt ofbeldi. Þess vegna ber kirkjunni ávallt að taka stöðu með þeim, sem hverju sinni eru látin gjalda þess að tilheyra ekki forréttindahópi samfélagsins. Oft hefur kristin kirkja birst í andhverfu þess sem Jesús boðaði og sett fólk á pláss í stað þess að veita því skjól. Sem stofnun er kirkjan fallvölt og breysk og endurspeglar syndugt eðli manneskjunnar, sem sífellt reynir að verða ofan á og tryggja stöðu sína í harðri lífsbaráttu samfélagsins. Köllun hennar er hinsvegar að bera Jesú vitni og það verður ekki gert með því að þegja eða samþykkja þá samfélagssýn, sem umber ofbeldi og styður aftöku þeirra sem ógna ríkjandi valdskipulagi. Með ögrandi myndmáli opinberar Jesús ranglæti þeirra stofnana sem beittu völdum í samfélagi síns tíma og skorar á okkur sem viljum fylgja fordæmi hans að gera slíkt hið sama. Í grasagarðinum birtust fulltrúar þess, sem sáu enga aðra leið færa en að þagga niður í uppreisnarmanninum, og í stað þess að berjast gerði hann valdsmennina berskjaldaða með því að ganga ofbeldinu á hönd. Hversu oft höfum við orðið vitni að slíkri þöggun í okkar menningu. Valdið fékk sínu fram en sú rödd sem Jesús hóf upp og snýr valdskipulagi og stofnanavæddu ofbeldi heimsins á hvolf verður aldrei þögguð. Jesús var dauðarokkari, vegna þess að ögrun hans og sláandi myndmál leitaði út fyrir mörk þess sem þykir boðlegt, í þeim tilgangi að vekja okkur upp af værum svefni. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun