Bakgarðshlaup

Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum
Kristinn Gunnar Kristinsson kvartar lítið yfir eymslum í líkamanum eftir afrek síðustu helgar þegar hann fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð. Valur Páll hitti Kristinn örfáum dögum eftir að hann hafði verið tæplega tvo sólarhringa á hlaupum.

Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“
Kristinn Gunnar Kristinsson hrósaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina. Áhorfendur fögnuðu honum vel og innilega þegar hann kom í mark eftir 43. hring sinn.

Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“
Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp.

Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands
Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, er á meðal keppenda í bakgarðshlaupinu sem hófst í Öskjuhlíðinni í morgun. Hún er með skýrt markmið fyrir hlaupið í huga.

Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025
Kristinn Gunnar Kristinsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð árið 2025. Hann hljóp 43 hringi.

Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“
Hlaupadrottningin Mari Järsk ætlar að kanna þolmörk líkama síns enn og aftur í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð sem hefst núna klukkan níu. Hún verður þó einnig með annan hatt á meðan á hlaupinu stendur.

„Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“
Tvíburarnir Daníel Þór og Patrick Örn Hansen, og Sólveig Heiða Foss eiginkona Patricks, hafa öðlast ákveðna reynslu af bakgarðshlaupi og ætla að taka keppnina fastari tökum í ár. Þau keppa í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð um helgina.

„Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“
Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina.

Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni
Ef sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíðinni, sem hefst á morgun, nær að slá Íslandsmetið með stæl og fara að minnsta kosti 91 hring þá fær hann glænýjan Kia EV3 rafbíl í verðlaun.

Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum
Lukasz Wróbel er nýr heimsmethafi í bakgarðshlaupum. Nýtt heimsmet, upp á 116 hringi setti hann í Legends Backyard ultra hlaupinu í Belgíu í nótt.

Var að drepast en hugsaði ekki í eina sekúndu um að hún vildi ekki vera þarna
Mari Jaersk glímdi við liðþófameiðsli í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en náði engu að síður að klára fimmtíu hringi.

Belgarnir hlupu 110 hringi og slógu heimsmetið
Heimsmetið í bakgarðshlaupi féll í nótt þegar þrír Belgar kláruðu 110 hringi á heimsmeistaramóti landsliða.

Belgarnir enn að hlaupa og búnir með 106 hringi
Íslenska landsliðið varð í fjórtánda sæti á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Íslenska fólkið lauk keppni aðfaranótt þriðjudagsins en keppnin er samt enn í gangi.

HM í bakgarðshlaupi: Íslenska landsliðið með risa bætingu
Íslenska landsliðið í bakgarðshlaupum stórbætti árangur sinn milli heimsmeistaramóta en í ár hlupu fimmtán fulltrúar Íslands alls 595 hringi.

Þorleifur bakgarðshlaupari sofnaði á hlaupum í miðri braut
Þorleifur Þorleifsson sigraði Íslandshluta HM landsliða í bakgarðshlaupum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags á nýju Íslandsmeti. Alls hljóp Þorleifur rúma 415 kílómetra eða 62 hringi, lengst af vakandi en nokkra metra tók hann sofandi.

Sjúkraþjálfari hugsi yfir hættum í bakgarðshlaupi
Sjúkraþjálfari hefur áhyggjur af hættum sem fylgja þegar tekið er þátt í bakgarðshlaupi. Hún segir það sé ekki sjálfgefinn árangur fyrir hvern sem er að hlaupa yfir hundrað kílómetra.

Örmögnun og hamingja eftir þrekraun Elísu og Marlenu
Elísa Kristinsdóttir og Marlena Radziszewska voru uppgefnar en ánægðar eftir heimsmeistaramótið í bakgarðshlaupum.

Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“
Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu.

Styttist í að Íslandsmetið falli
Það stefnir í að Íslandsmetið í bakgarðshlaupum falli í kvöld ef allt gengur upp.

„Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta“
Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa.

Þorleifur vann og endurheimti Íslandsmetið
Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hófst í hádeginu á laugardag og lauk í nótt. Þorleifur Þorleifsson kom, sá og sigraði og sett nýtt Íslandsmet þegar hann kláraði 62 hringi, eða 415,4 kílómetraFylgst var með í Vaktinni hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.

„Þegar hann nálgast ákveðnar grensur þá er mér ekkert sama“
„Ég tók alla vega frí í vinnunni alla vikuna. Við hinkrum hérna þangað til að hann er kominn með nóg,“ segir Brynja Vala Bjarnadóttir, kona og aðstoðarkona Andra Guðmundssonar, eins af ofurhlaupurunum sem enn eru á ferðinni í Elliðaárdal, á HM í bakgarðshlaupum.

Sárþjáð Mari með tárin í augunum en neitar að gefast upp
Þrátt fyrir að vera búin að hlaupa í tvo sólarhringa og vera sárþjáð vegna meiðsla í hné neitar Mari Järsk að gefast upp á HM landsliða í Bakgarðshlaupi. Hún var með tárin í augunum þegar Garpur I. Elísabetarson ræddi við hana eftir að hún hafði hlaupið 48 hringi.

Rakel María endaði upp á spítala: „Ég á bara ótrúlega erfitt“
Rakel María Hjaltadóttir var sú fyrsta til að hætta keppni í íslenska hópnum á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum.

HM í bakgarðshlaupum: Mari hleypur með rifinn liðþófa | „Veit ekki hvað bíður mín“
Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í dag og Ísland sendir vaska sveit til leiks. Þeirra á meðal er stuðpinninn Mari Järsk sem lætur rifu í liðþófa ekki standa í vegi fyrir þátttöku sinni á mótinu.

Íslenska ofurfólkið sem keppir á HM í bakgarðshlaupi
Á laugardaginn fer heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum fram um víða veröld. Ísland sendir vaska sveit til leiks.

Ótrúleg bæting í Bakgarðshlaupinu: „Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi“
Þórdís Ólöf Jónsdóttir ætlaði sér að hlaupa þangað til hún gæti ekki meira í Bakgarðshlaupinu sem fór fram um nýliðna helgi. Það varð til þess að hún stórbætti sinn besta árangur í hlaupinu.

Fær sér ís í heita pottinum eftir tæplega 250 kílómetra hlaup
Þórdís Ólöf Jónsdóttir hafnaði í öðru sæti í Bakgarðshlaupinu sem fram fór í Heiðmörk um helgina.

Marlena vann Bakgarðshlaupið: „Ég hljóp bara“
Marlena Radziszewska fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu sem haldið var í Heiðmörk um helgina. Marlena stóð ein eftir þegar hún hafði hlaupið 38 hringi, eða 254,6 kílómetra.

„Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt“
Ragnhildur Sóphusdóttir fór 100,5 kílómetra í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk í gær og ekki nóg með það heldur glímdi hún við blöðrubólgu síðustu 80 kílómetrana.