Belgarnir enn að hlaupa og búnir með 106 hringi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2024 22:03 Merijn Geerts og félagar nálgast það að vera að í fimm sólarhringa. @merijn.geerts.ultraloper Íslenska landsliðið varð í fjórtánda sæti á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Íslenska fólkið lauk keppni aðfaranótt þriðjudagsins en keppnin er samt enn í gangi. Þorleifur Þorleifsson tryggði sér besta árangur Íslendinga þegar hann stóð einn eftir þegar 62 hringir voru að baki. Það var nýtt Íslandsmet. Það voru aftur á móti margir úti í heimi sem fóru mun lengra. Nú einum og hálfum sólarhring síðar eru Belgarnir nefnilega enn að hlaupa. Þeir náðu því í dag að klára hundrað hringi. Það ótrúlega við það að það voru fjórir úr belgíska liðinu sem kláruðu hundrað hringi en enginn önnur þjóð átti keppenda sem fór meira en 96 hringi. Hundrað hringir þýða að þeir eru búnir að vera að hlaupa í hundrað klukkutíma eða í fjóra sólarhringa og fjóra klukkutíma. Keppnin fór af stað á hádegi á laugardaginn. Belgarnir sem kláruðu hundrað hringi eru Merijn Geerts, Kenneth Vanthuyne, Frank Gielen og Ivo Steyaert. Vanthuyne hætti eftir hundrað hringi en hinir þrír hafa klárað 106 hringi og eru enn að. Það má fylgjast með stöðunni hér. Belgar eru búnir að tryggja sér sigurinn, Ástralar urðu í öðru sæti og Bandaríkjamenn enduðu í þriðja sæti. Heimsmetið eru 108 hringir og það á Bandaríkjamaðurinn Harvey Lewis frá því í heimsmeistaramótinu árið 2023. Lewis kláraði 76 hringi að þessu sinni en þrír bandarískir hlauparar fóru lengra í ár. Það er ekki að sjá annað en Belgarnir ætli sér að setja nýtt heimsmet í nótt. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir HM í bakgarðshlaupi: Íslenska landsliðið með risa bætingu Íslenska landsliðið í bakgarðshlaupum stórbætti árangur sinn milli heimsmeistaramóta en í ár hlupu fimmtán fulltrúar Íslands alls 595 hringi. 23. október 2024 13:31 Þorleifur bakgarðshlaupari sofnaði á hlaupum í miðri braut Þorleifur Þorleifsson sigraði Íslandshluta HM landsliða í bakgarðshlaupum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags á nýju Íslandsmeti. Alls hljóp Þorleifur rúma 415 kílómetra eða 62 hringi, lengst af vakandi en nokkra metra tók hann sofandi. 23. október 2024 10:02 Sjúkraþjálfari hugsi yfir hættum í bakgarðshlaupi Sjúkraþjálfari hefur áhyggjur af hættum sem fylgja þegar tekið er þátt í bakgarðshlaupi. Hún segir það sé ekki sjálfgefinn árangur fyrir hvern sem er að hlaupa yfir hundrað kílómetra. 22. október 2024 11:50 Örmögnun og hamingja eftir þrekraun Elísu og Marlenu Elísa Kristinsdóttir og Marlena Radziszewska voru uppgefnar en ánægðar eftir heimsmeistaramótið í bakgarðshlaupum. 22. október 2024 08:31 Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. 22. október 2024 07:31 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Þorleifur Þorleifsson tryggði sér besta árangur Íslendinga þegar hann stóð einn eftir þegar 62 hringir voru að baki. Það var nýtt Íslandsmet. Það voru aftur á móti margir úti í heimi sem fóru mun lengra. Nú einum og hálfum sólarhring síðar eru Belgarnir nefnilega enn að hlaupa. Þeir náðu því í dag að klára hundrað hringi. Það ótrúlega við það að það voru fjórir úr belgíska liðinu sem kláruðu hundrað hringi en enginn önnur þjóð átti keppenda sem fór meira en 96 hringi. Hundrað hringir þýða að þeir eru búnir að vera að hlaupa í hundrað klukkutíma eða í fjóra sólarhringa og fjóra klukkutíma. Keppnin fór af stað á hádegi á laugardaginn. Belgarnir sem kláruðu hundrað hringi eru Merijn Geerts, Kenneth Vanthuyne, Frank Gielen og Ivo Steyaert. Vanthuyne hætti eftir hundrað hringi en hinir þrír hafa klárað 106 hringi og eru enn að. Það má fylgjast með stöðunni hér. Belgar eru búnir að tryggja sér sigurinn, Ástralar urðu í öðru sæti og Bandaríkjamenn enduðu í þriðja sæti. Heimsmetið eru 108 hringir og það á Bandaríkjamaðurinn Harvey Lewis frá því í heimsmeistaramótinu árið 2023. Lewis kláraði 76 hringi að þessu sinni en þrír bandarískir hlauparar fóru lengra í ár. Það er ekki að sjá annað en Belgarnir ætli sér að setja nýtt heimsmet í nótt.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir HM í bakgarðshlaupi: Íslenska landsliðið með risa bætingu Íslenska landsliðið í bakgarðshlaupum stórbætti árangur sinn milli heimsmeistaramóta en í ár hlupu fimmtán fulltrúar Íslands alls 595 hringi. 23. október 2024 13:31 Þorleifur bakgarðshlaupari sofnaði á hlaupum í miðri braut Þorleifur Þorleifsson sigraði Íslandshluta HM landsliða í bakgarðshlaupum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags á nýju Íslandsmeti. Alls hljóp Þorleifur rúma 415 kílómetra eða 62 hringi, lengst af vakandi en nokkra metra tók hann sofandi. 23. október 2024 10:02 Sjúkraþjálfari hugsi yfir hættum í bakgarðshlaupi Sjúkraþjálfari hefur áhyggjur af hættum sem fylgja þegar tekið er þátt í bakgarðshlaupi. Hún segir það sé ekki sjálfgefinn árangur fyrir hvern sem er að hlaupa yfir hundrað kílómetra. 22. október 2024 11:50 Örmögnun og hamingja eftir þrekraun Elísu og Marlenu Elísa Kristinsdóttir og Marlena Radziszewska voru uppgefnar en ánægðar eftir heimsmeistaramótið í bakgarðshlaupum. 22. október 2024 08:31 Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. 22. október 2024 07:31 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
HM í bakgarðshlaupi: Íslenska landsliðið með risa bætingu Íslenska landsliðið í bakgarðshlaupum stórbætti árangur sinn milli heimsmeistaramóta en í ár hlupu fimmtán fulltrúar Íslands alls 595 hringi. 23. október 2024 13:31
Þorleifur bakgarðshlaupari sofnaði á hlaupum í miðri braut Þorleifur Þorleifsson sigraði Íslandshluta HM landsliða í bakgarðshlaupum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags á nýju Íslandsmeti. Alls hljóp Þorleifur rúma 415 kílómetra eða 62 hringi, lengst af vakandi en nokkra metra tók hann sofandi. 23. október 2024 10:02
Sjúkraþjálfari hugsi yfir hættum í bakgarðshlaupi Sjúkraþjálfari hefur áhyggjur af hættum sem fylgja þegar tekið er þátt í bakgarðshlaupi. Hún segir það sé ekki sjálfgefinn árangur fyrir hvern sem er að hlaupa yfir hundrað kílómetra. 22. október 2024 11:50
Örmögnun og hamingja eftir þrekraun Elísu og Marlenu Elísa Kristinsdóttir og Marlena Radziszewska voru uppgefnar en ánægðar eftir heimsmeistaramótið í bakgarðshlaupum. 22. október 2024 08:31
Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. 22. október 2024 07:31