Þorleifur Þorleifsson tryggði sér besta árangur Íslendinga þegar hann stóð einn eftir þegar 62 hringir voru að baki. Það var nýtt Íslandsmet. Það voru aftur á móti margir úti í heimi sem fóru mun lengra.
Nú einum og hálfum sólarhring síðar eru Belgarnir nefnilega enn að hlaupa. Þeir náðu því í dag að klára hundrað hringi.
Það ótrúlega við það að það voru fjórir úr belgíska liðinu sem kláruðu hundrað hringi en enginn önnur þjóð átti keppenda sem fór meira en 96 hringi.
Hundrað hringir þýða að þeir eru búnir að vera að hlaupa í hundrað klukkutíma eða í fjóra sólarhringa og fjóra klukkutíma. Keppnin fór af stað á hádegi á laugardaginn.
Belgarnir sem kláruðu hundrað hringi eru Merijn Geerts, Kenneth Vanthuyne, Frank Gielen og Ivo Steyaert.
Vanthuyne hætti eftir hundrað hringi en hinir þrír hafa klárað 106 hringi og eru enn að. Það má fylgjast með stöðunni hér.
Belgar eru búnir að tryggja sér sigurinn, Ástralar urðu í öðru sæti og Bandaríkjamenn enduðu í þriðja sæti.
Heimsmetið eru 108 hringir og það á Bandaríkjamaðurinn Harvey Lewis frá því í heimsmeistaramótinu árið 2023. Lewis kláraði 76 hringi að þessu sinni en þrír bandarískir hlauparar fóru lengra í ár.
Það er ekki að sjá annað en Belgarnir ætli sér að setja nýtt heimsmet í nótt.