Sport

Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mari Järsk bar sig vel eftir hlaupið.
Mari Järsk bar sig vel eftir hlaupið. vísir/viktor freyr

Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp.

Mari hætti í miðri braut eftir að hafa hlaupið 42 hringi. Þar með var ljóst að Kristinn Gunnar Kristinsson hefði unnið Bakgarðshlaupið.

„Ég get ekki farið áfram. Ég get ekki farið í tíu tíma í viðbót. Ég nenni ekki að níðast á mér. Það er ekki þess virði. Kristinn á bara skilið að taka þetta. Ég er búinn að vera á klósettinu síðustu tíu tímana. Allt sem fer upp fer niður og svo ældi ég átta sinnum á brautinni,“ sagði Mari í viðtali við Vísi eftir að hún lauk keppni.

„Sem er allt í lagi en ég er bara tóm og lappirnar eru alls ekki búnar að vinna fyrir þessu.“

Mari segir að hún hefði eflaust getað pínt sig eitthvað áfram en það hefði ekki verið góð hugmynd.

„Ég haldið áfram en ég get ekki keppt við hann núna,“ sagði Mari og vísaði til Kristins. „Hann er í geggjuðu standi og frábær gaur. Hann á svo mikið skilið að vinna þetta.“

Mari var ansi lúin eftir hlaupið.

„Þetta var erfiður dagur. Annað hvort á ég ömurlegan dag eða frábæran dag og ég átti bara ömurlegan dag. Og það er allt í lagi. Ég náði að fara tvö hundruð kílómetra eða eitthvað á ömurlegum degi og ég er nokkuð sátt,“ sagði Mari.

Viðtalið við Mari má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×