Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 08:02 Harvey Lewis þurfti að eyða nóttinni og gott betur á sjúkrahúsinu. @harveylewisultrarunner Ofurhlauparinn Harvey Lewis var í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn í bakgarðshlaupum í síðustu viku og var einn af þeim þremur sem héldu lengst út. Nú hefur komið í ljós að hann var ekki bara að keppa við þreytuna og þungar fætur eftir rúma fjóra sólarhringahlaup. Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út í 112. hring og var því úr leik. Hann kláraði engu að síður 744 kílómetra í keppninni sem er magnaður árangur. Lewis endaði hinsvegar inn á sjúkrahúsi. Hann sagði söguna af því á samfélagsmiðlum sínum. Í ljós kom að hann hafði risbreinsbrotnað á tveimur stöðum við fall í brautinni. Harvey Lewis varð í þriðja sætinu á HM í bakgarðshlaupum en nú loksins á heimaleið eftir að hafa eytt tíma á sjúkrahúsi.@harveylewisultrarunner „Ég man eftir fallinu en ég hélt síðan áfram að hlaupa í tólf klukkutíma í viðbót. Ég hef dottið áður og líka af hjólinu mínu fyrir um áratug síðan. Ég hélt að það væru marin rifbein eins og þá en ég fylgdi því ekki eftir á sínum tíma. Venjulega er ekki mikið sem maður getur gert við brotin eða marin rifbein,“ skrifaði Harvey Lewis á Instagram-síðu sína. Fór á bráðamóttökuna Hann ákvað að láta skoða sig betur að þessu sinni. „Ég fór á sjúkrahúsið á föstudagskvöldið þegar ég kom heim því mér fannst það góð hugmynd að fá að sjá myndirnar. Röntgenmyndin sýndi að ég hafði brotið nokkur rifbein en líka að ég var með smá vökva í lungunum svo þeir lögðu til að ég væri lagður inn á bráðamóttökuna,“ skrifaði Lewis. „Eftir tvær sneiðmyndir, þótt ég hefði aðeins haft smá blæðingu, gátu þeir ekki staðfest að hún hefði hætt svo þeir vildu fylgjast með mér og ég var lagður inn á sjúkrahús til að fylgjast einnig með mér,“ skrifaði Lewis. Mesta matarlystin á ævinni „Ég mátti ekki borða í um sólarhring af því að þeir vildu halda möguleikannum opnum á aðgerð ef þörf væri á til að stöðva innvortis blæðingar. Loksins fékk ég samt leyfi til að borða. Ég hafði eina mestu matarlyst sem ég hef haft á ævinni og borðaði tvær máltíðir,“ skrifaði Lewis. Sjúkrahúslegan sá aftur á móti til þess að hann náði ekki að hlaupa þann daginn. Hann var búinn að hlaupa alla daga frá 14. júlí 2022. „Ég hef ekki verið sjúklingur á sjúkrahúsi síðan ég braut hálsinn á mér árið 2004,“ skrifaði Lewis. Hann segist ætla að nýta þennan tíma til að endurstilla skrokkinn, ná sér góðum og byrja síðan að byggja sig upp aftur. View this post on Instagram A post shared by Harvey Lewis (@harveylewisultrarunner) Bakgarðshlaup Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út í 112. hring og var því úr leik. Hann kláraði engu að síður 744 kílómetra í keppninni sem er magnaður árangur. Lewis endaði hinsvegar inn á sjúkrahúsi. Hann sagði söguna af því á samfélagsmiðlum sínum. Í ljós kom að hann hafði risbreinsbrotnað á tveimur stöðum við fall í brautinni. Harvey Lewis varð í þriðja sætinu á HM í bakgarðshlaupum en nú loksins á heimaleið eftir að hafa eytt tíma á sjúkrahúsi.@harveylewisultrarunner „Ég man eftir fallinu en ég hélt síðan áfram að hlaupa í tólf klukkutíma í viðbót. Ég hef dottið áður og líka af hjólinu mínu fyrir um áratug síðan. Ég hélt að það væru marin rifbein eins og þá en ég fylgdi því ekki eftir á sínum tíma. Venjulega er ekki mikið sem maður getur gert við brotin eða marin rifbein,“ skrifaði Harvey Lewis á Instagram-síðu sína. Fór á bráðamóttökuna Hann ákvað að láta skoða sig betur að þessu sinni. „Ég fór á sjúkrahúsið á föstudagskvöldið þegar ég kom heim því mér fannst það góð hugmynd að fá að sjá myndirnar. Röntgenmyndin sýndi að ég hafði brotið nokkur rifbein en líka að ég var með smá vökva í lungunum svo þeir lögðu til að ég væri lagður inn á bráðamóttökuna,“ skrifaði Lewis. „Eftir tvær sneiðmyndir, þótt ég hefði aðeins haft smá blæðingu, gátu þeir ekki staðfest að hún hefði hætt svo þeir vildu fylgjast með mér og ég var lagður inn á sjúkrahús til að fylgjast einnig með mér,“ skrifaði Lewis. Mesta matarlystin á ævinni „Ég mátti ekki borða í um sólarhring af því að þeir vildu halda möguleikannum opnum á aðgerð ef þörf væri á til að stöðva innvortis blæðingar. Loksins fékk ég samt leyfi til að borða. Ég hafði eina mestu matarlyst sem ég hef haft á ævinni og borðaði tvær máltíðir,“ skrifaði Lewis. Sjúkrahúslegan sá aftur á móti til þess að hann náði ekki að hlaupa þann daginn. Hann var búinn að hlaupa alla daga frá 14. júlí 2022. „Ég hef ekki verið sjúklingur á sjúkrahúsi síðan ég braut hálsinn á mér árið 2004,“ skrifaði Lewis. Hann segist ætla að nýta þennan tíma til að endurstilla skrokkinn, ná sér góðum og byrja síðan að byggja sig upp aftur. View this post on Instagram A post shared by Harvey Lewis (@harveylewisultrarunner)
Bakgarðshlaup Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira