Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 08:02 Harvey Lewis þurfti að eyða nóttinni og gott betur á sjúkrahúsinu. @harveylewisultrarunner Ofurhlauparinn Harvey Lewis var í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn í bakgarðshlaupum í síðustu viku og var einn af þeim þremur sem héldu lengst út. Nú hefur komið í ljós að hann var ekki bara að keppa við þreytuna og þungar fætur eftir rúma fjóra sólarhringahlaup. Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út í 112. hring og var því úr leik. Hann kláraði engu að síður 744 kílómetra í keppninni sem er magnaður árangur. Lewis endaði hinsvegar inn á sjúkrahúsi. Hann sagði söguna af því á samfélagsmiðlum sínum. Í ljós kom að hann hafði risbreinsbrotnað á tveimur stöðum við fall í brautinni. Harvey Lewis varð í þriðja sætinu á HM í bakgarðshlaupum en nú loksins á heimaleið eftir að hafa eytt tíma á sjúkrahúsi.@harveylewisultrarunner „Ég man eftir fallinu en ég hélt síðan áfram að hlaupa í tólf klukkutíma í viðbót. Ég hef dottið áður og líka af hjólinu mínu fyrir um áratug síðan. Ég hélt að það væru marin rifbein eins og þá en ég fylgdi því ekki eftir á sínum tíma. Venjulega er ekki mikið sem maður getur gert við brotin eða marin rifbein,“ skrifaði Harvey Lewis á Instagram-síðu sína. Fór á bráðamóttökuna Hann ákvað að láta skoða sig betur að þessu sinni. „Ég fór á sjúkrahúsið á föstudagskvöldið þegar ég kom heim því mér fannst það góð hugmynd að fá að sjá myndirnar. Röntgenmyndin sýndi að ég hafði brotið nokkur rifbein en líka að ég var með smá vökva í lungunum svo þeir lögðu til að ég væri lagður inn á bráðamóttökuna,“ skrifaði Lewis. „Eftir tvær sneiðmyndir, þótt ég hefði aðeins haft smá blæðingu, gátu þeir ekki staðfest að hún hefði hætt svo þeir vildu fylgjast með mér og ég var lagður inn á sjúkrahús til að fylgjast einnig með mér,“ skrifaði Lewis. Mesta matarlystin á ævinni „Ég mátti ekki borða í um sólarhring af því að þeir vildu halda möguleikannum opnum á aðgerð ef þörf væri á til að stöðva innvortis blæðingar. Loksins fékk ég samt leyfi til að borða. Ég hafði eina mestu matarlyst sem ég hef haft á ævinni og borðaði tvær máltíðir,“ skrifaði Lewis. Sjúkrahúslegan sá aftur á móti til þess að hann náði ekki að hlaupa þann daginn. Hann var búinn að hlaupa alla daga frá 14. júlí 2022. „Ég hef ekki verið sjúklingur á sjúkrahúsi síðan ég braut hálsinn á mér árið 2004,“ skrifaði Lewis. Hann segist ætla að nýta þennan tíma til að endurstilla skrokkinn, ná sér góðum og byrja síðan að byggja sig upp aftur. View this post on Instagram A post shared by Harvey Lewis (@harveylewisultrarunner) Bakgarðshlaup Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Sjá meira
Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út í 112. hring og var því úr leik. Hann kláraði engu að síður 744 kílómetra í keppninni sem er magnaður árangur. Lewis endaði hinsvegar inn á sjúkrahúsi. Hann sagði söguna af því á samfélagsmiðlum sínum. Í ljós kom að hann hafði risbreinsbrotnað á tveimur stöðum við fall í brautinni. Harvey Lewis varð í þriðja sætinu á HM í bakgarðshlaupum en nú loksins á heimaleið eftir að hafa eytt tíma á sjúkrahúsi.@harveylewisultrarunner „Ég man eftir fallinu en ég hélt síðan áfram að hlaupa í tólf klukkutíma í viðbót. Ég hef dottið áður og líka af hjólinu mínu fyrir um áratug síðan. Ég hélt að það væru marin rifbein eins og þá en ég fylgdi því ekki eftir á sínum tíma. Venjulega er ekki mikið sem maður getur gert við brotin eða marin rifbein,“ skrifaði Harvey Lewis á Instagram-síðu sína. Fór á bráðamóttökuna Hann ákvað að láta skoða sig betur að þessu sinni. „Ég fór á sjúkrahúsið á föstudagskvöldið þegar ég kom heim því mér fannst það góð hugmynd að fá að sjá myndirnar. Röntgenmyndin sýndi að ég hafði brotið nokkur rifbein en líka að ég var með smá vökva í lungunum svo þeir lögðu til að ég væri lagður inn á bráðamóttökuna,“ skrifaði Lewis. „Eftir tvær sneiðmyndir, þótt ég hefði aðeins haft smá blæðingu, gátu þeir ekki staðfest að hún hefði hætt svo þeir vildu fylgjast með mér og ég var lagður inn á sjúkrahús til að fylgjast einnig með mér,“ skrifaði Lewis. Mesta matarlystin á ævinni „Ég mátti ekki borða í um sólarhring af því að þeir vildu halda möguleikannum opnum á aðgerð ef þörf væri á til að stöðva innvortis blæðingar. Loksins fékk ég samt leyfi til að borða. Ég hafði eina mestu matarlyst sem ég hef haft á ævinni og borðaði tvær máltíðir,“ skrifaði Lewis. Sjúkrahúslegan sá aftur á móti til þess að hann náði ekki að hlaupa þann daginn. Hann var búinn að hlaupa alla daga frá 14. júlí 2022. „Ég hef ekki verið sjúklingur á sjúkrahúsi síðan ég braut hálsinn á mér árið 2004,“ skrifaði Lewis. Hann segist ætla að nýta þennan tíma til að endurstilla skrokkinn, ná sér góðum og byrja síðan að byggja sig upp aftur. View this post on Instagram A post shared by Harvey Lewis (@harveylewisultrarunner)
Bakgarðshlaup Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Sjá meira