„Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 07:03 Guðjón Ingi Sigurðsson fékk góðan stuðning frá fjölskyldunni í Heiðmörk. SPORTMYNDIR/GUMMI STÓRI „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og voru þau Guðjón og Þórdís Ólöf Jónsdóttir ein eftir í gærkvöld. Þau hlupu áfram til klukkan þrjú í nótt en þá hætti Þórdís á meðan að Guðjón kláraði einn síðasta hringinn, gjörsamlega að grillast eins og hann orðaði það sjálfur strax eftir hlaup: „Bæði að vera einn og ætla eitthvað að keyra á þetta líka. Fæturnir segja bara stopp við ákveðnum hraða. En þetta var frábær keppni. Þórdís gerði þessa keppni. Það fer enginn lengra en sá sem fer næstlengst. Þetta var bara ákvörðun hjá henni, hún var ekkert búin. Hún bara náði sínu „personal best“ og var södd,“ sagði Guðjón við Garp Elísabetarson í endamarkinu. Viðtalið má sjá hér að neðan. Garpur benti á að Guðjón hefði verið veikur í aðdraganda hlaupsins og að það hefði verið tvísýnt hvort hann yrði yfirhöfuð með. Guðjón samsinnti því: „Ég ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring, en þá þurfti ég virkilega að skoða hvort ég vildi halda áfram,“ sagði Guðjón og vildi ekki fara neitt nánar út í það. Þegar leið á keppnina fór hann hins vegar að finna að hann gæti vel unnið og svo merkilega vill til að sigurinn vannst á afmælisdegi bróður Guðjóns, sem er látinn: „Þegar það voru sex eftir fór mér að líða rosalega vel. Varð allur mjúkur og öndunin orðin góð. Mig langaði að hlaupa fram yfir miðnætti í dag, á afmælisdegi bróður míns heitins. Það tókst, og þarna er nafni hans,“ sagði Guðjón kátur og fékk þá son sinn í fangið til sín en fjölskylda hans var honum til halds og trausts enda bráðnauðsynlegt að hafa gott teymi á bakvið sig í svona keppni: „Ómetanlegur stuðningur. Almar vinur minn var líka með mér hérna í fyrrinótt, ekki bara náinn vinur minn heldur besti vinur Kidda bróður líka,“ sagði Guðjón en viðtalið má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og voru þau Guðjón og Þórdís Ólöf Jónsdóttir ein eftir í gærkvöld. Þau hlupu áfram til klukkan þrjú í nótt en þá hætti Þórdís á meðan að Guðjón kláraði einn síðasta hringinn, gjörsamlega að grillast eins og hann orðaði það sjálfur strax eftir hlaup: „Bæði að vera einn og ætla eitthvað að keyra á þetta líka. Fæturnir segja bara stopp við ákveðnum hraða. En þetta var frábær keppni. Þórdís gerði þessa keppni. Það fer enginn lengra en sá sem fer næstlengst. Þetta var bara ákvörðun hjá henni, hún var ekkert búin. Hún bara náði sínu „personal best“ og var södd,“ sagði Guðjón við Garp Elísabetarson í endamarkinu. Viðtalið má sjá hér að neðan. Garpur benti á að Guðjón hefði verið veikur í aðdraganda hlaupsins og að það hefði verið tvísýnt hvort hann yrði yfirhöfuð með. Guðjón samsinnti því: „Ég ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring, en þá þurfti ég virkilega að skoða hvort ég vildi halda áfram,“ sagði Guðjón og vildi ekki fara neitt nánar út í það. Þegar leið á keppnina fór hann hins vegar að finna að hann gæti vel unnið og svo merkilega vill til að sigurinn vannst á afmælisdegi bróður Guðjóns, sem er látinn: „Þegar það voru sex eftir fór mér að líða rosalega vel. Varð allur mjúkur og öndunin orðin góð. Mig langaði að hlaupa fram yfir miðnætti í dag, á afmælisdegi bróður míns heitins. Það tókst, og þarna er nafni hans,“ sagði Guðjón kátur og fékk þá son sinn í fangið til sín en fjölskylda hans var honum til halds og trausts enda bráðnauðsynlegt að hafa gott teymi á bakvið sig í svona keppni: „Ómetanlegur stuðningur. Almar vinur minn var líka með mér hérna í fyrrinótt, ekki bara náinn vinur minn heldur besti vinur Kidda bróður líka,“ sagði Guðjón en viðtalið má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira