Skoðun

Fréttamynd

Gegn fullu gjaldi

Þegar á reynir, er rökrétt fyrir handhafa forréttinda að nota arðinn af þeim í að verja þau. Því sýnir gríðarlegt umfang baráttunnar um gjafakvótann, hversu verðmæt þau forréttindi eru.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til landbúnaðarráðherra

Hæstvirti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason. Á undanförnum mánuðum hefur borið á mikilli fjölmiðlaumfjöllun um velferð eldisdýra. Þar hafa m.a. samtök um dýravelferð látið til sín taka og bent á að núgildandi reglugerðarákvæði heimili framleiðendum dýraafurða að halda eldisdýr við aðstæður sem eru ekki í samræmi við gildandi lög um dýravernd. Í lögunum er m.a. kveðið á um að dýrum skuli séð fyrir viðunandi vistarverum og þeim tryggt eðlilegt frelsi til hreyfingar samkvæmt viðurkenndri reynslu og þekkingu. Þessi skýru lagafyrirmæli er m.a. að finna í 3. gr. dýraverndarlaga nr. 15/1994. Upplýst hefur verið að þessu er ekki fylgt eftir í tilteknum greinum búfjárhalds, einkum þó í eggjaframleiðslu, alisvínarækt, loðskinnaframleiðslu (minka) og eggjaframleiðslu þar sem stuðst er við reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur

Komdu sæl Jóhanna. Erindi mitt við þig er kjör lögreglumanna, þ.e.a.s. í hvaða sporum þeir eru gagnvart viðsemjanda sínum sem og eftirlaunamál. Mig langar til að biðja þig að setja á þig þau gleraugu sem þú notaðir þegar þú sjálf varst í kjarabaráttu fyrir hópi fólks. Ég heiti Gunnar S. I. Sigurðsson, er lögreglumaður og búinn að vera það síðastliðin 37-38 ár og er sem sagt enn að. Þegar ég hóf störf voru föst laun bara brandari (ekki ósvipað og þau eru í dag) og allt miðað við að ná upp kjörunum með yfirtíð, sem ekki er unnt í dag. Verkfallsrétt höfðum við en létum síðan illu heilli af hendi, á móti átti að sjá til þess að launakjör lögreglumanna yrðu alltaf sambærileg ákveðnum viðmiðunarstéttum. Hástemmdar yfirlýsingar voru gefnar til að selja okkur þessa niðurstöðu. Margir okkar voru mjög ósáttir við þessa leið, töldu að lögreglumenn ættu eins og aðrir að berjast og semja fyrir sínum kjörum og hafa til þess löggilt verkfæri sem verkfallsrétturinn er. Annað væri niðurlægjandi fyrir stéttina.

Skoðun
Fréttamynd

Styðjum kennara við að breyta

Þeir sem skilja að skipulag skólakerfis ekki síður en námsefni ákvarðar hvaða lexíur nemendur læra, þeir sjá að skipulag prússneskra almúgaskóla sem var hannað upp úr átján hundruð til að móta einstaklinga svo þeir tækju skilyrðislaust við skipunum er ekki heppilegt til að hjálpa börnum að þroskast á heilbrigðan hátt. Langflestir kennarar eru allir af vilja gerðir. Þeir berjast í bökkum við að hjálpa börnunum okkar innan skólakerfis að prússneskri forskrift sem var hönnuð til að bæla forvitni, frumkvæði og sjálfstæði nemenda.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar á hólminn var komið

Helgina 4.-5. október 2008 stóðu Geir Haarde og samstarfsfólk hans í ríkisstjórn frammi fyrir einhverjum veigamestu ákvörðunum sem íslenskir stjórnmálamenn hafa staðið frammi fyrir frá stofnun lýðveldis á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarar á strandveiðar og sjómenn í kennslu?

Þú ert kannski kennari yfir vetrartímann og þig langar að fara á strandveiðar á sumrin. Það er auðvitað þess virði að það sé hægt. Menn geta farið á grásleppu á vorin og strandveiðar yfir sumarið. Þetta er viðbót við atvinnuflóruna. Þetta er engin rómantík, það sjá allir í hendi sér.“ Þessi ummæli Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrr í sumar hafa setið í mér allt frá því ég heyrði þau fyrst. Snerist réttlætið í strandveiðunum þá eftir allt saman um þetta? Að færa opinberum starfsmönnum og öðrum launauppbót í sumarleyfinu á kostnað þeirra sem hafa lifibrauð sitt af störfum við sjávarútveg allan ársins hring?

Skoðun
Fréttamynd

LÍÚ hjólar í þjóðina

Ljóst má vera af nýjasta útspili LÍU að þeir ætla sér í hart við þjóðina og hafa ekki minnsta áhuga á að skapa sátt um fiskveiðar. Með lögfræðiálitinu, sem LÍÚ lagði fram, er efast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Nýjustu útspil LÍÚ sýna hversu brýnt er að innkalla fiskveiðiheimildirnar án frekari tafa.

Skoðun
Fréttamynd

Mannréttindi fyrir alla?

Það er þekkt staðreynd að þegar kreppir að skapast jarðvegur fyrir aukna fordóma og togstreitu í garð innflytjenda. Einnig kennir reynslan að veruleg hætta er á því að þeir hópar sem einhverra hluta vegna eru berskjaldaðir fari verr út úr efnahagskreppu en aðrir hópar í samfélaginu. Blikur eru á lofti um að þetta sé einmitt raunin í íslenskum veruleika. Það er staðreynd sem Íslendingar standa frammi fyrir í dag og mikilvægt er að bregðast við fljótt svo tryggja megi mannréttindi og virðingu allra sem samfélag okkar byggja.

Skoðun
Fréttamynd

Óreiða

Ég veit að margir halda að langvarandi fjármálaóreiða og stórfelldar skuldir valdi einungis nauðungaruppboði hjá fólki. Það hélt ég líka. Ég hef tekið þátt í umræðunni undanfarið og reynt að varpa ljósi á viðskipti mín við lánadrottna og kröfuhafa. Ég vonaði að með því að stíga fram gæti ég opnað augu einhverra fyrir því við hvað og hverja er að fást. Ég finn aftur á móti að ég hef uppskorið meira af vorkunsemi en skilningi hjá mörgum. Flestir sem eru komnir í skuldavanda velja að bera harm sinn í hljóði. Skömmin og hjálparleysið sem fólk fyllist brýtur það niður og tekur frá því þrótt og þor. Óttinn við vorkunsemi og niðurlægingu veldur því að það velur að þegja. Þetta er slæmt því það lýsir ákveðnu viðhorfi sem þarf að breyta. Talið er að 30-50 þúsund heimili í landinu séu í skuldavanda.

Skoðun
Fréttamynd

Hugleiðingar um grísku efnahagskreppuna, ESB og Evruna

Á síðustu tveimur árum hefur tiltrú alþjóðlegra fjármálamarkaða á gríska hagkerfinu fjarað hratt út, með þeim afleiðingum að viðskipti á grískum skuldabréfum hafa hrunið, sem síðan hefur leitt til þess að gríska ríkið hefur ekki getað endurfjármagnað lán sín. Skuldir gríska ríkisins telja nú um 160% af vergri þjóðarframleiðslu, samdráttur síðasta árs var um 4.5% (spáð 3.75% í ár) og atvinnuleysi mælist nú í kringum 16%. Á

Skoðun
Fréttamynd

Hver er þinnar gæfu smiður?

Málshátturinn „Hver er sinnar gæfu smiður“ er barn síns tíma. Hann nær of skammt miðað við núverandi þekkingu á helstu ákvörðunarþáttum heilbrigðis.

Skoðun
Fréttamynd

Nýsköpunarstjórn

Það hriktir í stoðum þeirrar ríkisstjórnar sem ég hef beðið hvað lengst eftir að sjá á Íslandi.Hví skyldi svo vera?

Skoðun
Fréttamynd

Um siðferði og bankahrun I

Siðferði er yfirleitt ekki í fyrsta sæti þegar leitað er að helstu orsökum fjármálakreppunnar. Ég tel hins vegar að siðferði skipti miklu máli í þessu sambandi

Skoðun
Fréttamynd

Gleðiefnið hækkun framfærslu í Reykjavík

Það er kannski til merkis um að við séum að gera eitthvað rétt þegar enginn er ánægður, Sjálfstæðismönnum þykir vitleysa að hækka framfærsluna en kjósa samt ekki gegn henni eins og sannfæring þeirra virðist vera fyrir, það þykir mér undarlegt, hjásetan býður svo sem upp á

Skoðun
Fréttamynd

Heimssögulegur fundur í Lissabon

Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland.

Skoðun
Fréttamynd

Vakin af værum svefni vanans

Nú eru hópar í samfélaginu sem vilja draga úr samstarfi trúfélaga og skóla og ég tel ýmislegt sem hægt er að ræða í þeim hugmyndum. Það getur verið erfitt að vera barnið sem fær ekki að taka þátt þegar skólinn fer í heimsókn í kirkjuna eða þegar presturinn eða djákninn kemur í heimsókn í leikskólann.

Skoðun
Fréttamynd

Pólitísk málaferli

Níu manneskjur eru ákærðar fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir að hafa ráðist „á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess [væri] hætta búin“. Af fréttaflutningi, lögregluskýrslum og málatilbúnaði saksóknara er ljóst að sakborningar beittu enga ofbeldi; þeir gengu inn í þinghúsið, og einn hrópaði af þingpöllum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er stjórnmálamenning?

Hvað er stjórnmálamenning? Menning í stjórnmálum er fyrsta svarið og myndu margir segja það útúrsnúning. Þetta getur verið framkoma, hefðir, samstaða, ábyrgð, beiting hugmynda og hugtaka, uppeldi og ýmislegt annað. Okkur virðist skorta flest af þessu. Í stjórnmálum koma fram hagsmunir stjórnmálamanna og þeirra sem þeim hafa fengið atkvæði sitt.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfstæði þjóðkirkjunnar fer vaxandi

Sjálfstæði þjóðkirkjunnar hefur farið vaxandi síðasta hálfan annan áratug, sem sést á ýmsan hátt í starfi kirkjunnar og stjórnun hennar. Það er einna skýrast í stöðu kirkjuþings gagnvart stofnunum ríkisins. Stærsta skref í átt til aukins sjálfstæðis var án efa rammalöggjöf Alþingis um stöðu og starfshætti hennar árið 1998. Með þeim lögum minnkuðu afskipti Alþingis til muna og hefur það reynst farsælt fyrir ríki, kirkju og þjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Áfram Gillz

Ég minnist þess ekki að ég hafi hitt hinn glaðbeitta Gillzenegger. Hann verandi heimsfrægur hef ég þó auðvitað vitað af honum.

Skoðun
Fréttamynd

Alþjóðadagur um sykursýki

Miklar framfarir hafa verið í meðferð við sykursýki undanfarna áratugi og þeir sem greinast með sykursýki í dag hafa mun meiri líkur á að lifa góðu lífi en þeir sem greindust um miðja síðustu öld.

Skoðun
Fréttamynd

Góð ráð til að sundra samfélagi

1. Ráðumst á garðinn þar sem hann er lægstur. Leikskólinn er tilvalinn. Þar er smæsta fólkið, sem ver sig ekki hjálparlaust. Í góðum leikskóla er unnið að því að börn öðlist öryggi og sterka sjálfsmynd og lagður grunnur að gagnrýninni og skapandi hugsun. Markmiðið er að nemendur séu og verði gerendur í lýðræðissamfélagi. Þetta er auðvitað stórhættulegt.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfsvíg - hvað svo?

Vart er hægt að hugsa sér þyngra áfall í lífinu en þegar einhver sem maður elskar ákveður að stytta sér aldur. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru sjálfsvíg á Íslandi um 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Álitsgerð forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík

Þórður Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, ritaði grein í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins til að skýra nánar álitsgerð sína fyrir slitastjórn Glitnis banka hf. þess efnis að íslenskir dómstólar séu illa í stakk búnir til að leysa úr jafn flóknu og umfangsmiklu máli og stefnt var fyrir dóm í New York á hendur sjö íslenskum aðilum.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Ágæti ráðherra. Fyrirhugaður niðurskurður á grunnþjónustu á sjúkrahúsum á landsbyggðinni vekur upp áleitnar spurningar. Ljóst er að tillögurnar fela í sér kerfisbreytingu þar sem þungi niðurskurðarins lendir á stofnunum sem nú standa fyrir u.þ.b. 10% af útgjöldum til heilbrigðismála.

Skoðun
Fréttamynd

Engin transfita

Um daginn birtist heilsíðuauglýsing í blaði þar sem ákveðin tegund örbylgjupopps var auglýst undir orðunum „Engin transfita“. Auglýsingin gladdi mig mjög því hún sýnir að markaðurinn bregst við umræðunni um óhollustu transfitusýra í matvælum. Nýlega birtist einnig þessi áskorun:

Skoðun
Fréttamynd

Fylgjum eftir stefnu Vísinda- og tækniráðs!

Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um háskólarannsóknir og samkeppnissjóði á síðum Fréttablaðsins. Í framhaldi af þeirri umræðu er rétt að vekja athygli á stefnu stjórnvalda í vísinda- og nýsköpunarmálum sem birtist í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2010-12. Hún var mótuð í víðtæku samráði og samþykkt í lok síðasta árs.

Skoðun