Réttlæti fyrir alla Tryggvi Gíslason skrifar 29. október 2010 06:00 Ef sátt á að verða í samfélaginu eftir hrunið, þarf að leysa skuldavanda heimilanna strax. Heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins og standa undir rekstri þess. Allir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa vandann: Alþingi, ríkisstjórn, launþegasamtök, lífeyrissjóðir, samtök atvinnulífsins og fjármálastofnanir auk samtaka heimilanna, umboðsmanns skuldara og talsmanns neytenda. Kostnaður við almenna lækkun skulda heimilanna um 20% er talinn nema ríflega 200 milljörðum króna. Spurt er, hvort - og hvernig greiða skuli kostnaðinn. Nú síðast hefur Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagst sammála niðurfærslu ef benda megi á hvar finna skuli fé til þess að greiða kostnaðinn. Þessu skal ég svara þeim góða manni. Kostnaðinn skal greiða á þrjá vegu: með hluta af hagnaði nýju bankanna, með hagnaði lífeyrissjóðanna vegna hækkunar á vísitölu síðan í maí 2008 og með greiðslum úr ríkissjóði. Rökin eru þessi: Nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna á þriðjungsverði, en innheimta skuldirnar að fullu. Þeir eiga að gefa eftir hluta af þessum hagnaði sínum til heimilanna. Talið er að lífeyrissjóðirnir verði af 30 til 50 milljörðum við almenna lækkun á húsnæðisskuldum heimilanna og muni sligast undan. Auk þess fái lífeyrisþegar stórlækkaðan lífeyri í framtíðinni. Ekki er á það minnst að sjóðirnir högnuðust á annað hundrað milljarða á því að vísitalan var ekki fryst vorið 2008 og verðbólgan í kjölfarið færði þeim stórfelldan hagnað - meðan heimilunum blæddi. Má ætla að framlag lífeyrissjóðanna til lækkunar skulda sé innan við fjórðungur af því. Bent skal á að 50 milljarðar eru innan við þrjú prósent af heildareignum lífeyrissjóða en eignirnar nema hátt á annað þúsund milljörðum. Í þriðja lagi er það ríkissjóður, sem leggja skal fram fé til þess að lækka skuldir heimilanna. Engar athugasemdir voru gerðar þegar þingmenn veittu fjármálaráðherra heimild með neyðarlögunum 2008 til að reiða fram fé úr ríkissjóði til þess að yfirtaka bankana svo að þeir gætu staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum. Enginn greinarmunur var gerður á þeim sem áttu þrjár milljónir króna og hinum sem áttu tugi eða hundruð milljarða króna í bönkunum. Ríkissjóður getur skattlagt þetta fé stóreignafólks til þess að mæta greiðslum til bjargar heimilunum, fé sem bjargað var að fullu með fé úr ríkissjóði. Að lokum: Réttlæti er fyrir alla - ekki aðeins þá sem hafa völd og áhrif og eiga milljarða í fasteignum og lausu fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ef sátt á að verða í samfélaginu eftir hrunið, þarf að leysa skuldavanda heimilanna strax. Heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins og standa undir rekstri þess. Allir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa vandann: Alþingi, ríkisstjórn, launþegasamtök, lífeyrissjóðir, samtök atvinnulífsins og fjármálastofnanir auk samtaka heimilanna, umboðsmanns skuldara og talsmanns neytenda. Kostnaður við almenna lækkun skulda heimilanna um 20% er talinn nema ríflega 200 milljörðum króna. Spurt er, hvort - og hvernig greiða skuli kostnaðinn. Nú síðast hefur Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagst sammála niðurfærslu ef benda megi á hvar finna skuli fé til þess að greiða kostnaðinn. Þessu skal ég svara þeim góða manni. Kostnaðinn skal greiða á þrjá vegu: með hluta af hagnaði nýju bankanna, með hagnaði lífeyrissjóðanna vegna hækkunar á vísitölu síðan í maí 2008 og með greiðslum úr ríkissjóði. Rökin eru þessi: Nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna á þriðjungsverði, en innheimta skuldirnar að fullu. Þeir eiga að gefa eftir hluta af þessum hagnaði sínum til heimilanna. Talið er að lífeyrissjóðirnir verði af 30 til 50 milljörðum við almenna lækkun á húsnæðisskuldum heimilanna og muni sligast undan. Auk þess fái lífeyrisþegar stórlækkaðan lífeyri í framtíðinni. Ekki er á það minnst að sjóðirnir högnuðust á annað hundrað milljarða á því að vísitalan var ekki fryst vorið 2008 og verðbólgan í kjölfarið færði þeim stórfelldan hagnað - meðan heimilunum blæddi. Má ætla að framlag lífeyrissjóðanna til lækkunar skulda sé innan við fjórðungur af því. Bent skal á að 50 milljarðar eru innan við þrjú prósent af heildareignum lífeyrissjóða en eignirnar nema hátt á annað þúsund milljörðum. Í þriðja lagi er það ríkissjóður, sem leggja skal fram fé til þess að lækka skuldir heimilanna. Engar athugasemdir voru gerðar þegar þingmenn veittu fjármálaráðherra heimild með neyðarlögunum 2008 til að reiða fram fé úr ríkissjóði til þess að yfirtaka bankana svo að þeir gætu staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum. Enginn greinarmunur var gerður á þeim sem áttu þrjár milljónir króna og hinum sem áttu tugi eða hundruð milljarða króna í bönkunum. Ríkissjóður getur skattlagt þetta fé stóreignafólks til þess að mæta greiðslum til bjargar heimilunum, fé sem bjargað var að fullu með fé úr ríkissjóði. Að lokum: Réttlæti er fyrir alla - ekki aðeins þá sem hafa völd og áhrif og eiga milljarða í fasteignum og lausu fé.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun