„Ó borg mín borg“, hvert ert þú að fara? 11. nóvember 2010 06:00 Tilefni þessara skrifa er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hækka raforkuverð til neytenda verulega. Í Morgunblaðinu 31. júlí sl. er grein með yfirskriftinni: „Greiða lítinn arð til eigenda. Orkufyrirtækin hafa ekki greitt mikinn arð til eigenda sinna síðustu árin. Fyrirtækin greiða tugi milljarða í vexti á hverju ári til erlendra banka. Aðeins Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt arð til eigenda." Tilvitnun lýkur. Við lestur greinarinnar vakna ýmsar spurningar. Eins og t.d. hver á Orkuveitu Reykjavíkur? Eru það ekki þeir sem borga reikningana frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem nú breiðir úr sér langt út fyrir borgarmörkin? Eru það ekki hinir raunverulegu eigendur sem eiga að fá greiddan arð? Hafa stjórn og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur einkarétt á arðgreiðslum, sbr. grein í Fréttablaðinu 3. ágúst sl.: „Meðallaun í OR 470 þúsund - 16% hækkun hefur orðið á launum starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu þremur árum."? Tilvitnun lýkur. Ég vísa einnig í grein í Fréttablaðinu 3. sept. sl. með yfirskriftinni: „Reiðarslag fyrir garðyrkjuna." Tilvitnun lýkur. En hvað með heimilin, aðra neytendur og fyrirtæki? Ég er ekki sátt og fór því á stúfana til að grennslast fyrir um hina lagalegu hlið málsins. Mig minnir nefnilega að bygging Perlunnar á kostnað orkunotenda hafi verið mjög umdeild á sínum tíma, en hún mun sennilega hafa verið upphafið að arðráni Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Orkuveita Reykjavíkur. Í stjórnsýslulögum og vitna ég þá til kennslubókar í norskum stjórnsýslurétti, og gildir væntanlega það sama í norrænum rétti, geta orkuveitur á vegum sveitarfélaga og á það enn frekar við um einokunarfyrirtæki, ekki innheimt samkvæmt gjaldskrá meira fé en sem nemur útgjöldum fyrirtækisins. Ef um orkufyrirtæki er að ræða þá má ekki innheimta meira fé en til að standa undir rekstri og fjárfestingum (lánum og afskriftum) vegna orkuöflunar. Fyrirtækið má innheimta fyrir óvissum útgjöldum en ekki meira en það. Svo hefur verið áratugum saman. Að greiddur er virðisaukaskattur undirstrikar að verið sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu, sem sveitarfélagið má ekki nota til óbeinnar skattheimtu. Sé hagnaður á fyrirtækinu settur í rekstur sveitarfélagsins er það ólöglegt. Ef fyrirtækið greiðir til reksturs sveitarfélagsins telst það skattheimta. Arðgreiðsla til sveitarfélagsins er því óbeinn skattur til þess og þarf lagaheimild til samkvæmt stjórnarskrá. Arðgreiðsla til Reykjavíkurborgar er skattur sem neytendur orku þurfa að greiða og er ólögmæt greiðsla. Af hverju skulu Hvergerðingar og Kópavogsbúar greiða óbeinan skatt til að halda uppi rekstri Reykjavíkurborgar? Af hverju eiga orkunotendur almennt að greiða sérstakan skatt í formi arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar? Að skattleggja orkunotendur sérstaklega til að halda uppi almennum rekstri höfuðborgarinnar er ólögmæt skattheimta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hækka raforkuverð til neytenda verulega. Í Morgunblaðinu 31. júlí sl. er grein með yfirskriftinni: „Greiða lítinn arð til eigenda. Orkufyrirtækin hafa ekki greitt mikinn arð til eigenda sinna síðustu árin. Fyrirtækin greiða tugi milljarða í vexti á hverju ári til erlendra banka. Aðeins Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt arð til eigenda." Tilvitnun lýkur. Við lestur greinarinnar vakna ýmsar spurningar. Eins og t.d. hver á Orkuveitu Reykjavíkur? Eru það ekki þeir sem borga reikningana frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem nú breiðir úr sér langt út fyrir borgarmörkin? Eru það ekki hinir raunverulegu eigendur sem eiga að fá greiddan arð? Hafa stjórn og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur einkarétt á arðgreiðslum, sbr. grein í Fréttablaðinu 3. ágúst sl.: „Meðallaun í OR 470 þúsund - 16% hækkun hefur orðið á launum starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu þremur árum."? Tilvitnun lýkur. Ég vísa einnig í grein í Fréttablaðinu 3. sept. sl. með yfirskriftinni: „Reiðarslag fyrir garðyrkjuna." Tilvitnun lýkur. En hvað með heimilin, aðra neytendur og fyrirtæki? Ég er ekki sátt og fór því á stúfana til að grennslast fyrir um hina lagalegu hlið málsins. Mig minnir nefnilega að bygging Perlunnar á kostnað orkunotenda hafi verið mjög umdeild á sínum tíma, en hún mun sennilega hafa verið upphafið að arðráni Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Orkuveita Reykjavíkur. Í stjórnsýslulögum og vitna ég þá til kennslubókar í norskum stjórnsýslurétti, og gildir væntanlega það sama í norrænum rétti, geta orkuveitur á vegum sveitarfélaga og á það enn frekar við um einokunarfyrirtæki, ekki innheimt samkvæmt gjaldskrá meira fé en sem nemur útgjöldum fyrirtækisins. Ef um orkufyrirtæki er að ræða þá má ekki innheimta meira fé en til að standa undir rekstri og fjárfestingum (lánum og afskriftum) vegna orkuöflunar. Fyrirtækið má innheimta fyrir óvissum útgjöldum en ekki meira en það. Svo hefur verið áratugum saman. Að greiddur er virðisaukaskattur undirstrikar að verið sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu, sem sveitarfélagið má ekki nota til óbeinnar skattheimtu. Sé hagnaður á fyrirtækinu settur í rekstur sveitarfélagsins er það ólöglegt. Ef fyrirtækið greiðir til reksturs sveitarfélagsins telst það skattheimta. Arðgreiðsla til sveitarfélagsins er því óbeinn skattur til þess og þarf lagaheimild til samkvæmt stjórnarskrá. Arðgreiðsla til Reykjavíkurborgar er skattur sem neytendur orku þurfa að greiða og er ólögmæt greiðsla. Af hverju skulu Hvergerðingar og Kópavogsbúar greiða óbeinan skatt til að halda uppi rekstri Reykjavíkurborgar? Af hverju eiga orkunotendur almennt að greiða sérstakan skatt í formi arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar? Að skattleggja orkunotendur sérstaklega til að halda uppi almennum rekstri höfuðborgarinnar er ólögmæt skattheimta.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar