„Ó borg mín borg“, hvert ert þú að fara? 11. nóvember 2010 06:00 Tilefni þessara skrifa er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hækka raforkuverð til neytenda verulega. Í Morgunblaðinu 31. júlí sl. er grein með yfirskriftinni: „Greiða lítinn arð til eigenda. Orkufyrirtækin hafa ekki greitt mikinn arð til eigenda sinna síðustu árin. Fyrirtækin greiða tugi milljarða í vexti á hverju ári til erlendra banka. Aðeins Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt arð til eigenda." Tilvitnun lýkur. Við lestur greinarinnar vakna ýmsar spurningar. Eins og t.d. hver á Orkuveitu Reykjavíkur? Eru það ekki þeir sem borga reikningana frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem nú breiðir úr sér langt út fyrir borgarmörkin? Eru það ekki hinir raunverulegu eigendur sem eiga að fá greiddan arð? Hafa stjórn og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur einkarétt á arðgreiðslum, sbr. grein í Fréttablaðinu 3. ágúst sl.: „Meðallaun í OR 470 þúsund - 16% hækkun hefur orðið á launum starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu þremur árum."? Tilvitnun lýkur. Ég vísa einnig í grein í Fréttablaðinu 3. sept. sl. með yfirskriftinni: „Reiðarslag fyrir garðyrkjuna." Tilvitnun lýkur. En hvað með heimilin, aðra neytendur og fyrirtæki? Ég er ekki sátt og fór því á stúfana til að grennslast fyrir um hina lagalegu hlið málsins. Mig minnir nefnilega að bygging Perlunnar á kostnað orkunotenda hafi verið mjög umdeild á sínum tíma, en hún mun sennilega hafa verið upphafið að arðráni Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Orkuveita Reykjavíkur. Í stjórnsýslulögum og vitna ég þá til kennslubókar í norskum stjórnsýslurétti, og gildir væntanlega það sama í norrænum rétti, geta orkuveitur á vegum sveitarfélaga og á það enn frekar við um einokunarfyrirtæki, ekki innheimt samkvæmt gjaldskrá meira fé en sem nemur útgjöldum fyrirtækisins. Ef um orkufyrirtæki er að ræða þá má ekki innheimta meira fé en til að standa undir rekstri og fjárfestingum (lánum og afskriftum) vegna orkuöflunar. Fyrirtækið má innheimta fyrir óvissum útgjöldum en ekki meira en það. Svo hefur verið áratugum saman. Að greiddur er virðisaukaskattur undirstrikar að verið sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu, sem sveitarfélagið má ekki nota til óbeinnar skattheimtu. Sé hagnaður á fyrirtækinu settur í rekstur sveitarfélagsins er það ólöglegt. Ef fyrirtækið greiðir til reksturs sveitarfélagsins telst það skattheimta. Arðgreiðsla til sveitarfélagsins er því óbeinn skattur til þess og þarf lagaheimild til samkvæmt stjórnarskrá. Arðgreiðsla til Reykjavíkurborgar er skattur sem neytendur orku þurfa að greiða og er ólögmæt greiðsla. Af hverju skulu Hvergerðingar og Kópavogsbúar greiða óbeinan skatt til að halda uppi rekstri Reykjavíkurborgar? Af hverju eiga orkunotendur almennt að greiða sérstakan skatt í formi arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar? Að skattleggja orkunotendur sérstaklega til að halda uppi almennum rekstri höfuðborgarinnar er ólögmæt skattheimta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hækka raforkuverð til neytenda verulega. Í Morgunblaðinu 31. júlí sl. er grein með yfirskriftinni: „Greiða lítinn arð til eigenda. Orkufyrirtækin hafa ekki greitt mikinn arð til eigenda sinna síðustu árin. Fyrirtækin greiða tugi milljarða í vexti á hverju ári til erlendra banka. Aðeins Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt arð til eigenda." Tilvitnun lýkur. Við lestur greinarinnar vakna ýmsar spurningar. Eins og t.d. hver á Orkuveitu Reykjavíkur? Eru það ekki þeir sem borga reikningana frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem nú breiðir úr sér langt út fyrir borgarmörkin? Eru það ekki hinir raunverulegu eigendur sem eiga að fá greiddan arð? Hafa stjórn og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur einkarétt á arðgreiðslum, sbr. grein í Fréttablaðinu 3. ágúst sl.: „Meðallaun í OR 470 þúsund - 16% hækkun hefur orðið á launum starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu þremur árum."? Tilvitnun lýkur. Ég vísa einnig í grein í Fréttablaðinu 3. sept. sl. með yfirskriftinni: „Reiðarslag fyrir garðyrkjuna." Tilvitnun lýkur. En hvað með heimilin, aðra neytendur og fyrirtæki? Ég er ekki sátt og fór því á stúfana til að grennslast fyrir um hina lagalegu hlið málsins. Mig minnir nefnilega að bygging Perlunnar á kostnað orkunotenda hafi verið mjög umdeild á sínum tíma, en hún mun sennilega hafa verið upphafið að arðráni Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Orkuveita Reykjavíkur. Í stjórnsýslulögum og vitna ég þá til kennslubókar í norskum stjórnsýslurétti, og gildir væntanlega það sama í norrænum rétti, geta orkuveitur á vegum sveitarfélaga og á það enn frekar við um einokunarfyrirtæki, ekki innheimt samkvæmt gjaldskrá meira fé en sem nemur útgjöldum fyrirtækisins. Ef um orkufyrirtæki er að ræða þá má ekki innheimta meira fé en til að standa undir rekstri og fjárfestingum (lánum og afskriftum) vegna orkuöflunar. Fyrirtækið má innheimta fyrir óvissum útgjöldum en ekki meira en það. Svo hefur verið áratugum saman. Að greiddur er virðisaukaskattur undirstrikar að verið sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu, sem sveitarfélagið má ekki nota til óbeinnar skattheimtu. Sé hagnaður á fyrirtækinu settur í rekstur sveitarfélagsins er það ólöglegt. Ef fyrirtækið greiðir til reksturs sveitarfélagsins telst það skattheimta. Arðgreiðsla til sveitarfélagsins er því óbeinn skattur til þess og þarf lagaheimild til samkvæmt stjórnarskrá. Arðgreiðsla til Reykjavíkurborgar er skattur sem neytendur orku þurfa að greiða og er ólögmæt greiðsla. Af hverju skulu Hvergerðingar og Kópavogsbúar greiða óbeinan skatt til að halda uppi rekstri Reykjavíkurborgar? Af hverju eiga orkunotendur almennt að greiða sérstakan skatt í formi arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar? Að skattleggja orkunotendur sérstaklega til að halda uppi almennum rekstri höfuðborgarinnar er ólögmæt skattheimta.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun