Háðsádeila eða einelti? 29. október 2010 05:00 Það felst í því mikil ábyrgð að gegna starfi blaðamanns. Skrifa þarf fréttir þar sem staðreyndir eru raktar og gæta þarf þess að öll sjónarmið komist til skila. Það vald sem blaðamönnum er gefið er því mikið og er oft kallað fjórða valdið. Ekki að ástæðulausu. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þingsályktun sem sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni lögðu fram hefur að mínu mati ekki verið gætt þeirra sjónarmiða sem vönduð blaðamennska kennir sig við. Þannig hafa sterkar Evrópuáherslur blaðsins skinið í gegn þegar fjallað hefur verið um tillöguna og um leið reynt að gera eins lítið úr henni og hugsast getur. Tillagan er nefnilega allra góðra gjalda verð þegar hún er skoðuð nánar. Lagt er til að kosið verði jafnhliða kosningum á stjórnlagaþing um það hvort halda eigi aðlögunarferlinu við Evrópusambandið áfram. Um er að ræða sáttaleið og þjóðinni gefinn kostur á að segja álit sitt á einhverju umdeildasta máli þjóðarinnar. Einnig felst í tillögunni hagræðing þar sem mikill sparnaður er fólginn í því að kjósa um leið og þjóðin kýs sér einstaklinga á stjórnlagaþing. Fréttablaðið hefur í umfjöllun sinni um ályktunina kosið að draga fram alla þá galla sem á henni finnast. Reyndar eru þeir ekki margir en blaðið fjallaði ítarlega um það nokkra dag í röð að flutningsmönnum yfirsást að þrír mánuðir þurfa að líða frá því að ályktunin er samþykkt og þangað til þjóðaratkvæðagreiðslan getur farið fram. Mistök sem fyrsti flutningsmaður tillögunnar viðurkennir fúslega að hafi átt sér stað og hefur þegar bætt úr. Í dálki sem ber heitið „Frá degi til dags" á leiðarasíðu Fréttablaðsins gefst blaðamönnum tækifæri til að skrifa stuttar háðsádeilur og gera grín að fólki með mislagðar hendur. Yfirleitt tekst þeim blaðamönnum vel upp sem þar skrifa, en ekki alltaf. Það er nefnilega hárfín lína á milli háðs og eineltis. Það sem einum finnst fyndið getur sært aðra. Umfjöllun blaðsins að undanförnu um þau mistök sem gerð voru hefur að mínu mati verið meira í ætt við einelti en beitta háðsdeilu. Ég veit reyndar að þeir sem skrifin beinast að eru ekkert sérstaklega hörundsárir og standa umræðuna af sér en öllu má ofgera. Einnig að þeir sem skrifa í þennan dálk ætla sér sjálfsagt ekki að vega að nokkurri persónu. Í ágætum leiðara blaðsins sl. föstudag er vakin athygli á því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur tekið upp fyrri ósóma undangenginna ríkisstjórna þegar kemur að mannaráðningum. Þannig fái hin faglegu sjónarmið ekki að ráða þegar starfsmenn eru ráðnir í ráðuneytin. Ég og leiðarahöfundur erum sammála um að þessu þurfi að breyta en bendi um leið á að blaðamenn Fréttablaðsins þurfa ekki að taka upp ósóma fyrirrennara sinna, hvað þá höfunda „Staksteina" Morgunblaðsins þegar kemur að umfjöllun um einstök málefni. Um leið og gerð er krafa um vandaðri vinnubrögð hjá stjórnvöldum nær sú krafa einnig til fjölmiðla sem endurspegla það sem sagt er og gert inni á Alþingi. Þeim ber eins og öðrum að fara vel með það vald sem þeim er gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Það felst í því mikil ábyrgð að gegna starfi blaðamanns. Skrifa þarf fréttir þar sem staðreyndir eru raktar og gæta þarf þess að öll sjónarmið komist til skila. Það vald sem blaðamönnum er gefið er því mikið og er oft kallað fjórða valdið. Ekki að ástæðulausu. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þingsályktun sem sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni lögðu fram hefur að mínu mati ekki verið gætt þeirra sjónarmiða sem vönduð blaðamennska kennir sig við. Þannig hafa sterkar Evrópuáherslur blaðsins skinið í gegn þegar fjallað hefur verið um tillöguna og um leið reynt að gera eins lítið úr henni og hugsast getur. Tillagan er nefnilega allra góðra gjalda verð þegar hún er skoðuð nánar. Lagt er til að kosið verði jafnhliða kosningum á stjórnlagaþing um það hvort halda eigi aðlögunarferlinu við Evrópusambandið áfram. Um er að ræða sáttaleið og þjóðinni gefinn kostur á að segja álit sitt á einhverju umdeildasta máli þjóðarinnar. Einnig felst í tillögunni hagræðing þar sem mikill sparnaður er fólginn í því að kjósa um leið og þjóðin kýs sér einstaklinga á stjórnlagaþing. Fréttablaðið hefur í umfjöllun sinni um ályktunina kosið að draga fram alla þá galla sem á henni finnast. Reyndar eru þeir ekki margir en blaðið fjallaði ítarlega um það nokkra dag í röð að flutningsmönnum yfirsást að þrír mánuðir þurfa að líða frá því að ályktunin er samþykkt og þangað til þjóðaratkvæðagreiðslan getur farið fram. Mistök sem fyrsti flutningsmaður tillögunnar viðurkennir fúslega að hafi átt sér stað og hefur þegar bætt úr. Í dálki sem ber heitið „Frá degi til dags" á leiðarasíðu Fréttablaðsins gefst blaðamönnum tækifæri til að skrifa stuttar háðsádeilur og gera grín að fólki með mislagðar hendur. Yfirleitt tekst þeim blaðamönnum vel upp sem þar skrifa, en ekki alltaf. Það er nefnilega hárfín lína á milli háðs og eineltis. Það sem einum finnst fyndið getur sært aðra. Umfjöllun blaðsins að undanförnu um þau mistök sem gerð voru hefur að mínu mati verið meira í ætt við einelti en beitta háðsdeilu. Ég veit reyndar að þeir sem skrifin beinast að eru ekkert sérstaklega hörundsárir og standa umræðuna af sér en öllu má ofgera. Einnig að þeir sem skrifa í þennan dálk ætla sér sjálfsagt ekki að vega að nokkurri persónu. Í ágætum leiðara blaðsins sl. föstudag er vakin athygli á því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur tekið upp fyrri ósóma undangenginna ríkisstjórna þegar kemur að mannaráðningum. Þannig fái hin faglegu sjónarmið ekki að ráða þegar starfsmenn eru ráðnir í ráðuneytin. Ég og leiðarahöfundur erum sammála um að þessu þurfi að breyta en bendi um leið á að blaðamenn Fréttablaðsins þurfa ekki að taka upp ósóma fyrirrennara sinna, hvað þá höfunda „Staksteina" Morgunblaðsins þegar kemur að umfjöllun um einstök málefni. Um leið og gerð er krafa um vandaðri vinnubrögð hjá stjórnvöldum nær sú krafa einnig til fjölmiðla sem endurspegla það sem sagt er og gert inni á Alþingi. Þeim ber eins og öðrum að fara vel með það vald sem þeim er gefið.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun