Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar 8. desember 2025 09:16 Það var gleðileg stund föstudaginn 5. desember þegar undirrituð var viljayfirlýsing á milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um samstarf um gerð sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingarsölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðarhaldi á staðnum. Sýningin sem áformað er að opna verður um sögu Álafosskvosar og ullariðnaðar á Íslandi og verður hún staðsett í verslunar- og athafnarými verksmiðjuhússins að Álafossvegi 23 þar sem Álafossverslunin hefur verið til húsa. Sú verslun mun loka í mars næstkomandi en þá hefjast endurbætur á húsnæðinu og uppbygging sýningarinnar. Forhönnun breytinga hefur verið unnin af Basalt Arkitektum og er rýmið hannað jafnt fyrir nærsamfélagið sem og gesti. Auk sýningarinnar og kaffihúss verður aðstaða fyrir prjónanámskeið, fjölnota svæði fyrir tónleika og viðburði og barnahorn. Myndir sem sýna forhönnun verkefnisins eru nú til sýnis í Álafossversluninni. Markmiðið með endurbótunum og væntanlegri sýningu er að lyfta ásýnd svæðisins, varðveita sögu þess og efla Álafosskvos sem áfangastað fyrir bæjarbúa sem og ferðamenn. Verkefnið byggir á áfangastaðagreiningu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins vann fyrir Mosfellsbæ. Greiningin fól í sér stöðumat á svæðinu, samtal við hagaðila, hugmyndagöngu og vinnustofu sem leiddi í ljós skýran áhuga á ullarsafni, kaffihúsi, menningarviðburðum og fræðslu í Álafosskvos. Álafosskvosin er eitt merkasta menningar- og atvinnusögusvæði Mosfellsbæjar. Upphaf ullariðnaðar við Varmá árið 1896 markaði mótun lítils verksmiðjuþorps sem áratugum saman var þungamiðja atvinnulífs í Mosfellssveit. Auk þess að undirbúa sýningu um sögu svæðisins hefur Mosfellsbær unnið að tillögu um að Álafosskvosin verði Verndarsvæði í byggð og er sú vinna á lokametrunum. Haldinn verður opinn fundur um verkefnið á morgun, þriðjudaginn 9. desember kl. 17.00 í sal skátafélags Mosverja að Álafossvegi 18. Þangað eru allir áhugasamir um Álafosskvosina velkomnir. Á fundinum munu arkitektar frá arkitektastofunni Yrki,sem hafa unnið að verkefninu fyrir Mosfellsbæ fara yfir þróun byggðar og starfsemi frá 1896, sérkenni húsanna, umhverfi og svipmót, skráðar minjar auk þess að ræða forsendur og skilmála verndarsvæðisins. Verndarsvæði í byggð er ekki friðun heldur leið til að tryggja að ákvarðanir um framtíðina séu teknar á upplýstum grunni. Verndarsvæðið styður þannig áframhaldandi fjölbreytta starfsemi í kvosinni og eflir forsendur fyrir að svæðið geti dafnað sem lifandi menningar-, atvinnu- og íbúðarkjarni. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mosfellsbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Það var gleðileg stund föstudaginn 5. desember þegar undirrituð var viljayfirlýsing á milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um samstarf um gerð sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingarsölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðarhaldi á staðnum. Sýningin sem áformað er að opna verður um sögu Álafosskvosar og ullariðnaðar á Íslandi og verður hún staðsett í verslunar- og athafnarými verksmiðjuhússins að Álafossvegi 23 þar sem Álafossverslunin hefur verið til húsa. Sú verslun mun loka í mars næstkomandi en þá hefjast endurbætur á húsnæðinu og uppbygging sýningarinnar. Forhönnun breytinga hefur verið unnin af Basalt Arkitektum og er rýmið hannað jafnt fyrir nærsamfélagið sem og gesti. Auk sýningarinnar og kaffihúss verður aðstaða fyrir prjónanámskeið, fjölnota svæði fyrir tónleika og viðburði og barnahorn. Myndir sem sýna forhönnun verkefnisins eru nú til sýnis í Álafossversluninni. Markmiðið með endurbótunum og væntanlegri sýningu er að lyfta ásýnd svæðisins, varðveita sögu þess og efla Álafosskvos sem áfangastað fyrir bæjarbúa sem og ferðamenn. Verkefnið byggir á áfangastaðagreiningu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins vann fyrir Mosfellsbæ. Greiningin fól í sér stöðumat á svæðinu, samtal við hagaðila, hugmyndagöngu og vinnustofu sem leiddi í ljós skýran áhuga á ullarsafni, kaffihúsi, menningarviðburðum og fræðslu í Álafosskvos. Álafosskvosin er eitt merkasta menningar- og atvinnusögusvæði Mosfellsbæjar. Upphaf ullariðnaðar við Varmá árið 1896 markaði mótun lítils verksmiðjuþorps sem áratugum saman var þungamiðja atvinnulífs í Mosfellssveit. Auk þess að undirbúa sýningu um sögu svæðisins hefur Mosfellsbær unnið að tillögu um að Álafosskvosin verði Verndarsvæði í byggð og er sú vinna á lokametrunum. Haldinn verður opinn fundur um verkefnið á morgun, þriðjudaginn 9. desember kl. 17.00 í sal skátafélags Mosverja að Álafossvegi 18. Þangað eru allir áhugasamir um Álafosskvosina velkomnir. Á fundinum munu arkitektar frá arkitektastofunni Yrki,sem hafa unnið að verkefninu fyrir Mosfellsbæ fara yfir þróun byggðar og starfsemi frá 1896, sérkenni húsanna, umhverfi og svipmót, skráðar minjar auk þess að ræða forsendur og skilmála verndarsvæðisins. Verndarsvæði í byggð er ekki friðun heldur leið til að tryggja að ákvarðanir um framtíðina séu teknar á upplýstum grunni. Verndarsvæðið styður þannig áframhaldandi fjölbreytta starfsemi í kvosinni og eflir forsendur fyrir að svæðið geti dafnað sem lifandi menningar-, atvinnu- og íbúðarkjarni. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar