Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar 8. desember 2025 08:02 Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trump forseta Bandaríkjanna hefur verið birt. Hún endurómar margt af því sem Vance, varaforseti sagði á öryggisráðstefnu í Munich árið 2025 og vakti sú ræða mikla athygli Evrópubúa enda fengu þeir það óþvegið fyrir skort á lýðræði, málfrelsi og tilraunum veikra minnihluastjórna að grafa undan rísandi hægriöflum í mörgum Evrópulöndum. Þessi þjóðaröryggisstefna markar þáttaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna til verri vegar. Eftirfarandi eru helstu áhersluatriði hennar; Bandaríkin meta heiminn eftir því hvað gagnast þeim best á hverjum tíma undir slagorðinu Ameríka fyrst. Ríkjandi bandalög og áhersla á lýðræði og mannréttindi eru ekki lengur keppikefli Bandaríkjanna að viðhalda eða efla. Aukin áhrif í Suður-Ameríku og hafssvæðum þar er forgangsmál þjóðaröryggisstefnunnar. Baráttan við hermdar- og eiturlyfjahópa er skilyrðislaus. Kína og Rússland eru ekki lengur skilgreind sem stærstu og um leið hættulegustu keppinautar Bandaríkjanna. Hvað Kína varðar eru það efnahagsmálin sem móta samstarf ríkjanna fremur en keppni um yfirráð, hernaðarlega hagsmuni eða völd. Rússar eru ekki gagnrýndir fyrir útþenslu- og árásarstríð Putins forseta í Úkraínu heldur er lögð áhersla á nauðsyn þess að viðhalda strategískum stöðugleika við Rússland og efla viðskiptatengsl landanna. Friður í Úkraínu er nauðsynlegur til þess að ná þessum markmiðum, en ekki er tilgreint hvernig það eigi að nást né heldur hvað það kunni að kosta landið. Evrópa er hins vegar gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins. Helstu vandamál Evrópu er siðmenningarrof þar sem vestræn gildi hafa farið forgörðum með óheftum innflutningi flóttafólks og minnkandi barnsfæðingum. Það hefur valdið efnhagslegri stöðnun, hernaðarlegum veikleika sem mun leiða til endaloka evrópskrar siðmenningar eins og við þekkjum hana innan 20 ára. Af rúmlega 30 blaðsíðum þjóðaröryggisstefnunnar fjalla 2 blaðsíður um tengsl Bandaríkjanna við Evrópu. Á sama tíma og beðið er eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem mun verða birt fljótlega, hafa embættismenn í Pentagon sagt erlendum sendifulltrúum að uppfylli NATO ekki öll markmið um aukningu eigin herafla fyrir 2027 að þá munu Bandaríkin draga sig út úr mörgum af þeim sameiginlegu ákvörðunarferlum sem eru við lýði innan bandalagsins í dag. Ef tekið er tillit til þess að aðildarríki ESB hafa skuldbundið sig til að efla eigin varnir fram til ársins 2030 og það finnst mörgum bjartsýni má draga í efa getu þeirra til að flýta þessu ferli svo mjög. Það á eftir að koma í ljós hvort og hvernig ný varnarstefna Bandaríkjanna endurspeglar þjóðaröryggisstefnuna, en það er alveg ljóst að þó svo að Evrópa líti á Bandaríkin sem sinn mikilvægasta bandamann, er ekki víst samkvæmt ofansögðu að það sé gagnkvæmt! Fyrir Ísland og öryggi- og varnir landsins hlýtur þessi nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna að vera áhyggjuefni og ákall um endurskoðun á þeirri stefnu að útvista alfarið öllum vörnum landsins til erlendra aðila! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Arnór Sigurjónsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trump forseta Bandaríkjanna hefur verið birt. Hún endurómar margt af því sem Vance, varaforseti sagði á öryggisráðstefnu í Munich árið 2025 og vakti sú ræða mikla athygli Evrópubúa enda fengu þeir það óþvegið fyrir skort á lýðræði, málfrelsi og tilraunum veikra minnihluastjórna að grafa undan rísandi hægriöflum í mörgum Evrópulöndum. Þessi þjóðaröryggisstefna markar þáttaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna til verri vegar. Eftirfarandi eru helstu áhersluatriði hennar; Bandaríkin meta heiminn eftir því hvað gagnast þeim best á hverjum tíma undir slagorðinu Ameríka fyrst. Ríkjandi bandalög og áhersla á lýðræði og mannréttindi eru ekki lengur keppikefli Bandaríkjanna að viðhalda eða efla. Aukin áhrif í Suður-Ameríku og hafssvæðum þar er forgangsmál þjóðaröryggisstefnunnar. Baráttan við hermdar- og eiturlyfjahópa er skilyrðislaus. Kína og Rússland eru ekki lengur skilgreind sem stærstu og um leið hættulegustu keppinautar Bandaríkjanna. Hvað Kína varðar eru það efnahagsmálin sem móta samstarf ríkjanna fremur en keppni um yfirráð, hernaðarlega hagsmuni eða völd. Rússar eru ekki gagnrýndir fyrir útþenslu- og árásarstríð Putins forseta í Úkraínu heldur er lögð áhersla á nauðsyn þess að viðhalda strategískum stöðugleika við Rússland og efla viðskiptatengsl landanna. Friður í Úkraínu er nauðsynlegur til þess að ná þessum markmiðum, en ekki er tilgreint hvernig það eigi að nást né heldur hvað það kunni að kosta landið. Evrópa er hins vegar gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins. Helstu vandamál Evrópu er siðmenningarrof þar sem vestræn gildi hafa farið forgörðum með óheftum innflutningi flóttafólks og minnkandi barnsfæðingum. Það hefur valdið efnhagslegri stöðnun, hernaðarlegum veikleika sem mun leiða til endaloka evrópskrar siðmenningar eins og við þekkjum hana innan 20 ára. Af rúmlega 30 blaðsíðum þjóðaröryggisstefnunnar fjalla 2 blaðsíður um tengsl Bandaríkjanna við Evrópu. Á sama tíma og beðið er eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem mun verða birt fljótlega, hafa embættismenn í Pentagon sagt erlendum sendifulltrúum að uppfylli NATO ekki öll markmið um aukningu eigin herafla fyrir 2027 að þá munu Bandaríkin draga sig út úr mörgum af þeim sameiginlegu ákvörðunarferlum sem eru við lýði innan bandalagsins í dag. Ef tekið er tillit til þess að aðildarríki ESB hafa skuldbundið sig til að efla eigin varnir fram til ársins 2030 og það finnst mörgum bjartsýni má draga í efa getu þeirra til að flýta þessu ferli svo mjög. Það á eftir að koma í ljós hvort og hvernig ný varnarstefna Bandaríkjanna endurspeglar þjóðaröryggisstefnuna, en það er alveg ljóst að þó svo að Evrópa líti á Bandaríkin sem sinn mikilvægasta bandamann, er ekki víst samkvæmt ofansögðu að það sé gagnkvæmt! Fyrir Ísland og öryggi- og varnir landsins hlýtur þessi nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna að vera áhyggjuefni og ákall um endurskoðun á þeirri stefnu að útvista alfarið öllum vörnum landsins til erlendra aðila! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun