Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar 8. desember 2025 08:02 Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trump forseta Bandaríkjanna hefur verið birt. Hún endurómar margt af því sem Vance, varaforseti sagði á öryggisráðstefnu í Munich árið 2025 og vakti sú ræða mikla athygli Evrópubúa enda fengu þeir það óþvegið fyrir skort á lýðræði, málfrelsi og tilraunum veikra minnihluastjórna að grafa undan rísandi hægriöflum í mörgum Evrópulöndum. Þessi þjóðaröryggisstefna markar þáttaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna til verri vegar. Eftirfarandi eru helstu áhersluatriði hennar; Bandaríkin meta heiminn eftir því hvað gagnast þeim best á hverjum tíma undir slagorðinu Ameríka fyrst. Ríkjandi bandalög og áhersla á lýðræði og mannréttindi eru ekki lengur keppikefli Bandaríkjanna að viðhalda eða efla. Aukin áhrif í Suður-Ameríku og hafssvæðum þar er forgangsmál þjóðaröryggisstefnunnar. Baráttan við hermdar- og eiturlyfjahópa er skilyrðislaus. Kína og Rússland eru ekki lengur skilgreind sem stærstu og um leið hættulegustu keppinautar Bandaríkjanna. Hvað Kína varðar eru það efnahagsmálin sem móta samstarf ríkjanna fremur en keppni um yfirráð, hernaðarlega hagsmuni eða völd. Rússar eru ekki gagnrýndir fyrir útþenslu- og árásarstríð Putins forseta í Úkraínu heldur er lögð áhersla á nauðsyn þess að viðhalda strategískum stöðugleika við Rússland og efla viðskiptatengsl landanna. Friður í Úkraínu er nauðsynlegur til þess að ná þessum markmiðum, en ekki er tilgreint hvernig það eigi að nást né heldur hvað það kunni að kosta landið. Evrópa er hins vegar gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins. Helstu vandamál Evrópu er siðmenningarrof þar sem vestræn gildi hafa farið forgörðum með óheftum innflutningi flóttafólks og minnkandi barnsfæðingum. Það hefur valdið efnhagslegri stöðnun, hernaðarlegum veikleika sem mun leiða til endaloka evrópskrar siðmenningar eins og við þekkjum hana innan 20 ára. Af rúmlega 30 blaðsíðum þjóðaröryggisstefnunnar fjalla 2 blaðsíður um tengsl Bandaríkjanna við Evrópu. Á sama tíma og beðið er eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem mun verða birt fljótlega, hafa embættismenn í Pentagon sagt erlendum sendifulltrúum að uppfylli NATO ekki öll markmið um aukningu eigin herafla fyrir 2027 að þá munu Bandaríkin draga sig út úr mörgum af þeim sameiginlegu ákvörðunarferlum sem eru við lýði innan bandalagsins í dag. Ef tekið er tillit til þess að aðildarríki ESB hafa skuldbundið sig til að efla eigin varnir fram til ársins 2030 og það finnst mörgum bjartsýni má draga í efa getu þeirra til að flýta þessu ferli svo mjög. Það á eftir að koma í ljós hvort og hvernig ný varnarstefna Bandaríkjanna endurspeglar þjóðaröryggisstefnuna, en það er alveg ljóst að þó svo að Evrópa líti á Bandaríkin sem sinn mikilvægasta bandamann, er ekki víst samkvæmt ofansögðu að það sé gagnkvæmt! Fyrir Ísland og öryggi- og varnir landsins hlýtur þessi nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna að vera áhyggjuefni og ákall um endurskoðun á þeirri stefnu að útvista alfarið öllum vörnum landsins til erlendra aðila! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Arnór Sigurjónsson Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trump forseta Bandaríkjanna hefur verið birt. Hún endurómar margt af því sem Vance, varaforseti sagði á öryggisráðstefnu í Munich árið 2025 og vakti sú ræða mikla athygli Evrópubúa enda fengu þeir það óþvegið fyrir skort á lýðræði, málfrelsi og tilraunum veikra minnihluastjórna að grafa undan rísandi hægriöflum í mörgum Evrópulöndum. Þessi þjóðaröryggisstefna markar þáttaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna til verri vegar. Eftirfarandi eru helstu áhersluatriði hennar; Bandaríkin meta heiminn eftir því hvað gagnast þeim best á hverjum tíma undir slagorðinu Ameríka fyrst. Ríkjandi bandalög og áhersla á lýðræði og mannréttindi eru ekki lengur keppikefli Bandaríkjanna að viðhalda eða efla. Aukin áhrif í Suður-Ameríku og hafssvæðum þar er forgangsmál þjóðaröryggisstefnunnar. Baráttan við hermdar- og eiturlyfjahópa er skilyrðislaus. Kína og Rússland eru ekki lengur skilgreind sem stærstu og um leið hættulegustu keppinautar Bandaríkjanna. Hvað Kína varðar eru það efnahagsmálin sem móta samstarf ríkjanna fremur en keppni um yfirráð, hernaðarlega hagsmuni eða völd. Rússar eru ekki gagnrýndir fyrir útþenslu- og árásarstríð Putins forseta í Úkraínu heldur er lögð áhersla á nauðsyn þess að viðhalda strategískum stöðugleika við Rússland og efla viðskiptatengsl landanna. Friður í Úkraínu er nauðsynlegur til þess að ná þessum markmiðum, en ekki er tilgreint hvernig það eigi að nást né heldur hvað það kunni að kosta landið. Evrópa er hins vegar gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins. Helstu vandamál Evrópu er siðmenningarrof þar sem vestræn gildi hafa farið forgörðum með óheftum innflutningi flóttafólks og minnkandi barnsfæðingum. Það hefur valdið efnhagslegri stöðnun, hernaðarlegum veikleika sem mun leiða til endaloka evrópskrar siðmenningar eins og við þekkjum hana innan 20 ára. Af rúmlega 30 blaðsíðum þjóðaröryggisstefnunnar fjalla 2 blaðsíður um tengsl Bandaríkjanna við Evrópu. Á sama tíma og beðið er eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem mun verða birt fljótlega, hafa embættismenn í Pentagon sagt erlendum sendifulltrúum að uppfylli NATO ekki öll markmið um aukningu eigin herafla fyrir 2027 að þá munu Bandaríkin draga sig út úr mörgum af þeim sameiginlegu ákvörðunarferlum sem eru við lýði innan bandalagsins í dag. Ef tekið er tillit til þess að aðildarríki ESB hafa skuldbundið sig til að efla eigin varnir fram til ársins 2030 og það finnst mörgum bjartsýni má draga í efa getu þeirra til að flýta þessu ferli svo mjög. Það á eftir að koma í ljós hvort og hvernig ný varnarstefna Bandaríkjanna endurspeglar þjóðaröryggisstefnuna, en það er alveg ljóst að þó svo að Evrópa líti á Bandaríkin sem sinn mikilvægasta bandamann, er ekki víst samkvæmt ofansögðu að það sé gagnkvæmt! Fyrir Ísland og öryggi- og varnir landsins hlýtur þessi nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna að vera áhyggjuefni og ákall um endurskoðun á þeirri stefnu að útvista alfarið öllum vörnum landsins til erlendra aðila! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun