Hvað er stjórnmálamenning? 12. nóvember 2010 06:00 Hvað er stjórnmálamenning? Menning í stjórnmálum er fyrsta svarið og myndu margir segja það útúrsnúning. Þetta getur verið framkoma, hefðir, samstaða, ábyrgð, beiting hugmynda og hugtaka, uppeldi og ýmislegt annað. Okkur virðist skorta flest af þessu. Í stjórnmálum koma fram hagsmunir stjórnmálamanna og þeirra sem þeim hafa fengið atkvæði sitt. Stjórnmál eiga að snúast um hugmyndir og hugtök og hvernig þeim er beitt. Þau koma óljóst fram hjá okkur og eru ekki til leiðsagnar eins og eðlilegt væri í heilbrigðu umhverfi stjórnmála. Það er líkt og stjórnmálamenn starfi lítið eftir hugmyndum heldur næstum eingöngu eftir hagsmunum. Þessi staðreynd hefur greinileg áhrif á umræðuhefðina sem er hefð átaka. Væru hugmyndir leiðarhnoða sem hægt væri að leiða sig eftir væru umræður um stjórnmál mun gagnlegri og til meiri upplýsingar en nú er. Umræðan hjá okkur fer fljótt að beinast að átökum, ekki að kryfja mál til mergjar heldur að finna höggstað á viðmælanda. Það virkar illa á áheyrendur sem skynja að slíkar umræður eru ekki til að leysa vanda. Annað sem við þurfum að ala okkur upp í er að sýna ábyrgð og rækta traust. Þingmenn verða að vakna við þann vonda draum að rúmlega sjö af hverjum hundrað bera traust til Alþingis. Hvaða vinnustaður getur skellt skollaeyrum við slíku? Hvaða traust á stjórnmálaflokkur skilið sem gengur til samstarfs við stjórnarmyndun um eitt brýnasta mál samfélagsins með því að lýsa því strax yfir að hann sé andsnúinn því? Hver er ábyrgðin sem hann gengst undir? Þetta brýtur gegn stjórnmálamenningu sem er heilbrigð, enda er nú að koma á daginn að flokkurinn hopar frá þeirri verklegu lausn sem hann hafði gengist undir. Ótrúlega lágt leggst Alþingi þegar þingmenn úr öllum flokkum nema einum bera fram tillögu um að sneiða hjá lögum sem það sama þing hefur áður samþykkt um viðræður við Evrópusambandið til að þjóna stundarhagsmunum. Slík framkoma í stjórnmálum hlýtur að teljast viðundur meðal annarra Evrópuþjóða. Kannski eru þessir þingmenn að undirstrika að þeir eigi enga samleið með Evrópu. Getur nokkur heilbrigður einstaklingur borið traust til slíks þings? Við verðum að koma hér á festu og samkvæmni í þingstörfum og við setningu laga, Alþingi þarf líka eftirlitsstofnun á þessu sviði. Stjórnvöld starfa losaralega, stefna til lengri tíma er lítið á dagskrá. Starfshópar innan stjórnkerfis fá ekki erindisbréf, bóka ekki niðurstöður og skila ekki skýrslu um hver árangur hafi orðið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er nefnt dæmi af ráðherranefnd sem vissi varla að hún væri til, hvað þá að hún gerði eitthvað. Fólk hefur ímugust á stjórnmálaflokkum og margir vilja losna við þá. Það yrði merki um hnignun. Við finnum engin betri tæki til að beita í stjórnmálum en flokka en þá má bæta. Mig grunar að félagsstarf innan flokkanna sé nú á dögum mun minna en var fyrir nokkrum áratugum. Flokkarnir starfræktu þá stjórnmálaskóla sem líklega voru nær eingöngu flokksskólar. Við þurfum uppeldisskóla í stjórnmálum þar sem kennt er að umgangast hugmyndir og hugtök af skilningi og virðingu, þar sem menn læra hvar ábyrgð liggur og hvernig eigi að vinna og rækta traust á þessu sviði. Einnig hvernig stjórnmálamenn eiga að vinna með almenningi en ekki til að blekkja hann. Væntanlegt stjórnlagaþing gæti tekið þetta til umræðu og skilað um það áliti til Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er stjórnmálamenning? Menning í stjórnmálum er fyrsta svarið og myndu margir segja það útúrsnúning. Þetta getur verið framkoma, hefðir, samstaða, ábyrgð, beiting hugmynda og hugtaka, uppeldi og ýmislegt annað. Okkur virðist skorta flest af þessu. Í stjórnmálum koma fram hagsmunir stjórnmálamanna og þeirra sem þeim hafa fengið atkvæði sitt. Stjórnmál eiga að snúast um hugmyndir og hugtök og hvernig þeim er beitt. Þau koma óljóst fram hjá okkur og eru ekki til leiðsagnar eins og eðlilegt væri í heilbrigðu umhverfi stjórnmála. Það er líkt og stjórnmálamenn starfi lítið eftir hugmyndum heldur næstum eingöngu eftir hagsmunum. Þessi staðreynd hefur greinileg áhrif á umræðuhefðina sem er hefð átaka. Væru hugmyndir leiðarhnoða sem hægt væri að leiða sig eftir væru umræður um stjórnmál mun gagnlegri og til meiri upplýsingar en nú er. Umræðan hjá okkur fer fljótt að beinast að átökum, ekki að kryfja mál til mergjar heldur að finna höggstað á viðmælanda. Það virkar illa á áheyrendur sem skynja að slíkar umræður eru ekki til að leysa vanda. Annað sem við þurfum að ala okkur upp í er að sýna ábyrgð og rækta traust. Þingmenn verða að vakna við þann vonda draum að rúmlega sjö af hverjum hundrað bera traust til Alþingis. Hvaða vinnustaður getur skellt skollaeyrum við slíku? Hvaða traust á stjórnmálaflokkur skilið sem gengur til samstarfs við stjórnarmyndun um eitt brýnasta mál samfélagsins með því að lýsa því strax yfir að hann sé andsnúinn því? Hver er ábyrgðin sem hann gengst undir? Þetta brýtur gegn stjórnmálamenningu sem er heilbrigð, enda er nú að koma á daginn að flokkurinn hopar frá þeirri verklegu lausn sem hann hafði gengist undir. Ótrúlega lágt leggst Alþingi þegar þingmenn úr öllum flokkum nema einum bera fram tillögu um að sneiða hjá lögum sem það sama þing hefur áður samþykkt um viðræður við Evrópusambandið til að þjóna stundarhagsmunum. Slík framkoma í stjórnmálum hlýtur að teljast viðundur meðal annarra Evrópuþjóða. Kannski eru þessir þingmenn að undirstrika að þeir eigi enga samleið með Evrópu. Getur nokkur heilbrigður einstaklingur borið traust til slíks þings? Við verðum að koma hér á festu og samkvæmni í þingstörfum og við setningu laga, Alþingi þarf líka eftirlitsstofnun á þessu sviði. Stjórnvöld starfa losaralega, stefna til lengri tíma er lítið á dagskrá. Starfshópar innan stjórnkerfis fá ekki erindisbréf, bóka ekki niðurstöður og skila ekki skýrslu um hver árangur hafi orðið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er nefnt dæmi af ráðherranefnd sem vissi varla að hún væri til, hvað þá að hún gerði eitthvað. Fólk hefur ímugust á stjórnmálaflokkum og margir vilja losna við þá. Það yrði merki um hnignun. Við finnum engin betri tæki til að beita í stjórnmálum en flokka en þá má bæta. Mig grunar að félagsstarf innan flokkanna sé nú á dögum mun minna en var fyrir nokkrum áratugum. Flokkarnir starfræktu þá stjórnmálaskóla sem líklega voru nær eingöngu flokksskólar. Við þurfum uppeldisskóla í stjórnmálum þar sem kennt er að umgangast hugmyndir og hugtök af skilningi og virðingu, þar sem menn læra hvar ábyrgð liggur og hvernig eigi að vinna og rækta traust á þessu sviði. Einnig hvernig stjórnmálamenn eiga að vinna með almenningi en ekki til að blekkja hann. Væntanlegt stjórnlagaþing gæti tekið þetta til umræðu og skilað um það áliti til Alþingis.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun