Alþjóðadagur um sykursýki 11. nóvember 2010 06:00 Miklar framfarir hafa verið í meðferð við sykursýki undanfarna áratugi og þeir sem greinast með sykursýki í dag hafa mun meiri líkur á að lifa góðu lífi en þeir sem greindust um miðja síðustu öld. Á móti kemur að tíðni sykursýki hefur aukist mikið undanfarin ár, svo mikið að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 2006 að taka frá einn dag á ári og tileinka hann sykursýki. Ályktun SÞ leggur þær skyldur á þjóðir heims að sameina krafta sína og upplýsa almenning um eina mestu heilbrigðisógn nútímans. Sykursýki er skipt upp í tvo flokka, tegund 1 og 2. Flestir með tegund 1 greinast þegar þeir eru yngri en 20 ára og fljótlega eftir greiningu hættir brisið að framleiða insúlín, því verður fólk háð daglegum skömmtum af insúlíni. Fólk með tegund 2 greinist yfirleitt eldra og er yfirleitt með skerta starfsemi í brisinu. Mismunandi er hvort fólk með tegund 2 þurfi að gefa sér insúlín daglega. Meðferð við báðum tegundum byggist á hollu mataræði, reglulegri hreyfingu og lyfjagjöf. Þeir sem fylgja þessum lífsgildum hafa alla möguleika á að lifa heilbrigðu lífi eins og aðrir. Aukin þjóðfélagsvitund um sykursýki skiptir miklu máli fyrir samfélagið í heild. Bæði til að koma í veg fyrir fáfræði sem getur leitt til ranghugmynda um sykursýki og einnig til að fólk geti brugðist rétt við ef einhver nákominn fær einkenni sykursýki. Rétt viðbrögð byggjast á því að fólk þekki einkennin sem helst eru: Þorsti, tíð þvaglát, þreyta, lystarleysi, þyngdartap. Einkenni vegna tegundar 1 koma fram á nokkrum vikum en þróun einkenna hjá tegund 2 á sér yfirleitt lengri aðdraganda, jafnvel nokkur ár. Ég hvet alla til að taka frá nokkrar mínútur og fræðast um einkenni og meðferð við sykursýki. Það er okkur öllum í hag. Nú stendur yfir átak í tengslum við Alþjóðadaginn 14. nóvember og er hægt að kaupa Bláa hringinn, sem er alþjóðlegt tákn sykursýki, í flestum apótekum til styrktar Samtökum sykursjúkra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Miklar framfarir hafa verið í meðferð við sykursýki undanfarna áratugi og þeir sem greinast með sykursýki í dag hafa mun meiri líkur á að lifa góðu lífi en þeir sem greindust um miðja síðustu öld. Á móti kemur að tíðni sykursýki hefur aukist mikið undanfarin ár, svo mikið að Sameinuðu þjóðirnar ákváðu árið 2006 að taka frá einn dag á ári og tileinka hann sykursýki. Ályktun SÞ leggur þær skyldur á þjóðir heims að sameina krafta sína og upplýsa almenning um eina mestu heilbrigðisógn nútímans. Sykursýki er skipt upp í tvo flokka, tegund 1 og 2. Flestir með tegund 1 greinast þegar þeir eru yngri en 20 ára og fljótlega eftir greiningu hættir brisið að framleiða insúlín, því verður fólk háð daglegum skömmtum af insúlíni. Fólk með tegund 2 greinist yfirleitt eldra og er yfirleitt með skerta starfsemi í brisinu. Mismunandi er hvort fólk með tegund 2 þurfi að gefa sér insúlín daglega. Meðferð við báðum tegundum byggist á hollu mataræði, reglulegri hreyfingu og lyfjagjöf. Þeir sem fylgja þessum lífsgildum hafa alla möguleika á að lifa heilbrigðu lífi eins og aðrir. Aukin þjóðfélagsvitund um sykursýki skiptir miklu máli fyrir samfélagið í heild. Bæði til að koma í veg fyrir fáfræði sem getur leitt til ranghugmynda um sykursýki og einnig til að fólk geti brugðist rétt við ef einhver nákominn fær einkenni sykursýki. Rétt viðbrögð byggjast á því að fólk þekki einkennin sem helst eru: Þorsti, tíð þvaglát, þreyta, lystarleysi, þyngdartap. Einkenni vegna tegundar 1 koma fram á nokkrum vikum en þróun einkenna hjá tegund 2 á sér yfirleitt lengri aðdraganda, jafnvel nokkur ár. Ég hvet alla til að taka frá nokkrar mínútur og fræðast um einkenni og meðferð við sykursýki. Það er okkur öllum í hag. Nú stendur yfir átak í tengslum við Alþjóðadaginn 14. nóvember og er hægt að kaupa Bláa hringinn, sem er alþjóðlegt tákn sykursýki, í flestum apótekum til styrktar Samtökum sykursjúkra.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun