Útrýming fátæktar krefst langtímaaðgerða 29. október 2010 06:00 Oktavía Guðmundsdóttir og Vilborg Oddsdóttir skrifa: Evrópusambandið hefur tileinkað árinu 2010 baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ástæðan er að 17% eða um 80 milljónir íbúa ESB landa eru nú með tekjur undir því sem kallast afstæð fátæktarmörk, þ.e. eru lægri en 60% af meðaltekjum. Fyrir þá, sem eru í þessari stöðu, eru þetta ekki bara tölur á blaði heldur miskunnarlaus veruleiki, sem hefur áhrif á uppvaxtarskilyrði barna, húsnæði, heilsu, menntun og stjórn á eigin lífi. Metnaður ESB var að draga úr fátæktinni og einangruninni á þeim áratug sem nú er að ljúka, en veruleikinn er allt annar. Fátæktin hefur aukist, og það á einnig við um Norðurlöndin. Svona ætti þetta að sjálfsögðu ekki að vera, þar sem byrjunarstaða Norðurlanda var góð. Norræna velferðarkerfið hefur fyrst og fremst stuðlað að jöfnuði í samfélaginu með tiltölulega lítilli fátækt, en líkanið felur einnig í sér aðra þætti sem skapa skilyrði fyrir betra lífi og velferð. Má þar nefna góða heilsu, hátt menntunarstig, lítið atvinnuleysi o.s.frv. Í Evrópu er oft litið á norræna líkanið sem fyrirmynd í vinnu við að móta evrópskt félagslegt líkan. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi. Því miður stefnir nú þróunin niður á við, atvinnuleysi og fátækt eykst. Hér er ekki aðeins um afleiðingar fjármálakreppunnar að ræða, heldur einnig það að við höfum sagt skilið við grunnþátt norræna líkansins, þ.e. að verja samfélagslegan jöfnuð þar sem allir fá tækifæri til að lífa góðu lífi með öruggar tekjur. Ójöfnuðurinn í tekjum og lífskjörum eykst hratt í löndum okkar þó að nýjustu rannsóknir sýni að það er einmitt jöfnuðurinn sem ræður hvað mestu um hvernig land stendur sig í mælingum á ýmsum velferðarþáttum svo sem menntun, lífslíkum, glæpatíðni, heilbrigði, öryggi, fátækt o.fl. Gagnvart þegnum sínum og umheiminum, bera Norðurlöndin mikla ábyrgð á því að nýta þær hagstæðu forsendur sem þau hafa til að vera áfram fyrirmynd hvernig hægt er að byggja upp samfélag þar sem ríkir jöfnuður og fátækt er lítil. Til að gera það er mikilvægt að standa vörð um grunnþætti norrænnar velferðarstefnu og að sýna það á ýmsan hátt í verki, að við samþykkjum ekki fátækt. Við höfum bæði vilja og getu til að berjast gegn henni. Fátækt er margslungið vandamál sem á rætur að rekja til margra, oft samverkandi þátta. Baráttuna gegn fátækt verður því að heyja á mörgum vígstöðvum samtímis. Félagsleg heildarsýn og viðeigandi lágmarksframfærsla og lágmarkslaun eru mikilvægir þættir í baráttunni. Útrýming fátæktar er langtímaverkefni. Þess vegna æskjum við þess að þetta umrædda átak, Evrópuár um fátækt og félagslega einangrun 2010 verði framlengt. Ísland þyrfti að setja saman eigin langtímaáætlun um baráttuna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Þessar áætlanir eiga áfram að gera frjálsum félagasamtökum og öðrum, sem koma að þessum málum, kleift að fá stuðning við starfsemi sem miðar að því að gera þessi mál sýnileg og tala máli þeirra sem minna mega sín. Einnig þarf að sinna frumkvöðlastarfsemi og rannsóknum. Sýnið vilja, sýnið getu, stöðvið fátæktina! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Oktavía Guðmundsdóttir og Vilborg Oddsdóttir skrifa: Evrópusambandið hefur tileinkað árinu 2010 baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ástæðan er að 17% eða um 80 milljónir íbúa ESB landa eru nú með tekjur undir því sem kallast afstæð fátæktarmörk, þ.e. eru lægri en 60% af meðaltekjum. Fyrir þá, sem eru í þessari stöðu, eru þetta ekki bara tölur á blaði heldur miskunnarlaus veruleiki, sem hefur áhrif á uppvaxtarskilyrði barna, húsnæði, heilsu, menntun og stjórn á eigin lífi. Metnaður ESB var að draga úr fátæktinni og einangruninni á þeim áratug sem nú er að ljúka, en veruleikinn er allt annar. Fátæktin hefur aukist, og það á einnig við um Norðurlöndin. Svona ætti þetta að sjálfsögðu ekki að vera, þar sem byrjunarstaða Norðurlanda var góð. Norræna velferðarkerfið hefur fyrst og fremst stuðlað að jöfnuði í samfélaginu með tiltölulega lítilli fátækt, en líkanið felur einnig í sér aðra þætti sem skapa skilyrði fyrir betra lífi og velferð. Má þar nefna góða heilsu, hátt menntunarstig, lítið atvinnuleysi o.s.frv. Í Evrópu er oft litið á norræna líkanið sem fyrirmynd í vinnu við að móta evrópskt félagslegt líkan. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi. Því miður stefnir nú þróunin niður á við, atvinnuleysi og fátækt eykst. Hér er ekki aðeins um afleiðingar fjármálakreppunnar að ræða, heldur einnig það að við höfum sagt skilið við grunnþátt norræna líkansins, þ.e. að verja samfélagslegan jöfnuð þar sem allir fá tækifæri til að lífa góðu lífi með öruggar tekjur. Ójöfnuðurinn í tekjum og lífskjörum eykst hratt í löndum okkar þó að nýjustu rannsóknir sýni að það er einmitt jöfnuðurinn sem ræður hvað mestu um hvernig land stendur sig í mælingum á ýmsum velferðarþáttum svo sem menntun, lífslíkum, glæpatíðni, heilbrigði, öryggi, fátækt o.fl. Gagnvart þegnum sínum og umheiminum, bera Norðurlöndin mikla ábyrgð á því að nýta þær hagstæðu forsendur sem þau hafa til að vera áfram fyrirmynd hvernig hægt er að byggja upp samfélag þar sem ríkir jöfnuður og fátækt er lítil. Til að gera það er mikilvægt að standa vörð um grunnþætti norrænnar velferðarstefnu og að sýna það á ýmsan hátt í verki, að við samþykkjum ekki fátækt. Við höfum bæði vilja og getu til að berjast gegn henni. Fátækt er margslungið vandamál sem á rætur að rekja til margra, oft samverkandi þátta. Baráttuna gegn fátækt verður því að heyja á mörgum vígstöðvum samtímis. Félagsleg heildarsýn og viðeigandi lágmarksframfærsla og lágmarkslaun eru mikilvægir þættir í baráttunni. Útrýming fátæktar er langtímaverkefni. Þess vegna æskjum við þess að þetta umrædda átak, Evrópuár um fátækt og félagslega einangrun 2010 verði framlengt. Ísland þyrfti að setja saman eigin langtímaáætlun um baráttuna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Þessar áætlanir eiga áfram að gera frjálsum félagasamtökum og öðrum, sem koma að þessum málum, kleift að fá stuðning við starfsemi sem miðar að því að gera þessi mál sýnileg og tala máli þeirra sem minna mega sín. Einnig þarf að sinna frumkvöðlastarfsemi og rannsóknum. Sýnið vilja, sýnið getu, stöðvið fátæktina!
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun