Opið bréf til heilbrigðisráðherra 10. nóvember 2010 06:00 Ágæti ráðherra. Fyrirhugaður niðurskurður á grunnþjónustu á sjúkrahúsum á landsbyggðinni vekur upp áleitnar spurningar. Ljóst er að tillögurnar fela í sér kerfisbreytingu þar sem þungi niðurskurðarins lendir á stofnunum sem nú standa fyrir u.þ.b. 10% af útgjöldum til heilbrigðismála. Heildarniðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu nemur um 4,7 milljörðum króna, þar af 3 milljörðum á héraðssjúkrahúsunum. Af þessu leiðir að verkefni verða færð frá héraðssjúkrahúsunum til Landspítala - Háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og reyndar að öllum líkindum til einkalæknastofa í Reykjavík. Með þessum niðurskurði er því verið að ráðast í stórfellda kerfisbreytingu á fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustunnar í landinu sem ekki hefur farið nein skipulögð umræða um. Hvers vegna ráðfærðu starfsmenn ráðuneytisins sig ekki við forsvarsmenn héraðssjúkrahúsanna áður en tillögurnar komu fram. Þeir fengu fyrst að heyra af þeim degi áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram? Telur ráðherrann þetta skynsamleg vinnubrögð? Hefur verið reiknað út hvaða kostnaðaraukning verður á LSH og FSA bæði hvað varðar rekstur og stofnkostnað sem leggja verður út í til að geta tekið við auknum verkefnum? Hefur verið reiknaður út kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna flutnings sjúklinga frá dreifðari byggðum til Reykjavíkur og Akureyrar? Hefur kostnaður sem leggst á sjúklinga og aðstandendur þeirra vegna vinnutaps, ferða og dvalar í Reykjavík og á Akureyri verið metinn? Látið hefur verið í veðri vaka, bæði af læknum á Landspítalanum og stjórnmálamönnum sem tekið hafa undir með þeim, að ástæðulaust sé að reka litla landspítala úti um allt land þar sem héraðssjúkrahúsin hafi ekki yfir nægilegri fagþekkingu að ráða og öryggi sjúklinga þeirra þar með ógnað. Er ráðherrann sammála þessum sjónarmiðum og að þess vegna sé rétt að færa verkefni frá héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi til Landspítalans? Er ekki ábyrgðarhluti að grafa undan trausti á héraðssjúkrahúsunum með þessum hætti og vekja upp tortryggni gagnvart þjónustunni sem þau veita? Með tillögunum mun Landspítalinn verða umdæmissjúkrahús Sunnlendinga og taka við og sinna: Öllum sjúklingum sem liggja banaleguna; krabbameinssjúklingum; öllum almennum lyflæknissjúklingum; aðgerðarsjúklingum frá LSH sem verða alla leguna á LSH í stað þess að liggja eftir aðgerð í heimabyggð; öllum sjúklingum með sýkingar sem þurfa innlögn; öllum fæðingum; öllum heimsóknum mæðra í aðdraganda fæðingar; sængurlegu mæðra sem geta ekki nýtt sér heimaþjónustu ljósmæðra. Er ofantalin þjónusta byggð á tækni og fagþekkingu sem héraðssjúkrahúsin á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði hafa ekki yfir að ráða? Er líklegt að þessi þjónusta verði ódýrari á Landspítalanum en á héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi? Í sumar sem leið fengu landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur verkfræðing til að gera úttekt á skýrslu um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu sem unnin var að tilhlutan heilbrigðisráðuneytisins sl. vetur. Samkvæmt úttekt Guðrúnar Bryndísar kom m.a. í ljós að sambærileg þjónusta var allt að tíu sinnum dýrari á Landspítalanum en á smærri sjúkrahúsunum. Ráðuneytinu var send úttektarskýrslan og jafnframt lýst yfir vilja til að ræða efni hennar við sérfræðinga ráðuneytisins. Engin svör bárust frá ráðuneytinu. Kann ráðherrann einhverjar skýringar á því? Hver er skýring ráðherrans á því að framlög til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands lækka um 3% á sama tíma og þau lækka um 16-25% til heilbrigðisstofnana í Suðurkjördæmi? Bent skal á í þessu sambandi að framlög til HVE, skv. fjárlagatillögum, nema um 2.700 milljónum króna en til HSU um 1.700 milljónum þrátt fyrir að íbúar á svæði HVE séu um fjórðungi færri en á starfssvæði HSU. Einnig að töluvert styttra er til Reykjavíkur frá Akranesi en frá Selfossi og ekki um fjallveg að fara. Hefur verið reiknað út hvað aukið álag hjá einkastofum í Reykjavík, sem leiðir af þessum breytingum, kostar heilbrigðiskerfið? Nú eru horfur á að Sjúkratryggingar Íslands sem fjármagna starfsemi einkastofanna muni fara um 1500 milljónir fram úr heimildum fjárlaga á þessu ári og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir svaraði því aðspurð að ekki hefði tekist að fá lækna til að fara að fyrirmælum fjárlaga vegna samninga sem þeir hafa við Sjúkratryggingar. Telur heilbrigðisráðherrann líklegt að árangur við sparnað í rekstri heilbrigðiskerfisins náist með því að auka viðskipti ríkisins við einkastofur lækna? Að lokum. Er hugsanlegt að þessar breytingar séu fyrirhugðar til að réttlæta byggingu hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni? Væri ekki rétt áður en lengra er haldið að kanna rækilega hvort þau áform eru skynsamleg og réttlætanleg nú þegar ríkissjóður glímir við mikinn hallarekstur. Væri ekki nær að nýta þá fjárfestingu betur sem til staðar er á héraðssjúkrahúsunum áður en lagt er út í rándýrar framkvæmdir? Með von um greinargóð svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra. Fyrirhugaður niðurskurður á grunnþjónustu á sjúkrahúsum á landsbyggðinni vekur upp áleitnar spurningar. Ljóst er að tillögurnar fela í sér kerfisbreytingu þar sem þungi niðurskurðarins lendir á stofnunum sem nú standa fyrir u.þ.b. 10% af útgjöldum til heilbrigðismála. Heildarniðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu nemur um 4,7 milljörðum króna, þar af 3 milljörðum á héraðssjúkrahúsunum. Af þessu leiðir að verkefni verða færð frá héraðssjúkrahúsunum til Landspítala - Háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og reyndar að öllum líkindum til einkalæknastofa í Reykjavík. Með þessum niðurskurði er því verið að ráðast í stórfellda kerfisbreytingu á fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustunnar í landinu sem ekki hefur farið nein skipulögð umræða um. Hvers vegna ráðfærðu starfsmenn ráðuneytisins sig ekki við forsvarsmenn héraðssjúkrahúsanna áður en tillögurnar komu fram. Þeir fengu fyrst að heyra af þeim degi áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram? Telur ráðherrann þetta skynsamleg vinnubrögð? Hefur verið reiknað út hvaða kostnaðaraukning verður á LSH og FSA bæði hvað varðar rekstur og stofnkostnað sem leggja verður út í til að geta tekið við auknum verkefnum? Hefur verið reiknaður út kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna flutnings sjúklinga frá dreifðari byggðum til Reykjavíkur og Akureyrar? Hefur kostnaður sem leggst á sjúklinga og aðstandendur þeirra vegna vinnutaps, ferða og dvalar í Reykjavík og á Akureyri verið metinn? Látið hefur verið í veðri vaka, bæði af læknum á Landspítalanum og stjórnmálamönnum sem tekið hafa undir með þeim, að ástæðulaust sé að reka litla landspítala úti um allt land þar sem héraðssjúkrahúsin hafi ekki yfir nægilegri fagþekkingu að ráða og öryggi sjúklinga þeirra þar með ógnað. Er ráðherrann sammála þessum sjónarmiðum og að þess vegna sé rétt að færa verkefni frá héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi til Landspítalans? Er ekki ábyrgðarhluti að grafa undan trausti á héraðssjúkrahúsunum með þessum hætti og vekja upp tortryggni gagnvart þjónustunni sem þau veita? Með tillögunum mun Landspítalinn verða umdæmissjúkrahús Sunnlendinga og taka við og sinna: Öllum sjúklingum sem liggja banaleguna; krabbameinssjúklingum; öllum almennum lyflæknissjúklingum; aðgerðarsjúklingum frá LSH sem verða alla leguna á LSH í stað þess að liggja eftir aðgerð í heimabyggð; öllum sjúklingum með sýkingar sem þurfa innlögn; öllum fæðingum; öllum heimsóknum mæðra í aðdraganda fæðingar; sængurlegu mæðra sem geta ekki nýtt sér heimaþjónustu ljósmæðra. Er ofantalin þjónusta byggð á tækni og fagþekkingu sem héraðssjúkrahúsin á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði hafa ekki yfir að ráða? Er líklegt að þessi þjónusta verði ódýrari á Landspítalanum en á héraðssjúkrahúsunum á Suðurlandi? Í sumar sem leið fengu landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur verkfræðing til að gera úttekt á skýrslu um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu sem unnin var að tilhlutan heilbrigðisráðuneytisins sl. vetur. Samkvæmt úttekt Guðrúnar Bryndísar kom m.a. í ljós að sambærileg þjónusta var allt að tíu sinnum dýrari á Landspítalanum en á smærri sjúkrahúsunum. Ráðuneytinu var send úttektarskýrslan og jafnframt lýst yfir vilja til að ræða efni hennar við sérfræðinga ráðuneytisins. Engin svör bárust frá ráðuneytinu. Kann ráðherrann einhverjar skýringar á því? Hver er skýring ráðherrans á því að framlög til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands lækka um 3% á sama tíma og þau lækka um 16-25% til heilbrigðisstofnana í Suðurkjördæmi? Bent skal á í þessu sambandi að framlög til HVE, skv. fjárlagatillögum, nema um 2.700 milljónum króna en til HSU um 1.700 milljónum þrátt fyrir að íbúar á svæði HVE séu um fjórðungi færri en á starfssvæði HSU. Einnig að töluvert styttra er til Reykjavíkur frá Akranesi en frá Selfossi og ekki um fjallveg að fara. Hefur verið reiknað út hvað aukið álag hjá einkastofum í Reykjavík, sem leiðir af þessum breytingum, kostar heilbrigðiskerfið? Nú eru horfur á að Sjúkratryggingar Íslands sem fjármagna starfsemi einkastofanna muni fara um 1500 milljónir fram úr heimildum fjárlaga á þessu ári og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir svaraði því aðspurð að ekki hefði tekist að fá lækna til að fara að fyrirmælum fjárlaga vegna samninga sem þeir hafa við Sjúkratryggingar. Telur heilbrigðisráðherrann líklegt að árangur við sparnað í rekstri heilbrigðiskerfisins náist með því að auka viðskipti ríkisins við einkastofur lækna? Að lokum. Er hugsanlegt að þessar breytingar séu fyrirhugðar til að réttlæta byggingu hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni? Væri ekki rétt áður en lengra er haldið að kanna rækilega hvort þau áform eru skynsamleg og réttlætanleg nú þegar ríkissjóður glímir við mikinn hallarekstur. Væri ekki nær að nýta þá fjárfestingu betur sem til staðar er á héraðssjúkrahúsunum áður en lagt er út í rándýrar framkvæmdir? Með von um greinargóð svör.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar