Læknamistök á HSS Lögreglurannsókn hafi engin áhrif á veitingu læknaleyfis Læknir sem sætir enn rannsókn grunaður um að hafa orðið sjúklingum sínum að aldurstila hefur fengið ótakmarkað læknaleyfi á ný. Að sögn Embættis landlæknis er hvergi fjallað um að yfirstandandi lögreglurannsókn sé takmarkandi þáttur, þegar endurveiting starfsleyfis er annars vegar, í lögum um landlækni og lýðheilsu. Innlent 16.7.2024 11:49 Skúli Tómas kominn með lækningaleyfi Skúli Tómas Gunnlaugsson, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir, er kominn með lækningaleyfi á nýjan leik. Hann er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu og um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga. Innlent 8.7.2024 17:35 Skúli Tómas sinnir sjúklingum af og til Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, sinnir af og til sjúklingum á Landspítalanum. Innlent 8.5.2024 14:08 „Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ Innlent 12.2.2023 07:00 Segir ummæli Skúla undarleg og fyrirslátt Dóttir konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir ummæli Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga í lífslokameðferð án tilefnis, vera undarleg og fyrirslátt. Hún segir svo virðast að Skúli Tómas sé ekki í tengslum við raunveruleikann. Innlent 22.1.2023 16:56 Meint þagnarskylda um lífslokameðferð Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. Skoðun 22.1.2023 16:30 Undrandi á yfirlýsingu Skúla Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð. Innlent 21.1.2023 20:59 Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. Innlent 19.1.2023 20:01 Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. Innlent 19.1.2023 13:34 Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Innlent 19.1.2023 11:16 „Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. Innlent 19.1.2023 09:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. Innlent 18.1.2023 18:05 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. Innlent 26.7.2022 14:01 Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. Innlent 16.5.2022 17:43 Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. Innlent 7.5.2022 19:02 Sunna Karen verðlaunuð fyrir umfjöllun ársins Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi hlaut nú síðdegis Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Innlent 1.4.2022 18:19 Berghildur Erla, Sunna Karen og Kompás tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár. Innlent 25.3.2022 08:55 Níu andlát tengd lækninum nú á borði lögreglu Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig og lýtur nú að andláti níu sjúklinga á stofnuninni á árunum 2018 til 2020. Því til viðbótar eru mál fimm annarra sjúklinga til skoðunar en þeir höfðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt. Innlent 24.3.2022 15:57 Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. Innlent 17.2.2022 19:50 Skúli Tómas færður til í starfi þar til skýrari mynd fæst á atburðina á HSS Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláta sex sjúklinga og mála fimm annarra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur verið færður til í starfi innan Landspítalans. Innlent 14.12.2021 18:17 Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. Innlent 13.12.2021 11:05 Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. Skoðun 13.12.2021 09:30 Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. Innlent 10.12.2021 19:10 Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. Innlent 1.12.2021 18:41 Lýsir lokadögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“ „Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“ Innlent 29.11.2021 15:37 Opið bréf til stjórnenda Landspítalans vegna Skúla Gunnlaugssonar læknis Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Skúli Gunnlaugsson læknir verði áfram við störf á spítalanum þrátt fyrir að vera viðfangsefni lögreglurannsóknar sem snýr að andláti fjölda sjúklinga í hans umsjón. Þar sem mér er málið skylt finn ég mig knúinn til að skrifa þetta bréf. Skoðun 29.11.2021 09:01 Læknirinn áfram í þjálfunarferli á Landspítalanum Læknir sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um að bera ábyrgð á dauðsföllum sex sjúklinga sem hann sinnti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verður áfram í þjálfunar- og endurmenntunarferli á Landspítalanum. Innlent 26.11.2021 16:59 Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans. Innlent 25.11.2021 23:43 Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. Innlent 25.11.2021 13:05 Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. Innlent 24.11.2021 18:35 « ‹ 1 2 ›
Lögreglurannsókn hafi engin áhrif á veitingu læknaleyfis Læknir sem sætir enn rannsókn grunaður um að hafa orðið sjúklingum sínum að aldurstila hefur fengið ótakmarkað læknaleyfi á ný. Að sögn Embættis landlæknis er hvergi fjallað um að yfirstandandi lögreglurannsókn sé takmarkandi þáttur, þegar endurveiting starfsleyfis er annars vegar, í lögum um landlækni og lýðheilsu. Innlent 16.7.2024 11:49
Skúli Tómas kominn með lækningaleyfi Skúli Tómas Gunnlaugsson, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir, er kominn með lækningaleyfi á nýjan leik. Hann er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu og um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga. Innlent 8.7.2024 17:35
Skúli Tómas sinnir sjúklingum af og til Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, sinnir af og til sjúklingum á Landspítalanum. Innlent 8.5.2024 14:08
„Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ Innlent 12.2.2023 07:00
Segir ummæli Skúla undarleg og fyrirslátt Dóttir konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir ummæli Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga í lífslokameðferð án tilefnis, vera undarleg og fyrirslátt. Hún segir svo virðast að Skúli Tómas sé ekki í tengslum við raunveruleikann. Innlent 22.1.2023 16:56
Meint þagnarskylda um lífslokameðferð Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. Skoðun 22.1.2023 16:30
Undrandi á yfirlýsingu Skúla Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð. Innlent 21.1.2023 20:59
Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. Innlent 19.1.2023 20:01
Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. Innlent 19.1.2023 13:34
Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Innlent 19.1.2023 11:16
„Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. Innlent 19.1.2023 09:43
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. Innlent 18.1.2023 18:05
Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. Innlent 26.7.2022 14:01
Skúli Tómas kominn í leyfi frá Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum. Innlent 16.5.2022 17:43
Skúli Tómas sinnir sjúklingum þrátt fyrir yfirlýsingar Landspítala Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, hefur stöku sinnum sinnt sjúklingum á Landspítalanum eftir að málið kom upp. Innlent 7.5.2022 19:02
Sunna Karen verðlaunuð fyrir umfjöllun ársins Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi hlaut nú síðdegis Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Innlent 1.4.2022 18:19
Berghildur Erla, Sunna Karen og Kompás tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár. Innlent 25.3.2022 08:55
Níu andlát tengd lækninum nú á borði lögreglu Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig og lýtur nú að andláti níu sjúklinga á stofnuninni á árunum 2018 til 2020. Því til viðbótar eru mál fimm annarra sjúklinga til skoðunar en þeir höfðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt. Innlent 24.3.2022 15:57
Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. Innlent 17.2.2022 19:50
Skúli Tómas færður til í starfi þar til skýrari mynd fæst á atburðina á HSS Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláta sex sjúklinga og mála fimm annarra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur verið færður til í starfi innan Landspítalans. Innlent 14.12.2021 18:17
Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. Innlent 13.12.2021 11:05
Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. Skoðun 13.12.2021 09:30
Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. Innlent 10.12.2021 19:10
Telur að Landspítalinn haldi hlífiskildi yfir Skúla lækni „Mér finnst allt benda til þess að það sé haldið hlífiskildi yfir Skúla lækni,” segir Guðbjörn Dan Gunnarsson, sonur konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsfalli hennar með því að setja hana í lífslokameðferð að tilefnislausu. Innlent 1.12.2021 18:41
Lýsir lokadögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“ „Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“ Innlent 29.11.2021 15:37
Opið bréf til stjórnenda Landspítalans vegna Skúla Gunnlaugssonar læknis Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Skúli Gunnlaugsson læknir verði áfram við störf á spítalanum þrátt fyrir að vera viðfangsefni lögreglurannsóknar sem snýr að andláti fjölda sjúklinga í hans umsjón. Þar sem mér er málið skylt finn ég mig knúinn til að skrifa þetta bréf. Skoðun 29.11.2021 09:01
Læknirinn áfram í þjálfunarferli á Landspítalanum Læknir sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um að bera ábyrgð á dauðsföllum sex sjúklinga sem hann sinnti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verður áfram í þjálfunar- og endurmenntunarferli á Landspítalanum. Innlent 26.11.2021 16:59
Stjórnendur Landspítala funduðu vegna lögreglurannsóknar Stjórnendur Landspítala funduðu í dag með landlækni vegna læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar sem sætir lögreglurannsókn vegna gruns um alvarleg mistök í starfi, sem talin eru hafa valdið dauðsföllum sjúklinga hans. Innlent 25.11.2021 23:43
Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. Innlent 25.11.2021 13:05
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. Innlent 24.11.2021 18:35
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent