Meint þagnarskylda um lífslokameðferð Eva Hauksdóttir skrifar 22. janúar 2023 16:30 Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. Þar til í síðustu viku hafði ekkert heyrst um afstöðu Skúla síðan í desember 2021 þegar fjölmiðlar greindu frá því að hann teldi kærumál gegn sér byggð á misskilningi. Nú hefur lögreglan lokið rannsókn og misskilningurinn er ekki stærri en svo að málinu hefur verið vísað til ákærusviðs. Undarleg túlkun á matsgerð Skúli Tómas hefur nú rofið þögnina, segist borinn röngum sökum, gefur til kynna að matsgerðir dómkvaddra matsmanna sanni sakleysi sitt, og kvartar undan einhliða umfjöllun fjölmiðla. Ég hef aðeins séð matsgerðir sem varða mál móður minnar. Þær eru í fullu samræmi við mat annarra sérfræðinga. Samkvæmt matsgerð sem varðar hjúkrun var reglum fylgt við umönnun en samkvæmt matsgerð sem varðar læknisfræðilega meðferð, sem Skúli bar ábyrgð á, sætti móðir mín lífslokameðferð sem ekki voru forsendur fyrir. Staðan er einfaldlega sú að; óháður sérfræðingur sem vann álitsgerð fyrir embætti landlæknis telur að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, sérfræðingar embættis landlæknis telja að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, dómkvaddir matsmenn hafa í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð. Þá er undarleg sú staðhæfing Skúla að sjúklingar hans hafi látist af náttúrulegum orsökum því eðli máls samkvæmt deyr fólk af náttúrulegum orsökum ef það er sett á lífslokameðferð. Þess vegna á ekki að beita lífslokameðferð fyrr en sjúklingurinn er sannarlega deyjandi. Réttargæslumaður móður minnar hefur greint nánar frá efni matgerðinnar sem Skúli telur sér svo hagstæða. Hversu langt nær þagnarskyldan? Það er rétt hjá Skúla að umfjöllun fjölmiðla hefur verið einhliða, enda lítið hægt um hans hlið að segja þegar hann neitar að ræða hana. Skúli ber fyrir sig þagnarskyldu, sem hann heldur fram að geri sér ómögulegt að tjá sig um málið. Það er fyrirsláttur. Þagnarskyldan varðar sjúklinga - ekki verklag á heilbrigðisstofnunum. Skúli getur ekki rætt sjúkdóma eða önnur persónuleg mál sjúklinga en málið snýst ekki um heilsufar þeirra sem hann er talinn hafa brotið gegn, heldur um það hvernig staðið var að meðferð þeirra. Skúli getur að sjálfsögðu lýst því hvernig almennt var staðið að lífslokameðferð undir hans stjórn á HSS. Hann getur útskýrt hvernig ákvörðun um lífslokameðferð var tekin, hvaða forsendur lágu ákvörðun til grundvallar, hvernig skráningu var háttað, hvort samráð var haft við annað starfsfólk og hvernig brugðist var við ef annað starfsfólk en ábyrgur læknir taldi eitthvað athugavert. Hann getur líka sagt frá því hvenær og hvernig það mat læknis að sjúklingur væri deyjandi var kynnt aðstandendum og þeim sjúklingum sem voru með meðvitund. Hann getur lýst því hvernig samþykkis var aflað frá sjúklingi og/eða aðstandendum og hvernig hann brást við þegar aðstandendur töldu slíka meðferð ótímabæra eða vildu að ákvörðun yrði endurskoðuð. Hann getur sagt frá þeim áhrifum sem það hafði á framvindu meðferðar þegar sjúklingi fór fram þrátt fyrir meðferð sem felur ekki í sér lækningatilraunir og er eingöngu ætlað að lina þjáningar manneskju sem sannarlega er deyjandi. Blaðamenn gefi Skúla færi á skýringum Skúli getur líka útskýrt af hverju svo margir voru óánægðir með störf hans að lögregla hefur nú lokið rannsókn ellefu mála þar sem hann bar ábyrgð á meðferð sjúklinga. Þar af eru sex mál þar sem grunur er uppi um ótímabæra lífslokameðferð. Ef málið snýst ekki um meðferð sjúklinganna, um hvað snýst það þá? Allt þetta getur Skúli tjáð sig um opinberlega án þess að brjóta trúnað við nokkurn mann. Heiðarleg svör yrðu mjög upplýsandi fyrir almenning. Nú þegar Skúli er loks tilbúinn að tjá sig væri upplagt að blaðamenn gengju eftir svörum um þessi atriði. Vonandi veitir Skúli viðtal og vonandi verður hann þá kominn í betra samband við raunveruleikann. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknamistök á HSS Eva Hauksdóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um stórfelld brot í starfi, virðist eiga í nokkuð sérstöku sambandi við veruleikann. Hann er m.a. grunaður um að hafa sett sjúklinga á lífslokameðferð án tilefnis en það eru bara alvarlegustu brotin. Þar til í síðustu viku hafði ekkert heyrst um afstöðu Skúla síðan í desember 2021 þegar fjölmiðlar greindu frá því að hann teldi kærumál gegn sér byggð á misskilningi. Nú hefur lögreglan lokið rannsókn og misskilningurinn er ekki stærri en svo að málinu hefur verið vísað til ákærusviðs. Undarleg túlkun á matsgerð Skúli Tómas hefur nú rofið þögnina, segist borinn röngum sökum, gefur til kynna að matsgerðir dómkvaddra matsmanna sanni sakleysi sitt, og kvartar undan einhliða umfjöllun fjölmiðla. Ég hef aðeins séð matsgerðir sem varða mál móður minnar. Þær eru í fullu samræmi við mat annarra sérfræðinga. Samkvæmt matsgerð sem varðar hjúkrun var reglum fylgt við umönnun en samkvæmt matsgerð sem varðar læknisfræðilega meðferð, sem Skúli bar ábyrgð á, sætti móðir mín lífslokameðferð sem ekki voru forsendur fyrir. Staðan er einfaldlega sú að; óháður sérfræðingur sem vann álitsgerð fyrir embætti landlæknis telur að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, sérfræðingar embættis landlæknis telja að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, dómkvaddir matsmenn hafa í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð. Þá er undarleg sú staðhæfing Skúla að sjúklingar hans hafi látist af náttúrulegum orsökum því eðli máls samkvæmt deyr fólk af náttúrulegum orsökum ef það er sett á lífslokameðferð. Þess vegna á ekki að beita lífslokameðferð fyrr en sjúklingurinn er sannarlega deyjandi. Réttargæslumaður móður minnar hefur greint nánar frá efni matgerðinnar sem Skúli telur sér svo hagstæða. Hversu langt nær þagnarskyldan? Það er rétt hjá Skúla að umfjöllun fjölmiðla hefur verið einhliða, enda lítið hægt um hans hlið að segja þegar hann neitar að ræða hana. Skúli ber fyrir sig þagnarskyldu, sem hann heldur fram að geri sér ómögulegt að tjá sig um málið. Það er fyrirsláttur. Þagnarskyldan varðar sjúklinga - ekki verklag á heilbrigðisstofnunum. Skúli getur ekki rætt sjúkdóma eða önnur persónuleg mál sjúklinga en málið snýst ekki um heilsufar þeirra sem hann er talinn hafa brotið gegn, heldur um það hvernig staðið var að meðferð þeirra. Skúli getur að sjálfsögðu lýst því hvernig almennt var staðið að lífslokameðferð undir hans stjórn á HSS. Hann getur útskýrt hvernig ákvörðun um lífslokameðferð var tekin, hvaða forsendur lágu ákvörðun til grundvallar, hvernig skráningu var háttað, hvort samráð var haft við annað starfsfólk og hvernig brugðist var við ef annað starfsfólk en ábyrgur læknir taldi eitthvað athugavert. Hann getur líka sagt frá því hvenær og hvernig það mat læknis að sjúklingur væri deyjandi var kynnt aðstandendum og þeim sjúklingum sem voru með meðvitund. Hann getur lýst því hvernig samþykkis var aflað frá sjúklingi og/eða aðstandendum og hvernig hann brást við þegar aðstandendur töldu slíka meðferð ótímabæra eða vildu að ákvörðun yrði endurskoðuð. Hann getur sagt frá þeim áhrifum sem það hafði á framvindu meðferðar þegar sjúklingi fór fram þrátt fyrir meðferð sem felur ekki í sér lækningatilraunir og er eingöngu ætlað að lina þjáningar manneskju sem sannarlega er deyjandi. Blaðamenn gefi Skúla færi á skýringum Skúli getur líka útskýrt af hverju svo margir voru óánægðir með störf hans að lögregla hefur nú lokið rannsókn ellefu mála þar sem hann bar ábyrgð á meðferð sjúklinga. Þar af eru sex mál þar sem grunur er uppi um ótímabæra lífslokameðferð. Ef málið snýst ekki um meðferð sjúklinganna, um hvað snýst það þá? Allt þetta getur Skúli tjáð sig um opinberlega án þess að brjóta trúnað við nokkurn mann. Heiðarleg svör yrðu mjög upplýsandi fyrir almenning. Nú þegar Skúli er loks tilbúinn að tjá sig væri upplagt að blaðamenn gengju eftir svörum um þessi atriði. Vonandi veitir Skúli viðtal og vonandi verður hann þá kominn í betra samband við raunveruleikann. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar