Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. febrúar 2022 19:50 Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. Í dag sækja um fjögur þúsund manns á þessu 28 þúsund manna svæði sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Það er tæplega sjötti hver íbúi. „Flest allir sem að ég tala við og þekki fara allir frekar í bæinn eða eru komnir með lækna í bænum frekar en að fara hingað,“ segir Halldóra Ósk Ólafsdóttari bókari og íbúi í Sandgerði. Hún segist hafa lent í ýmsum erfiðleikum í samskiptum sínum við lækna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nýlegasta dæmið er af syni hennar sem var í tvígang ranglega greindur af mismunandi læknum á HSS eftir að hafa fengið mikil útbrot á allan líkaman og bólgur í andlit. Hann versnaði síðan mjög og loksins þegar Halldóra fór með hann á Barnalæknaþjónustuna í Reykjavík var hann strax sendur upp á Barnaspítala Hringsins, greindur með ofsakláða og útbrot vegna veirusýkingar. Ólafur Friðrik, sonur Halldóru, fékk mikil útbrot eftir veirusýkingu. Sagt að hún sé geðveik Annað dæmi rekur hún eftir að hún hafði lent í bæði bílslysi og því að vera keyrð niður af mótorhjóli á innan við tveimur mánuðum. Þá undirgekkst hún sjúkraþjálfun en eftir hana hafi hún enn fundið fyrir miklum verkjum og leitaði sér aðstoðar hjá fjölda lækna stofnunarinnar. Hún hafi krafist þess að fara í myndatöku og til sérfræðilæknis í gegn um heimilislækni þar. „En hann ákveður að taka mynd og segir: „Já það er bara ekkert að þér. En er einhver saga um geðveiki í fjölskyldunni þinni?“ Og ég bara nei það er engin saga um geðveiki í fjölskyldunni minni... En hann segir: „Já mér þykir leitt að segja þér það en þú ert bara eitthvað geðveik.““ Halldóra segir uppnefnið á HSS altalað meðal íbúa svæðisins.vísir/sigurjón Halldóra hafi síðan leitað sjálf til sérfræðings sem hafi litið á sömu myndir og greint hana strax með skemmt brjósk í hnjánum. Nýtt Sláturhús Lengi vel var það íþróttahöllin í Keflavík sem gekk undir dálítið óhuggulegu nafni. En nú eru margir íbúanna farnir að nota það nafn yfir hús HSS. „Sláturhúsið, já. Sláturhúsið á Suðurnesjum. Það er bara umtalað,“ segir Halldóra og fleiri sem fréttastofa ræddi við á svæðinu könnuðust vel við þetta uppnefni. Vondri stjórnun um að kenna Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna, kannast við óánægju íbúa með heilbrigðisþjónustu svæðisins. „Ég held að stjórnunin á þessum spítala sé ekki í samræmi við samfélagið. Og langt frá. Í öllum þjónustukönnunum sem við, sveitarfélagið Reykjanesbær, höfum gert á undanförnum árum kemur í ljós að mesta óánægjan á öllum sviðum er alltaf HSS,“ segir Friðjón. Friðjón segir málið flókið og að sveitarfélög svæðisins hafi lengi talað fyrir umbótum við heilbrigðisráðuneytið sem hafi ekkert gert í málinu.vísir/sigurjón Hann segir heilbrigðisráðherra verða að bregðast við stöðunni. „Spítalinn er hundrað prósent á ábyrgð heilbrigðisráðherra,“ segir Friðjón. „Okkur finnst ráðuneytið ekki taka þessu nógu alvarlega og við vitum ekki alveg hvert stjórnun spítalans er að fara, Í hvaða átt ætla þeir eiginlega að fara?“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í dag sækja um fjögur þúsund manns á þessu 28 þúsund manna svæði sér heilbrigðisþjónustu í Reykjavík. Það er tæplega sjötti hver íbúi. „Flest allir sem að ég tala við og þekki fara allir frekar í bæinn eða eru komnir með lækna í bænum frekar en að fara hingað,“ segir Halldóra Ósk Ólafsdóttari bókari og íbúi í Sandgerði. Hún segist hafa lent í ýmsum erfiðleikum í samskiptum sínum við lækna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nýlegasta dæmið er af syni hennar sem var í tvígang ranglega greindur af mismunandi læknum á HSS eftir að hafa fengið mikil útbrot á allan líkaman og bólgur í andlit. Hann versnaði síðan mjög og loksins þegar Halldóra fór með hann á Barnalæknaþjónustuna í Reykjavík var hann strax sendur upp á Barnaspítala Hringsins, greindur með ofsakláða og útbrot vegna veirusýkingar. Ólafur Friðrik, sonur Halldóru, fékk mikil útbrot eftir veirusýkingu. Sagt að hún sé geðveik Annað dæmi rekur hún eftir að hún hafði lent í bæði bílslysi og því að vera keyrð niður af mótorhjóli á innan við tveimur mánuðum. Þá undirgekkst hún sjúkraþjálfun en eftir hana hafi hún enn fundið fyrir miklum verkjum og leitaði sér aðstoðar hjá fjölda lækna stofnunarinnar. Hún hafi krafist þess að fara í myndatöku og til sérfræðilæknis í gegn um heimilislækni þar. „En hann ákveður að taka mynd og segir: „Já það er bara ekkert að þér. En er einhver saga um geðveiki í fjölskyldunni þinni?“ Og ég bara nei það er engin saga um geðveiki í fjölskyldunni minni... En hann segir: „Já mér þykir leitt að segja þér það en þú ert bara eitthvað geðveik.““ Halldóra segir uppnefnið á HSS altalað meðal íbúa svæðisins.vísir/sigurjón Halldóra hafi síðan leitað sjálf til sérfræðings sem hafi litið á sömu myndir og greint hana strax með skemmt brjósk í hnjánum. Nýtt Sláturhús Lengi vel var það íþróttahöllin í Keflavík sem gekk undir dálítið óhuggulegu nafni. En nú eru margir íbúanna farnir að nota það nafn yfir hús HSS. „Sláturhúsið, já. Sláturhúsið á Suðurnesjum. Það er bara umtalað,“ segir Halldóra og fleiri sem fréttastofa ræddi við á svæðinu könnuðust vel við þetta uppnefni. Vondri stjórnun um að kenna Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna, kannast við óánægju íbúa með heilbrigðisþjónustu svæðisins. „Ég held að stjórnunin á þessum spítala sé ekki í samræmi við samfélagið. Og langt frá. Í öllum þjónustukönnunum sem við, sveitarfélagið Reykjanesbær, höfum gert á undanförnum árum kemur í ljós að mesta óánægjan á öllum sviðum er alltaf HSS,“ segir Friðjón. Friðjón segir málið flókið og að sveitarfélög svæðisins hafi lengi talað fyrir umbótum við heilbrigðisráðuneytið sem hafi ekkert gert í málinu.vísir/sigurjón Hann segir heilbrigðisráðherra verða að bregðast við stöðunni. „Spítalinn er hundrað prósent á ábyrgð heilbrigðisráðherra,“ segir Friðjón. „Okkur finnst ráðuneytið ekki taka þessu nógu alvarlega og við vitum ekki alveg hvert stjórnun spítalans er að fara, Í hvaða átt ætla þeir eiginlega að fara?“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira