Skúli Tómas kominn með lækningaleyfi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 17:35 Skúli Tómas starfar á Landspítalanum í Fossvogi. Vísir Skúli Tómas Gunnlaugsson, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir, er kominn með lækningaleyfi á nýjan leik. Hann er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu og um að hafa valdið ótímabærum dauða níu sjúklinga. Á vef landlæknis má sjá að leyfi til almennra lyflækninga hafi verið gefið út til Skúla þann annan júní síðastliðinn. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í gegnum tíðina. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu en fékk síðan takmarkað lækningaleyfi. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Hann starfaði á takmörkuðu lækningaleyfi frá landlækni sem var bundið við Landspítalann en það hefur nú verið rýmkað og hann hefur nú almennt leyfi. Lögreglurannsókn er lokið á sex málum sem tengjast Skúla og hafa þau verið send í ákæruferli. Snemma árs í fyrra tjáði Skúli sig loks opinberlega um málið og birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Þar sagði hann að umfjöllun um málið hefði verið villandi og einhliða og að niðurstaða dómkvaddra matsmanna væri á einn veg, nefnilega að allir sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum. Í kjölfarið stigu margir kollegar hans fram og lýstu yfir stuðningi sínum við hann. Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Lögreglumál Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 „Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ 12. febrúar 2023 07:00 Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Á vef landlæknis má sjá að leyfi til almennra lyflækninga hafi verið gefið út til Skúla þann annan júní síðastliðinn. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í gegnum tíðina. Skúli var upphaflega sviptur lækningaleyfinu en fékk síðan takmarkað lækningaleyfi. Þá hóf hann störf á Landspítala og sinnti því verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Hann starfaði á takmörkuðu lækningaleyfi frá landlækni sem var bundið við Landspítalann en það hefur nú verið rýmkað og hann hefur nú almennt leyfi. Lögreglurannsókn er lokið á sex málum sem tengjast Skúla og hafa þau verið send í ákæruferli. Snemma árs í fyrra tjáði Skúli sig loks opinberlega um málið og birti yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Þar sagði hann að umfjöllun um málið hefði verið villandi og einhliða og að niðurstaða dómkvaddra matsmanna væri á einn veg, nefnilega að allir sjúklingarnir hefðu látist af náttúrulegum orsökum. Í kjölfarið stigu margir kollegar hans fram og lýstu yfir stuðningi sínum við hann.
Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Lögreglumál Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 „Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ 12. febrúar 2023 07:00 Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05
„Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ 12. febrúar 2023 07:00
Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34