Landspítalinn

Fréttamynd

Sé hægt að gera byltingu í ís­lensku heil­brigðis­kerfi

Fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að hægt sé að gera byltingu í íslenska heilbrigðiskerfinu með einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hver einstaklingur þurfi að bera meiri ábyrgð á að afla sér upplýsinga um sig sjálfan. Vinna að þess konar heilbrigðisþjónustu sé þegar hafin en ekki á þeim grundvelli að allir hafi jafnan aðgang.

Innlent
Fréttamynd

Bylting fram­undan en Land­spítalinn þurfi að hlaupa hraðar

Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Kona sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð segir að alla eftirfylgni hafi vantað.

Innlent
Fréttamynd

Kynna drög að nýrri stefnu í heil­brigðis­málum

Starfshópur undir formennsku Kára Stefánssonar fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skilað skýrslu til ráðherra með drögum að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ). Skýrslan verður kynnt á svokölluðum morgunverðarfundi heilbrigðisráðherra klukkan átta og verður í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Sveinn nýr for­maður stjórnar Land­spítalans

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Svein Magnússon, lækni og fyrrverandi skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, formann stjórnar Landspítala út skipunartíma sitjandi stjórnar sem er 11. júlí 2026. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Heild­stætt heil­brigðis­kerfi – hagur okkar allra

Við Íslendingar viljum sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, það sýna fjölmargar rannsóknir. Einkaaðilar bera þó uppi umtalsverðan hluta heilbrigðiskerfisins í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Samspil einkareksturs og opinbers reksturs í heilbrigðisþjónustu er flókið úrlausnarefni sem huga þarf mun betur að.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir greinast að meðal­tali á ári með malaríu

Tæplega tíu ára drengur lést í vikunni á Landspítalanum úr malaríu en hann veiktist eftir að hafa verið á ferðalagi í Úganda með fjölskyldu sinni. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að meðaltali fjóra greinast með malaríu á hverju ári á Íslandi. Hún hvetur þá sem hyggja á ferðalög til ákveðinna svæða að leita sér ráðgjafar.

Innlent
Fréttamynd

Van­ræksla stað­fest en niður­felling málsins líka

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá saksókn á hendur lækni á höfuðborgarsvæðinu sem þó er talið ljóst að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi þegar kona leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Konan lést hálfri annarri klukkustund eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttökunni.

Innlent
Fréttamynd

Líkið ekki innan um aðra sjúk­linga

Lík sjúklings á Landspítalanum lá ekki innan um aðra sjúklinga á sjúkrastofu um klukkutímaskeið að nóttu til á dögunum, heldur var það eitt á sjúkrastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Bíða þess enn að ráð­herra svari neyðarkalli um mönnun

Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir heilbrigðisráðherra ekki enn hafa fundið tíma til að funda með formönnum félags ljósmæðra, lækna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga um niðurstöður stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Blóð­bankinn á leið í Kringluna

Til stendur að flytja starfsemi Blóðbankans í svokallaðan Stóra turn í Kringlunni þar til að framtíðarhúsnæði bankans í rannsóknarhúsi nýja Landspítalans verður tilbúið.

Innlent
Fréttamynd

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“

Fyrir tæpu ári skrifaði ég smá pistil og vitnaði þá í hina ágætu Fóstbræður, sem gerðu garðinn frægan með sínum skemmtilegu og oft beinskeyttu þáttum. Í einum þeirra veltu aðstandendur fyrir sér hvað væri best að gera við afa – blessaðan karlinn, sem var orðinn sífellt óáttaðri eftir andlát eiginkonu sinnar. Aðstandendur sáu sér ekki fært að sinna honum lengur heima, og hugmyndin sem varð fyrir valinu var... já, að skjóta hann!

Skoðun
Fréttamynd

Tvö­föld bið eftir geisla­með­ferð er of löng

Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir.

Skoðun
Fréttamynd

„Við höfum varað við á­standinu árum saman“

Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Óboðlegt á­stand á Land­spítala – okkar sjónar­horn

Við höfum öll valið okkur að vinna á Landspítalanum. Okkur er annt um sjúklingahópinn sem þarf á þjónustu okkar að halda og viljum sinna honum á sem allra bestan hátt með fagmennskuna í fyrirrúmi. Því miður eru þær aðstæður sem við okkur blasa á hverjum degi óviðunandi, þær eru óboðlegar fyrir sjúklingana en líka fyrir okkur, fagfólkið sem höfum valið okkur Landspítalann sem vinnustað.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er sam­keppni um starfs­fólk“

Forstjóri Landspítalans fagnar svartri skýrslu Ríkisendurskoðenda. Mönnunarvandi hafi viðgengist á spítalanum allt of lengi. Það þurfi að hætta að tækla vandamálin með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. 

Innlent
Fréttamynd

Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við

Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa.

Innlent
Fréttamynd

„Eftir höfðinu dansa limirnir“

Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 

Innlent
Fréttamynd

Hommar mega enn ekki gefa blóð

Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí.

Innlent