„Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2023 09:43 Dana Jóhannsdóttir, móðir Begga Dan, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að hafa legið þar inn í ellefu vikur. Vísir/Samsett Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. Greint var frá því í vikunni að rannsókn lögreglu á hendur Skúla, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína á tilefnislausar lífslokameðferðir, væri á lokametrunum. Hann er grunaður um að bera ábyrgð á dauðsföllum sex sjúklinga hans á árunum 2018-2020. Þar á meðal var Dana Kristín Jóhannsdóttir sem var 73 ára þegar hún lést, ellefu vikum eftir að hún var lögð inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í hvíldarinnlögn. Fjölskylda hennar hefur stigið fram opinberlega og sett fram harða gagnrýni á Skúla Tómas og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) vegna málsins. Í gær var greint frá því að Skúli Tómas væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum.Hann var sendur í leyfi frá spítalanum í maí á síðasta ári. Skúli óskaði sjálfur eftir því að fara í leyfi, en er nú snúinn aftur. Hann starfar nú á bráðadagdeild spítalans í verkefnum og teymisskipulagi. Sætta sig ekki við að Skúli snúi aftur Þetta ætlar fjölskylda Dönu ekki að sætta sig við, eins og glögglega kom fram í viðtali við Begga Dan Gunnarsson, son Dönu, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er vanvirðing við okkur, við ætlum ekki að sætta okkur við þetta, ég og mín fjölskylda. Þetta er vanvirðing við fólkið sem þarf að vinna með honum og þetta er vanvirðing við fólkið sem þarf að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsinu,“ segir Beggi. Þar fór hann yfir málið frá sjónarhorni fjölskyldunnar og lýsti meðal annars hvernig komið hafi verið fram við móður hans á HSS. Þar var hún send í hvíldarinnlögn en var í raun sett í lífslokameðferð. Sagði Beggi að hún hafi falið í sér mikla lyfjagjöf. „Morfíni og slævandi lyfjum. Þannig að hún bara út úr heiminum, í rauninni. Fékk ekkert um það ráðið. Þegar hún reynir að mótmæla þessari lyfjagjöf settu þeir morfín-plástra á bakið á henni þannig að hún náði þeim ekki af. Þetta var bara agaleg upplifun,“ sagði Beggi. Sagði hann að fjölskyldan hafi gert ítrekaðar athugasemdir við meðferðina. „Bara um leið og við sáum að hún var út úr heiminum af þessum lyfjum. Það var logið upp í opið geðið á okkur. Að hún væri deyjandi, sem hún var ekki. Hún er á lífslokameðferð í sex vikur,“ sagði Beggi. Svört skýrsla landlæknis Eftir andlát Dönu kvartaði fjölskyldan til embættis landlæknis. Sú kvörtun skilaði sér í svartri skýrslu embættisins. Þar voru alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Dönu. „Þegar við gerum þetta opinbert og eftir að skýrsla Landlæknis berst okkur þá förum við að fá skilaboð frá öðrum sem hafa upplifaða svipaða hluti með sína ástvini.“ Frá sama lækni? „Já, frá sama lækni.“ Á sama sjúkrahúsi? „Já, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þannig að þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Sem fyrr segir er Skúli Tómas grunaður í sex málum. Beggi segir að fjölskyldan upplifi það sem mikla óvirðingu að Skúli Tómas skuli vera starfandi á Landspítalanum. „Það finnst mér gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Okkur finnst það sé verið að sýna okkur mikla óvirðingu, okkur aðstandendum. Ekki bara mömmu, heldur allra þessara meintu fórnarlamba. Í hvert skipti sem að ég kem fram í fjölmiðlum eða skrifa pistil sem vekur athygli þá fæ ég skilaboð. Ég hef fengið slatta af skilaboðum frá fólki sem er að vinna á spítalanum. Sem er að vinna með Skúla á Landspítalanum. Þeim finnst mjög óþægilegt að vinna með honum. En þau þora ekki fyrir sitt litla líf að minnast á það við sína yfirmenn að ótta við að missa vinnuna,“ segir Beggi. Sendi Skúla skilaboð í gegnum útvarpið Að sögn Begga er rannsókn lögreglu á málunum sem tengjast Skúla lokið og bíða nú ákvörðunar um hvort gefin verði út ákæra. Biðlaði hann til Skúla um að halda sig til hlés á meðan málið væri til meðferðar. „Mig langar þá bara að koma þeim skilaboðum til Skúla að hann ætti að sýna smá sómakennd og vera heima hjá sér á meðan niðurstaða fæst í þessi mál. Það er óásættanlegt að hann sé að vafra á göngum spítalans á þessum tímapunkti.“ Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Bítið Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19. janúar 2023 11:16 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að rannsókn lögreglu á hendur Skúla, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína á tilefnislausar lífslokameðferðir, væri á lokametrunum. Hann er grunaður um að bera ábyrgð á dauðsföllum sex sjúklinga hans á árunum 2018-2020. Þar á meðal var Dana Kristín Jóhannsdóttir sem var 73 ára þegar hún lést, ellefu vikum eftir að hún var lögð inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í hvíldarinnlögn. Fjölskylda hennar hefur stigið fram opinberlega og sett fram harða gagnrýni á Skúla Tómas og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) vegna málsins. Í gær var greint frá því að Skúli Tómas væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum.Hann var sendur í leyfi frá spítalanum í maí á síðasta ári. Skúli óskaði sjálfur eftir því að fara í leyfi, en er nú snúinn aftur. Hann starfar nú á bráðadagdeild spítalans í verkefnum og teymisskipulagi. Sætta sig ekki við að Skúli snúi aftur Þetta ætlar fjölskylda Dönu ekki að sætta sig við, eins og glögglega kom fram í viðtali við Begga Dan Gunnarsson, son Dönu, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er vanvirðing við okkur, við ætlum ekki að sætta okkur við þetta, ég og mín fjölskylda. Þetta er vanvirðing við fólkið sem þarf að vinna með honum og þetta er vanvirðing við fólkið sem þarf að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsinu,“ segir Beggi. Þar fór hann yfir málið frá sjónarhorni fjölskyldunnar og lýsti meðal annars hvernig komið hafi verið fram við móður hans á HSS. Þar var hún send í hvíldarinnlögn en var í raun sett í lífslokameðferð. Sagði Beggi að hún hafi falið í sér mikla lyfjagjöf. „Morfíni og slævandi lyfjum. Þannig að hún bara út úr heiminum, í rauninni. Fékk ekkert um það ráðið. Þegar hún reynir að mótmæla þessari lyfjagjöf settu þeir morfín-plástra á bakið á henni þannig að hún náði þeim ekki af. Þetta var bara agaleg upplifun,“ sagði Beggi. Sagði hann að fjölskyldan hafi gert ítrekaðar athugasemdir við meðferðina. „Bara um leið og við sáum að hún var út úr heiminum af þessum lyfjum. Það var logið upp í opið geðið á okkur. Að hún væri deyjandi, sem hún var ekki. Hún er á lífslokameðferð í sex vikur,“ sagði Beggi. Svört skýrsla landlæknis Eftir andlát Dönu kvartaði fjölskyldan til embættis landlæknis. Sú kvörtun skilaði sér í svartri skýrslu embættisins. Þar voru alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Dönu. „Þegar við gerum þetta opinbert og eftir að skýrsla Landlæknis berst okkur þá förum við að fá skilaboð frá öðrum sem hafa upplifaða svipaða hluti með sína ástvini.“ Frá sama lækni? „Já, frá sama lækni.“ Á sama sjúkrahúsi? „Já, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þannig að þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Sem fyrr segir er Skúli Tómas grunaður í sex málum. Beggi segir að fjölskyldan upplifi það sem mikla óvirðingu að Skúli Tómas skuli vera starfandi á Landspítalanum. „Það finnst mér gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Okkur finnst það sé verið að sýna okkur mikla óvirðingu, okkur aðstandendum. Ekki bara mömmu, heldur allra þessara meintu fórnarlamba. Í hvert skipti sem að ég kem fram í fjölmiðlum eða skrifa pistil sem vekur athygli þá fæ ég skilaboð. Ég hef fengið slatta af skilaboðum frá fólki sem er að vinna á spítalanum. Sem er að vinna með Skúla á Landspítalanum. Þeim finnst mjög óþægilegt að vinna með honum. En þau þora ekki fyrir sitt litla líf að minnast á það við sína yfirmenn að ótta við að missa vinnuna,“ segir Beggi. Sendi Skúla skilaboð í gegnum útvarpið Að sögn Begga er rannsókn lögreglu á málunum sem tengjast Skúla lokið og bíða nú ákvörðunar um hvort gefin verði út ákæra. Biðlaði hann til Skúla um að halda sig til hlés á meðan málið væri til meðferðar. „Mig langar þá bara að koma þeim skilaboðum til Skúla að hann ætti að sýna smá sómakennd og vera heima hjá sér á meðan niðurstaða fæst í þessi mál. Það er óásættanlegt að hann sé að vafra á göngum spítalans á þessum tímapunkti.“
Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Bítið Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19. janúar 2023 11:16 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05
Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01
Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35
Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19. janúar 2023 11:16