Bítið

Fréttamynd

Karlarnir leiða að ósk kvennanna

Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali leiðir lista Okkar borgar – Þvert á flokka í sveitarstjórnarkosningum í vor. Baldur Borgþórsson mun skipa annað sæti listans. Tilkynnt var um framboðið í október í fyrra. Hlynur Áskelsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur þriðja sæti á listanum. Sigfús og Baldur voru til viðtals um væntanlegt framboð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Draugur Lilju svífur yfir vötnum

Hver ætli sé undir pokanum í nýjasta þættinum af Bítið í bílnum? Leynigesturinn réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og tók lag eftir kónginn sjálfan, Elvis. 

Lífið
Fréttamynd

Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Sam­fylkingunni

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segist ekki merkja það innan Samfylkingarinnar að konum sé ekki treyst fyrir ábyrgðastöðum eða að það halli á konur. Hún segist ekki taka undir greiningu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á því af hverju hún hlaut ekki næga kosningu til oddvita. Steinunn segist brenna fyrir leikskóla- og velferðarmálum. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­sam­mála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“

Oddvitaefni Samfylkingarinnar eru ósammála um hvort sitjandi borgarstjóri sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki. Þau segja prófkjörsbaráttuna hafa einkennst af virðingu og hafa ekki upplifað ljótan eða harkalegan oddvitaslag. Þá segjast þau sammála um að það skipti máli að Samfylkingin gangi sameinuð til kosninga í vor, hvort sem sitjandi borgarstjóri eða nýliði með ferska sýn leiði flokkinn í borginni. Þau eru bæði þeirrar skoðunar að færa eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.

Innlent
Fréttamynd

Kynntist manninum á Tinder í Covid

Mörg þúsund manns horfðu á nýjasta þátt af Bítinu í bílnum þar sem leynigestur vikunnar söng lagið These Boots Were Made for Walking sem Nancy Sinatra gerði frægt.

Lífið
Fréttamynd

Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir varaþingmaður Flokks fólksins sagði brot af ævintýralega harðneskjulegu uppeldi sínu en móðir hennar „fór í Kanann“ frá fjórum börnum. Faðir hennar gat fyrirgefið framhjáhaldið en aldrei með hverjum það var.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef aldrei séð dansandi poka“

Nýjasti leynigestur vefþáttanna Bítið í bílnum fer gjörsamlega á kostum í karókíflutningi á laginu These Boots Were Made For Walking. Gesturinn meira að segja dansar með, sem hefur ekki verið lenskan í þáttunum hingað til.

Lífið
Fréttamynd

Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin

Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við Miðflokkinn. Frá þessu greindi Helgi í samtali við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Geti ekki haldið á­fram að fjölga læknanemum sam­hliða aðhaldskröfu

Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segja alvarlega stöðu fram undan. Það sé ekki hægt að fjölga nemum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og næringarfræði, til dæmis, vegna aðhaldskröfu frá stjórnvöldum. Það geti haft alvarleg áhrif á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

„Hvaða rugl er þetta?“

Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa svo sannarlega slegið í gegn en í þeim fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti. Leynigesturinn er með poka yfir hausnum og syngur karókílag að eigin vali.

Lífið
Fréttamynd

Olli sjálfum sér von­brigðum í sturtunni

Nýjasti þáttur Bítisins í bílnum sló rækilega í gegn í gær og horfðu mörg þúsund manns á leynigestinn spreyta sig á Ring of Fire með Johnny Cash í bílakarókí. Nú er komið að því að opinbera leynigestinn djúpraddaða.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja banda­ríska fánann á Græn­land

Erlingur Er­lings­son hernaðar­sagn­fræðingur segir allar yfir­lýsingar Donald Trump, for­seta Bandaríkjanna, um Græn­land og Venesúela fjar­stæðu­kenndar og for­sendur hans líka. Hann segir að frá her­fræði­legu sjónar­miði sé í raun ein­falt fyrir Bandaríkin að taka Græn­land, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauð­syn­legt og í raun aðeins hégómi „gamla fast­eigna­bra­skarans frá New York“ að vilja það.

Innlent
Fréttamynd

Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en ein­hver bata­merki

Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Undrandi á ráðningu ráð­gjafa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hefur verið þungur tími“

Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir það hafa verið erfitt fyrir pabba hans, Þorstein Má, og alla fjölskylduna að hann hafi verið með stöðu grunaðs manns í um fimmtán ár. Hann segir ásakanir gegn honum þungar. Málið sé í eðlilegum farvegi hjá Héraðssaksóknara en hann óski þess að málinu ljúki fljótlega. Hann segist stoltur taka við af föður sínum sem forstjóri og sjá mörg tækifæri í íslenskum sjávarútvegi.

Innlent
Fréttamynd

Gréta María um starfs­lokin: „Ég geng stolt frá borði“

Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Prís, segir óráðið hvað tekur við hjá henni næst en óvænt starfslok hennar hjá fyrirtækinu vöktu athygli í gær. Hún sé nú komin í kærkomið jólafrí en kveðst ganga stolt frá borði og er þakklát fyrir sinn tíma hjá Prís.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eyja­menn ó­sáttir við nýbirta samgönguáætlun

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega nýframkomna samgönguáætlun sem hún segir að komi Eyjamönnum afar illa. Hún segir eyjaskeggja ekki lesa það úr áætluninni að nú skuli ræsa vélarnar, eins og Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra varð tíðrætt um þegar áætlunin var kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Skatturinn endur­greiði á­fram of­greiddan skatt

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það skrautlega framsetningu að segja að fólk sem ofgreiðir skatt eigi ekki eftir að geta fengið endurgreitt frá skattinum hafi það ofgreitt lága upphæð. Það sé verið að bæta réttarstöðu almennings. Daði Már var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu

Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda.

Innlent
Fréttamynd

Færslur sem veki reiði séu marg­falt áhrifa­meiri en aðrar

Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands, segir fólk yfirleitt missa getuna til að vera yfirvegað og eiga í samræðum þegar það er reitt. Hún segir áhyggjuefni að á samfélagsmiðlum séu færslur sem veki upp reiði líklegri til að koma upp í fréttaveituna. Hulda var til viðtals um reiði á samfélagsmiðlum í Bítinu á Bylgjunni í tilefni af því að orðið bræðibeita, á ensku ragebait, var valið orð ársins hjá Oxford-orðabókinni.

Innlent