Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. janúar 2023 20:01 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. Í gær var greint frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir væri kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum eftir að hafa verið í leyfi á meðan lögreglan rannsakaði mögulega ótímabær andlát sjúklinga í hans umsjá á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Aðstandandi konu sem er í hópi þeirra sem létust í umsjá Skúla ræddi í morgun við Bítið á Bylgjunni um að það væri vanvirðing við fjölskyldur þeirra látnu, starfsfólk spítalans og sjúklinga á spítalanum að hann væri kominn aftur til starfa. Eftir það viðtal skrifaði Skúli sjálfur færslu á Facebook þar sem hann fagnaði því að rannsókn lögreglu væri að ljúka. Þar sagði hann að samkvæmt niðurstöðum dómkvaddra matsmanna hafi sjúklingarnir allir látist af náttúrulegum orsökum. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman,“ skrifaði Skúli. Læknafélag Íslands sagðist í svari við fyrirspurn fréttastofu í nóvember 2021 styðja Skúla í málinu, eins og félaginu bæri að gera í málum félagsmanna. Óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla. Formaður læknafélagsins, Steinunn Þórðardóttir, sem tók við formennsku eftir að yfirlýsingin var send á sínum tíma, vildi ekki tjá sig efnislega um mál Skúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tók undir áðurnefnda gagnrýni á hina löngu málsmeðferð. Klippa: Sonur konu sem lést í umsjá læknis blöskrar að hann fái að starfi áfram „Við höfum kallað eftir því að það verði stofnuð sérstök rannsóknarnefnd alvarlegra atvika til að tryggja hraða og faglega afgreiðslu svona mála þar sem það er mjög þungbært fyrir alla sem að þeim koma, ekki hvað síst þá sem verða fyrir atvikunum og aðstandendum þeirra ef að rannsókn svona mala og niðurstaða dragast á langinn,“ segir Steinunn. Þá segir Steinunn ljóst að starfsfólk heilbrigðiskerfisins óttist óvægna umfjöllun áður en mál séu leidd til lykta, nafn- og myndbirtingar. Og hún þekkir dæmi þess að fólk hafi flutt sig frá starfsstöðvum þar sem álag er meira, af ótta við að eiga aðild að alvarlegum tilvikum. „En síðan veit ég til þess líka að það er farið að bera á því að sjúklingar hóta heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun vitandi að við erum bundin þagnarskyldu og getum ekki tjáð okkur. Þá ef þú gerir ekki A, B og C þá fer ég í fjölmiðla. Þetta er svolítið vaxandi vandamál og þetta er ótrúlega ógnvekjandi fyrir okkur og óþægilegt,“ segir Steinunn. Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Landspítalinn Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Í gær var greint frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir væri kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum eftir að hafa verið í leyfi á meðan lögreglan rannsakaði mögulega ótímabær andlát sjúklinga í hans umsjá á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Aðstandandi konu sem er í hópi þeirra sem létust í umsjá Skúla ræddi í morgun við Bítið á Bylgjunni um að það væri vanvirðing við fjölskyldur þeirra látnu, starfsfólk spítalans og sjúklinga á spítalanum að hann væri kominn aftur til starfa. Eftir það viðtal skrifaði Skúli sjálfur færslu á Facebook þar sem hann fagnaði því að rannsókn lögreglu væri að ljúka. Þar sagði hann að samkvæmt niðurstöðum dómkvaddra matsmanna hafi sjúklingarnir allir látist af náttúrulegum orsökum. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman,“ skrifaði Skúli. Læknafélag Íslands sagðist í svari við fyrirspurn fréttastofu í nóvember 2021 styðja Skúla í málinu, eins og félaginu bæri að gera í málum félagsmanna. Óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla. Formaður læknafélagsins, Steinunn Þórðardóttir, sem tók við formennsku eftir að yfirlýsingin var send á sínum tíma, vildi ekki tjá sig efnislega um mál Skúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tók undir áðurnefnda gagnrýni á hina löngu málsmeðferð. Klippa: Sonur konu sem lést í umsjá læknis blöskrar að hann fái að starfi áfram „Við höfum kallað eftir því að það verði stofnuð sérstök rannsóknarnefnd alvarlegra atvika til að tryggja hraða og faglega afgreiðslu svona mála þar sem það er mjög þungbært fyrir alla sem að þeim koma, ekki hvað síst þá sem verða fyrir atvikunum og aðstandendum þeirra ef að rannsókn svona mala og niðurstaða dragast á langinn,“ segir Steinunn. Þá segir Steinunn ljóst að starfsfólk heilbrigðiskerfisins óttist óvægna umfjöllun áður en mál séu leidd til lykta, nafn- og myndbirtingar. Og hún þekkir dæmi þess að fólk hafi flutt sig frá starfsstöðvum þar sem álag er meira, af ótta við að eiga aðild að alvarlegum tilvikum. „En síðan veit ég til þess líka að það er farið að bera á því að sjúklingar hóta heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun vitandi að við erum bundin þagnarskyldu og getum ekki tjáð okkur. Þá ef þú gerir ekki A, B og C þá fer ég í fjölmiðla. Þetta er svolítið vaxandi vandamál og þetta er ótrúlega ógnvekjandi fyrir okkur og óþægilegt,“ segir Steinunn.
Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Landspítalinn Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira