Fram

Þorri Stefán sagður á leið í Fram
Fótboltamaðurinn ungi, Þorri Stefán Þorbjörnsson, gæti verið á leið til Fram á láni frá Lyngby.

Leik lokið: Haukar - Fram 23-30 | Fram þokar sér nær toppliðunum með sigri gegn Haukum
Fram bar sigurorð af Haukum, 23-30, þegar liðin mættust í 11. umferð Olísdeildar kvennaí handbolta á Ásvöllum í kvöld.

Markaregn þegar Fram lagði KA
Framarar unnu góðan heimasigur á KA þegar liðin mættust í Olís-deildinni í handknattleik í dag. Sóknarleikur var í hávegum hafður í leiknum í dag.

Kýldi Rúnar og var rekinn af velli
Ljótt atvik átti sér stað í leik Hauka og Fram í Olís-deild karla í handbolta í gærkvöldi sem varð til þess að leikmanni Hauka var vísað af leikvelli.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-33 | Brekkan orðin verulega brött hjá heimamönnum
Fram gerði sér lítið fyrir og lagði Hauka örugglega í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Haukar hafa nú tapað fjórum leikjum í röð.

Fram semur við þá markahæstu í íslenska fótboltanum á árinu
Framarar hafa styrkt kvennalið sitt fyrir komandi sumar og það með því að semja við leikmanninn sem skoraði mest allra, hjá körlum sem konum, á Íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 2023.

Kennie fylgir Rúnari til Fram
Daninn Kennie Chopart, fyrrverandi fyrirliði KR, er genginn í raðir Fram. Þar hittir hann fyrir Rúnar Kristinsson, gamla þjálfarann sinn hjá KR.

ÍBV lagði Fram og Haukar kjöldrógu ÍH
Báðum af leikjum dagsins í Powerade-bikar karla í handbolta er nú lokið. ÍBV lagði Fram með fjögurra marka mun í Vestmannaeyjum og Haukar kjöldrógu ÍH.

Helgi aðstoðar Rúnar í Úlfarsárdalnum
Helgi Sigurðsson verður aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Fram í Bestu deild karla á næsta tímabili en frá þessu var greint á Facebooksíðu Fram nú í dag.

Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal
Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024.

Framarar stungu nýliðana af í síðari hálfleik
Fram vann nokkuð öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti nýliða ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 23-31.

Umfjöllun og viðtal: Fram - Valur 21-26 | Valur hafði betur í Úlfarsárdalnum
Valur vann fimm marka sigur gegn Fram. Leikurinn var í járnum alveg þar til um miðjan síðari hálfleik. Fram skoraði aðeins eitt mark á síðustu tólf mínútunum og Valur vann að lokum nokkuð öruggan sigur 21-26.

„Vorum orðnar bensínlausar síðustu tíu mínúturnar“
Fram tapaði gegn Val 21-25. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar svekktur með síðustu tólf mínúturnar þar sem Fram skoraði aðeins eitt mark.

Fyrsti sigur Stjörnunnar kom gegn ÍBV | KA/Þór lagði Fram
Stjarnan vann fjögurra marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 26-22. KA/Þór vann þá eins marks sigur á Fram, lokatölur í Grafarholti 21-22.

Fram og Afturelding unnu góða sigra
Fram og Afturelding unnu góða sigra er áttunda umferð Olís-deildar karla í handbolta hélt áfram í kvöld. Fram vann nýliða HK 39-35 og Afturelding lagði Gróttu 30-25.

Fram muni rísa á ný: „Árangurinn kemur ef menn leggja á sig mikla vinnu“
Rúnar Kristinsson skrifaði undir þriggja ára samning við Fram í gær og tekur við stöðu þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Rúnar sér mikla möguleika í liði Fram sem stefnir hærra en árangur liðsins hefur verið undanfarin ár. Félagið muni rísa aftur upp en árangur muni ekki nást nema menn leggi á sig mikla vinnu.

Haukar gengu örugglega frá Eyjakonum
16-liða úrslitum Poweradebikars kvenna lauk í kvöld með nokkuð óvæntum úrslitum. Íslandsmeistarar Vals sátu hjá þessa umferð og fara beint í þá næstu.

Rúnar nýr þjálfari Framara
Rúnar Kristinsson er tekinn við sem þjálfari Fram í Bestu deild karla í fótbolta og hann var því ekki lengi að finna sér nýtt starf eftir að hann hætti óvænt með KR í haust.

Svona var blaðamannafundur Rúnars
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Fram þar sem Rúnar Kristinsson var tilkynntur sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins.

Framkonur í verkfalli í kvöld og leik þeirra frestað
Kvennalið Fram í handbolta vildi taka þátt í Kvennaverkfallinu í dag eins og flestar konur hér á landi. Handknattleikssamband Íslands varð við beiðni þeirra.

Ragnar Sigurðsson gæti snúið aftur til Rússlands
Það virðist næsta öruggt að Ragnar Sigurðsson verði ekki áfram þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Samningur hans er runninn út og Fram hefur gefið út að Rúnar Kristinsson sé efstur á blaði. Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið til Rússlands.

Umfjöllun: Fram - Víkingur 32-24| Framarar í engum vandræðum með Víkinga
Fram tók á móti Víkingi í sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Framarar sem voru einu stigi á eftir Víkingum fyrir leikinn áttu í engum vandræðum með nýliðana og unnu góðan átta marka sigur 32-24.

Rúnar staðfestir viðræður | Fram vill ráða sem allra fyrst
Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu.

Ótrúlegar endasprettur Víkings | Stórsigur Hauka fyrir norðan
Sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta lauk með þremur leikjum í kvöld. Hinum þremur viðureignunum var flýtt vegna þátttöku Aftureldingar, FH, ÍBV og Vals í Evrópubikarkeppninni um helgina.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fram 5-1 | Fylkir bjargaði sér frá falli með stórsigri
Fylkir rúllaði yfir Fram og bjargaði sér frá falli. Heimamenn settu tóninn strax í upphafi leiks og skoruðu þrjú. Fylkir bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik og Fylkir og Fram verða í Bestu-deildinni á næsta tímabili.

Vinskapur nafnanna settur til hliðar í dag: „Ábyggilega furðulegt fyrir hann“
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir þægilegt fyrir sitt lið að vita að það hafi örlögin í sínum höndum fyrir mikilvægan leik gegn Fram í einum af fallbaráttuslag dagsins í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, er uppalinn Fylkismaður og vinur Ragnars Braga sem telur furðulega stöðu blasa við vini sínum.

KA og Keflavík hafa engu að keppa en geta ráðið því hvaða lið fellur úr Bestu
Lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta fer næstum því öll fram í dag og það er mikil spenna á botninum þar sem fjögur lið eiga það enn á hættu að falla úr deildinni.

Eyjamenn hafa týnt flestum stigum í Bestu í sumar
Lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta fer fram um helgina þar verður meðal annars barist um að sleppa við fall úr deildinni.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-32 | Öruggt hjá gestunum
Fram tók á móti FH í 5. umferð Olís-deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn var FH í öðru sæti deildarinnar með átta stig á meðan Fram sat í því áttunda með þrjú. Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem unnu sannfærandi átta marka sigur í dag gegn lánlausum Framörum, lokatölur 24-32.

Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum verulega vonsvikinn með átta marka tap liðsins gegn FH í kvöld. Fram átti í miklum vandræðum í kvöld með sterk lið FH og fór oft illa að ráði sínu.