Innlent

Miklar tafir á Hellis­heiði vegna slyss

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hellisheiði. Mynd úr safni.
Hellisheiði. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Miklar umferðartafir urðu á Hellisheiði vegna umferðarslyss tveggja bíla við gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar. Tveir voru í hvorum bíl og enginn var fluttur á sjúkrahús eða slasaðist alvarlega. 

Þetta staðfestir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í samtali við fréttastofu.

Töluverður viðbúnaður hafi verið á svæðinu, nokkrir sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang ásamt lögreglubílum og dælubíl frá Selfossi.

Bílarnir tveir séu töluvert skemmdir.

Veginum var lokað til vesturs á meðan vinna stóð yfir á vettvangi og enn má búast við umferðartöfum á svæðinu, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×