Uppgjörið: Fram - ÍBV 29-20 | Öruggur heimasigur Dagur Lárusson skrifar 16. október 2024 17:15 Þórey Rósa átti góðan leik og skoraði fimm mörk. vísir/anton Fram lagði ÍBV með níu marka mun í 6. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. Aðeins munaði stigi á liðunum fyrir leik en það sást ekki í leik kvöldsins. Fyrir leikinn var Fram í öðru sæti deildarinnar en þó án sigurs í tveimur leikjum en mótherjar þeirra voru í fjórða sætinu. Það var jafnræði með liðunum framan af leik en markverðir liðanna voru í banastuði fyrstu mínúturnar og var ekkert mark komið eftir fjórar mínútur en þá var það Karen Knútsdóttir sem braut ísinn og skoraði fyrsta mark leiksins. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru gestirnir alltaf einu skrefi á undan en það breyttist þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum en þá hrökk Fram liðið í gír. Fram skoraði hvert markið á fætur öðru á meðan það fór nánast ekkert inn hinum megin. Áður en þessi kafli tók við var staðan 5-6 en þegar honum lauk var staðan orðin 15-9. Ótrúlegur viðsnúningur hjá Fram sem fór með forystuna í hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn spilaðist nánast alveg eins og síðustu mínúturnar í fyrri hálfleiknum og endaði Fram því á að landa nokkuð þægilegum sigri þar sem varamenn liðsins fengu að njóta sín síðustu mínúturnar. Lokatölur 29-20. Atvik leiksins Vendipunkturinn í þessum leik voru síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleiknum þar sem Fram sneri þessum leik algjörlega sér í vil og skildi gestina eftir í rykinu. ÍBV sá aldrei til sólar eftir þennan kafla og því var seinni hálfleikurinn heldur þægilegur fyrir Fram. Stjörnurnar og skúrkarnir Darija Zecevic átti ótrúlegan leik í marki Fram en hún varði tuttugu skot, hvorki meira né minna. Alfa Brá átti einnig mjög góðan leik fyrir Fram en skot hennar að utan var nánast alltaf óstöðvandi fyrir Mörtu í marki ÍBV. Dómararnir Fór mjög lítið fyrir þeim og það er alltaf gott og því fá þeir góða einkunn. Stemmning og umgjörð Það var ágætis stemmning í stúkunni en maður væri alltaf til í að sjá fleiri áhorfendur, það verður að viðurkennast. En sem fyrr var umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar. Hún var mér sérstaklega erfið Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við erum mjög sáttar og þá aðallega með liðsheildina og það að hafa ekki gefist upp,“ byrjaði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, að segja eftir sigur liðsins í kvöld. „Þær vilja drepa svolítið niður hraðann í leiknum og mér fannst við bregðast vel við því. Þannig já, ég er mjög ánægð,“ hélt Steinunn áfram að segja. Vendipunkturinn í leiknum voru síðustu mínúturnar í fyrri hálfleiknum en Steinunn fór yfir það hvað gerðist þar. „Við byrjuðum að keyra betur á þær á þeim tímapunkti og fórum að finna betri opnanir í sókninni. Síðan var Marta búin að reynast okkur erfið fram að þessum tímapunkti og hún var kannski sérstaklega mér erfið ef út í það er farið.“ „En ég held líka að við höfum bara róað okkur niður aðeins, við vorum búnar að standa það lengi í vörn að við vildum bara skora strax.“ Þetta var fyrsti sigur hjá Fram í tæpan mánuð en Steinunn vildi meina að þetta myndi gera mikið fyrir liðsheildina, sérstaklega svona rétt fyrir landsleikjahlé. „Já þetta gerir mikið fyrir liðsheildina, að sjálfsögðu. Núna förum við góðar inn í pásuna,“ endaði Steinunn á að segja. Búið að vera erfitt hjá okkur Sunna Jónsdóttir í leik með ÍBV gegn ÍR fyrr á leiktíðinni.Vísir/Diego „Það er alltaf svekkjandi að tapa en við vorum að mæta hérna gífurlega öflugu og vel þjálfuðu Fram liði,“ byrjaði Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV, að segja eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. „Við byrjuðum mjög vel og mér fannst við alveg vera inn í leiknum allan tímann. Við vorum að leita lausna en þetta er auðvitað búið að vera erfitt hjá okkur útaf öllum þessum meiðslum þar sem við erum með þunnan hóp fyrir,“ hélt Sunna áfram að segja. ÍBV var með forystuna þar til um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum en þá tók Fram við sér. „Þær voru kannski að ná að skipta aðeins meira en við og þær náðu að loka á það sem var að virka hjá okkur í byrjun og við vorum kannski ekki með nógu margar lausnir aukalega. En samt sem áður var þetta ágætis leikur hjá okkur og sérstaklega þar sem að mikið af ungum stelpum fengu að spreyta sig,“ endaði Sunna Jónsdóttir að segja. Olís-deild kvenna Fram ÍBV
Fram lagði ÍBV með níu marka mun í 6. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. Aðeins munaði stigi á liðunum fyrir leik en það sást ekki í leik kvöldsins. Fyrir leikinn var Fram í öðru sæti deildarinnar en þó án sigurs í tveimur leikjum en mótherjar þeirra voru í fjórða sætinu. Það var jafnræði með liðunum framan af leik en markverðir liðanna voru í banastuði fyrstu mínúturnar og var ekkert mark komið eftir fjórar mínútur en þá var það Karen Knútsdóttir sem braut ísinn og skoraði fyrsta mark leiksins. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru gestirnir alltaf einu skrefi á undan en það breyttist þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum en þá hrökk Fram liðið í gír. Fram skoraði hvert markið á fætur öðru á meðan það fór nánast ekkert inn hinum megin. Áður en þessi kafli tók við var staðan 5-6 en þegar honum lauk var staðan orðin 15-9. Ótrúlegur viðsnúningur hjá Fram sem fór með forystuna í hálfleikinn. Seinni hálfleikurinn spilaðist nánast alveg eins og síðustu mínúturnar í fyrri hálfleiknum og endaði Fram því á að landa nokkuð þægilegum sigri þar sem varamenn liðsins fengu að njóta sín síðustu mínúturnar. Lokatölur 29-20. Atvik leiksins Vendipunkturinn í þessum leik voru síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleiknum þar sem Fram sneri þessum leik algjörlega sér í vil og skildi gestina eftir í rykinu. ÍBV sá aldrei til sólar eftir þennan kafla og því var seinni hálfleikurinn heldur þægilegur fyrir Fram. Stjörnurnar og skúrkarnir Darija Zecevic átti ótrúlegan leik í marki Fram en hún varði tuttugu skot, hvorki meira né minna. Alfa Brá átti einnig mjög góðan leik fyrir Fram en skot hennar að utan var nánast alltaf óstöðvandi fyrir Mörtu í marki ÍBV. Dómararnir Fór mjög lítið fyrir þeim og það er alltaf gott og því fá þeir góða einkunn. Stemmning og umgjörð Það var ágætis stemmning í stúkunni en maður væri alltaf til í að sjá fleiri áhorfendur, það verður að viðurkennast. En sem fyrr var umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar. Hún var mér sérstaklega erfið Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við erum mjög sáttar og þá aðallega með liðsheildina og það að hafa ekki gefist upp,“ byrjaði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, að segja eftir sigur liðsins í kvöld. „Þær vilja drepa svolítið niður hraðann í leiknum og mér fannst við bregðast vel við því. Þannig já, ég er mjög ánægð,“ hélt Steinunn áfram að segja. Vendipunkturinn í leiknum voru síðustu mínúturnar í fyrri hálfleiknum en Steinunn fór yfir það hvað gerðist þar. „Við byrjuðum að keyra betur á þær á þeim tímapunkti og fórum að finna betri opnanir í sókninni. Síðan var Marta búin að reynast okkur erfið fram að þessum tímapunkti og hún var kannski sérstaklega mér erfið ef út í það er farið.“ „En ég held líka að við höfum bara róað okkur niður aðeins, við vorum búnar að standa það lengi í vörn að við vildum bara skora strax.“ Þetta var fyrsti sigur hjá Fram í tæpan mánuð en Steinunn vildi meina að þetta myndi gera mikið fyrir liðsheildina, sérstaklega svona rétt fyrir landsleikjahlé. „Já þetta gerir mikið fyrir liðsheildina, að sjálfsögðu. Núna förum við góðar inn í pásuna,“ endaði Steinunn á að segja. Búið að vera erfitt hjá okkur Sunna Jónsdóttir í leik með ÍBV gegn ÍR fyrr á leiktíðinni.Vísir/Diego „Það er alltaf svekkjandi að tapa en við vorum að mæta hérna gífurlega öflugu og vel þjálfuðu Fram liði,“ byrjaði Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV, að segja eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. „Við byrjuðum mjög vel og mér fannst við alveg vera inn í leiknum allan tímann. Við vorum að leita lausna en þetta er auðvitað búið að vera erfitt hjá okkur útaf öllum þessum meiðslum þar sem við erum með þunnan hóp fyrir,“ hélt Sunna áfram að segja. ÍBV var með forystuna þar til um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum en þá tók Fram við sér. „Þær voru kannski að ná að skipta aðeins meira en við og þær náðu að loka á það sem var að virka hjá okkur í byrjun og við vorum kannski ekki með nógu margar lausnir aukalega. En samt sem áður var þetta ágætis leikur hjá okkur og sérstaklega þar sem að mikið af ungum stelpum fengu að spreyta sig,“ endaði Sunna Jónsdóttir að segja.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti