Í liðið Fram voru þau Sandra Barilli og Rúnar Freyr Gíslason en í liði Sindra mætti parið Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, og Lína Birgitta Sigurðardóttir.
Í næst síðustu spurningu kvöldsins réðust úrslitin. Um var að ræða þrjú hint spurningu og þurftu liðin að fá að heyra allar vísbendingarnar þrjár til að ná svarinu. Spurt var um tvö orð sem voru í raun fyrsta sms skilaboð sögunnar. Skilaboðin voru send af breskum hugbúnaðarverkfræðingi árið 1992.
Svarið kom en það tók tíma eins og sjá má hér að neðan.