Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 11:32 Tarik Ibrahimagic reyndist hetja Víkinga í gær sem unnu sannkallaðan seiglusigur gegn Valsmönnum sem gæti reynst ansi dýrmætur þegar talið verður upp úr pokanum í lok tímabils. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Gærdagurinn í Bestu deild karla í fótbolta var áhugaverður og bauð upp á margar mismunandi sögulínur. Ekki vantaði mörkin í leikina fjóra og þá var dramatíkin allsráðandi í slag Vals og Víkings Reykjavíkur Með 3-2 dramatískum sigri í gær tókst Víkingum að tylla sér aftur á topp Bestu deildarinnar á markatölu. Daninn Tarik Ibrahimagic, sem kom til félagsins frá Vestra fyrr á tímabilinu, tók heldur betur á stóra sínum og skoraði sigurmark Víkinga þegar að langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Hans annað mark í leiknum. Víkingar eru sem fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar á betra markahlutfalli en Blikar. Valur er í þriðja sæti deildarinnar og ekki öruggir með Evrópusæti þegar að þrjár umferðir eru eftir. KR fór á kostum á Meistaravöllum þegar að þeir tóku á móti KR goðsögninni Rúnari Kristinssyni sem nú er þjálfari Fram. Benóný Breki Andrésson, framherji KR, tók yfir leikinn og skoraði fjögur af sjö mörkum KR í 7-1 sigri. Sigur sem gárungar segja að forði KR frá falli. Á Kerecisvellinum á Ísafirði unnu Vestramenn gífurlega mikilvægan 2-1 endurkomusigur á HK. Leikurinn bauð upp á glæsimörk en með sigrinum lyftir Vestri sér upp úr fallsæti, upp fyrir HK sem eru nú einu stigi á eftir Vestra í 11.sætinu. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu í leik Fylkis og KA í Árbænum í gær. Það kom eftir rúmar þrjátíu sekúndur og var KA manna sem áttu eftir að sigla heim 3-1 sigri. Útlitið er orðið dökkt fyrir Fylkismenn sem sitja límdir við botn Bestu deildarinnar. Stjarnan og ÍA eigast við í lokaleik 2.umferðar í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í kvöld. Bæði lið þurfa sigur í Evrópubaráttunni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leikinn klukkan sjö. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KR Fram Vestri HK Fylkir KA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Með 3-2 dramatískum sigri í gær tókst Víkingum að tylla sér aftur á topp Bestu deildarinnar á markatölu. Daninn Tarik Ibrahimagic, sem kom til félagsins frá Vestra fyrr á tímabilinu, tók heldur betur á stóra sínum og skoraði sigurmark Víkinga þegar að langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Hans annað mark í leiknum. Víkingar eru sem fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar á betra markahlutfalli en Blikar. Valur er í þriðja sæti deildarinnar og ekki öruggir með Evrópusæti þegar að þrjár umferðir eru eftir. KR fór á kostum á Meistaravöllum þegar að þeir tóku á móti KR goðsögninni Rúnari Kristinssyni sem nú er þjálfari Fram. Benóný Breki Andrésson, framherji KR, tók yfir leikinn og skoraði fjögur af sjö mörkum KR í 7-1 sigri. Sigur sem gárungar segja að forði KR frá falli. Á Kerecisvellinum á Ísafirði unnu Vestramenn gífurlega mikilvægan 2-1 endurkomusigur á HK. Leikurinn bauð upp á glæsimörk en með sigrinum lyftir Vestri sér upp úr fallsæti, upp fyrir HK sem eru nú einu stigi á eftir Vestra í 11.sætinu. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu í leik Fylkis og KA í Árbænum í gær. Það kom eftir rúmar þrjátíu sekúndur og var KA manna sem áttu eftir að sigla heim 3-1 sigri. Útlitið er orðið dökkt fyrir Fylkismenn sem sitja límdir við botn Bestu deildarinnar. Stjarnan og ÍA eigast við í lokaleik 2.umferðar í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í kvöld. Bæði lið þurfa sigur í Evrópubaráttunni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leikinn klukkan sjö.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KR Fram Vestri HK Fylkir KA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira