Framarar flæktir í óskýrum reglum HSÍ: „Þetta er alveg galið dæmi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2024 14:02 Hvað sem tautar og raular stýrir Einar Jónsson Fram gegn Gróttu í kvöld. Hann segist ekki geta annað en að taka framkvæmdastjóra HSÍ á orðinu, um að hann sé búinn að taka út leikbann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili. vísir/anton Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, verður á hliðarlínunni þegar hans menn taka á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld. Mikil reikistefna hefur verið um bann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili þegar hann var einnig þjálfari kvennaliðs Fram. Einar var úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir síðasta leik kvennaliðs Fram á síðasta tímabili. Eftir það hætti hann sem þjálfari kvennaliðsins en hélt áfram með karlaliðið. Reglur HSÍ eru hins vegar mjög óskýrar varðandi það hvar Einar ætti að taka bannið út. Í fyrsta leik Fram í Olís-deild karla, í 27-23 tapi fyrir Íslandsmeisturum FH, var Einar á hliðarlínunni. Hann var hins vegar ekki á bekknum þegar Fram rúllaði yfir Fjölni, 43-28, í 2. umferð. Að hans sögn gekk ekkert að fá svör frá HSÍ um hvar hann ætti að afplána bannið frá síðasta tímabili. „Það er stórfurðulegt því HSÍ gat ekki sjálfir gefið svör um það hvar ég ætti að vera í banni,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnir að krefja þá svara frá því fyrir fyrsta leik en þeir treystu sér sjálfir ekki til þess en hótuðu því alltaf að liðin sem við værum að mæta gætu og myndu örugglega kæra. Það er mjög sérstakt ástand að setja okkur í þá stöðu að taka ákvörðun hvar og hvenær ég ætti að vera í banni en eiga samt á hættu að vera kærðir og þetta færi fyrir dómstóla.“ Einar þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Einar segir að enginn virðist hafa vitað hvar hann ætti að taka bannið út. „Reglugerðin hjá HSÍ er gölluð og þeir viðurkenndu það sjálfir. Við báðum um skýr svör, hvort ég væri í banni í meistaraflokki karla eða kvenna eða jafnvel 4. flokki karla þar sem ég er líka að þjálfa. Þeir treystu sér ekki til að svara því en héldu að ég væri í banni í meistaraflokki karla. Þetta er alveg galið dæmi,“ sagði Einar. Segir að Einar sé búinn að afplána bannið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var til viðtals í Handkastinu í gær þar sem hann viðurkenndi að reglur sambandsins um mál sem þessi væru óskýrar og lögfræðingar væru ekki á einu máli um það hvar Einar ætti að taka bannið út. Róbert telur hins vegar að þjálfarinn hafi afplánað bannið. „Að mínu mati er hann búinn að taka út leikbannið,“ sagði Róbert í Handkastinu. Hann segir bagalegt að reglurnar séu ekki skýrari en raun ber vitni en það standi til bóta. „Við erum búnir að taka þetta mál fyrir og gerðum það strax eftir að þessi óvissa kom upp. Reglurnar verða lagfærðar. Þetta eru sömu reglur hjá okkur og KSÍ og KKÍ, með sama orðalagi, og við öll þrjú sérsamböndin þurfum að laga okkar reglur því þetta er orðalag sem er ekki nægilega gott.“ Einar segir ekki annað að gera en að taka orð Róberts trúanlega og hann verður á bekknum þegar Fram fær Gróttu í heimsókn í kvöld. „Ég verð að taka hans orð fyrir því. Ef allt fer í vaskinn verðum við bara að vitna í framkvæmdastjórann í hlaðvarpi,“ sagði Einar í léttum dúr. Hann vonast eftir breytingum á þessum reglum og þær verði skýrari svo svona mál komi ekki upp í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ÍSÍ og sérsamböndin þurfa að skoða. Það er ágætt að mitt mál verði til þess að þetta verði skoðað,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Fram HSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Einar var úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir síðasta leik kvennaliðs Fram á síðasta tímabili. Eftir það hætti hann sem þjálfari kvennaliðsins en hélt áfram með karlaliðið. Reglur HSÍ eru hins vegar mjög óskýrar varðandi það hvar Einar ætti að taka bannið út. Í fyrsta leik Fram í Olís-deild karla, í 27-23 tapi fyrir Íslandsmeisturum FH, var Einar á hliðarlínunni. Hann var hins vegar ekki á bekknum þegar Fram rúllaði yfir Fjölni, 43-28, í 2. umferð. Að hans sögn gekk ekkert að fá svör frá HSÍ um hvar hann ætti að afplána bannið frá síðasta tímabili. „Það er stórfurðulegt því HSÍ gat ekki sjálfir gefið svör um það hvar ég ætti að vera í banni,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnir að krefja þá svara frá því fyrir fyrsta leik en þeir treystu sér sjálfir ekki til þess en hótuðu því alltaf að liðin sem við værum að mæta gætu og myndu örugglega kæra. Það er mjög sérstakt ástand að setja okkur í þá stöðu að taka ákvörðun hvar og hvenær ég ætti að vera í banni en eiga samt á hættu að vera kærðir og þetta færi fyrir dómstóla.“ Einar þjálfaði bæði karla- og kvennalið Fram á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Einar segir að enginn virðist hafa vitað hvar hann ætti að taka bannið út. „Reglugerðin hjá HSÍ er gölluð og þeir viðurkenndu það sjálfir. Við báðum um skýr svör, hvort ég væri í banni í meistaraflokki karla eða kvenna eða jafnvel 4. flokki karla þar sem ég er líka að þjálfa. Þeir treystu sér ekki til að svara því en héldu að ég væri í banni í meistaraflokki karla. Þetta er alveg galið dæmi,“ sagði Einar. Segir að Einar sé búinn að afplána bannið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var til viðtals í Handkastinu í gær þar sem hann viðurkenndi að reglur sambandsins um mál sem þessi væru óskýrar og lögfræðingar væru ekki á einu máli um það hvar Einar ætti að taka bannið út. Róbert telur hins vegar að þjálfarinn hafi afplánað bannið. „Að mínu mati er hann búinn að taka út leikbannið,“ sagði Róbert í Handkastinu. Hann segir bagalegt að reglurnar séu ekki skýrari en raun ber vitni en það standi til bóta. „Við erum búnir að taka þetta mál fyrir og gerðum það strax eftir að þessi óvissa kom upp. Reglurnar verða lagfærðar. Þetta eru sömu reglur hjá okkur og KSÍ og KKÍ, með sama orðalagi, og við öll þrjú sérsamböndin þurfum að laga okkar reglur því þetta er orðalag sem er ekki nægilega gott.“ Einar segir ekki annað að gera en að taka orð Róberts trúanlega og hann verður á bekknum þegar Fram fær Gróttu í heimsókn í kvöld. „Ég verð að taka hans orð fyrir því. Ef allt fer í vaskinn verðum við bara að vitna í framkvæmdastjórann í hlaðvarpi,“ sagði Einar í léttum dúr. Hann vonast eftir breytingum á þessum reglum og þær verði skýrari svo svona mál komi ekki upp í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ÍSÍ og sérsamböndin þurfa að skoða. Það er ágætt að mitt mál verði til þess að þetta verði skoðað,“ sagði Einar að endingu.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Fram HSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira