Reykjavík

Kvenréttindadagur: „Baráttan er ekki búin“
Það verður margt um að vera í miðborginni í dag, 19. júní, en á þessum sögulega degi eru 110 ár síðan íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Kona þyrfti að vera forsætisráðherra til ársins 2080 til að jafna kynjahlutfallið í því starfi, að sögn framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands.

Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set
Ragga Gísla og Hipsumhapps snúa bökum saman og koma fram í sameiningu í fyrsta sinn á tónlistarhátíðinni Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina, 1. til 3. ágúst. Hátíðin flytur sig nú um set og verður haldinn í Austurbæjarbíó í stað Ingólfsstrætis þar sem hátíðin hefur verið haldin síðustu ár.

Leita ekki Sigríðar í dag
Ekki verður leitað að Sigríði Jóhannsdóttur í dag en hún sást síðast á föstudag. Víðtæk leit hefur farið fram víða á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga.

„Easy come, easy go“
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir að lítið fylgi Framsóknarflokksins í borginni samkvæmt nýrri könnun Gallup komi ekki mikið á óvart miðað við sögulegt fylgi flokksins. Framsókn hafi yfirleitt verið með einn eða engan fulltrúa í borgarstjórn, en hafi unnið óvæntan kosningasigur í síðustu kosningum.

Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum
Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykktu tillögu um að gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum í gær. Endugerð gatnanna sem var samþykkt í fyrra frestast þó.

Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut
Rétt eftir klukkan tvö í nótt var slökkvilið kallað til vegna bruna í Efnalauginni á Háaleitisbraut. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla og slökkvilið hafi verið send með forgangi vegna mikils elds. Slökkviliði hafi gengið greiðlega að ráða niðurlögum eldsins.

Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Náttúruvársérfræðingur er að skoða málið en enn er verið að vinna úr gögnum. Hann var 3,4 að stærð.

Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bótakröfu manns sem var handtekinn undir áhrifum kókaíns. Hann vildi meina að orsök þess að kókaínið hefði komist inn í blóðrásina hans væri návígi við skólp, en maðurinn er pípari.

Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni
Harður árekstur varð á horni Hverfisgötu og Klapparstígs þar sem bíll keyrði í hliðina á strætisvagni. Slökkviliðið er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum og segir um minniháttar meiðsli að ræða. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við leitina að Sigríði Jóhannsdóttur.

Slá færri svæði í nafni sjálfbærni
Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra.

Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt
Konu sem ætlaði, eins og svo margir, að gera sér glaðan dag í miðborginni á þjóðhátíðardaginn í gær var verulega brugðið yfir viðskiptaháttum veitingamanns þar. Hún var ásamt vinkonu sinni rukkuð um 1.500 krónur fyrir það eitt að setjast til borðs. Veitingamaðurinn stendur keikur og segir gjaldið ekkert nema eðlilegt.

„Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“
Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf.

Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar
Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur verið frestað um þrjár vikur eftir að í ljós kom að þörf væri á meiri múrviðgerðum en áætlað var. Nú er stefnt að því að opna laugina 15. júlí en upphaflega átti það að gerast á mánudaginn.

Framtíðarsýn er ekki afsökun fyrir óraunhæfa stefnu
Reykjavík er borg fólksins, borg fjölskyldna, eldra fólks, nemenda og í raun allra landsmanna. Allra þeirra sem þurfa að láta daglegt líf ganga upp. Það er hlutverk okkar sem stjórnum borginni að auðvelda þeim lífið, ekki gera það erfiðara. Það gerum við ekki með því að byggja framtíðina á óraunhæfum forsendum.

Einar horfir til hægri
Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup. Oddviti flokksins segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri.

Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína
Leyfisveitingar heilbrigðiseftirlitsins hafa komið til tals í fjölmiðlum undanfarna daga vegna óeðlilegra tafa fyrir veitingarekstur í Reykjavík. Umræðan hefur hvað helst beinst að flækjustigi í regluverkinu og þeim heilbrigðisfulltrúum sem starfa í framlínu íslenska kerfisins sem tryggja á almenningi heilnæm lífsskilyrði.

Mos Def staðfestur og unnið að fleiri tónleikum í stað Lóu
Enn er unnið að því að finna nýjar dagsetningar fyrir listamenn sem áttu að koma fram á tónlistarhátíðinni Lóu næstu helgi. Tilkynnt var í gær að hátíðinni hafi verið aflýst. Búið er að staðfesta að (Mos Def) eða Yasiin Bey komi fram á Íslandi þann 9. maí á næsta ári í staðinn.

Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út
Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra.

Leituðu Sigríðar í Elliðaárdal
Leitað var að Sigríði Jóhannsdóttur í Elliðaárdal í gær. Ekkert hefur sést til hennar síðan á föstudaginn 13. júní. Viðtæk leit hefur farið fram víða um höfuðborgarsvæðið og hefur lögregla beðið fólk á Kársnesi í Kópavogi, og í næsta nágrenni, að kíkja á myndbandupptökur.

Segir stefna í menningarslys á Birkimel
Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna áform Reykjavíkur og lýsa blokk sem stendur til að byggja í Vesturbæ sem aðskotahlut. Arkitekt á svæðinu segir að um menningarslys sé að ræða.

„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“
Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess.

Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri útnefndi í dag Ragnhildi Gísladóttur tónlistarkonu, borgarlistamann Reykjavíkur 2025 við hátíðlega athöfn í Höfða.

Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast framhaldslíf
Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári.

Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til.

Katrín Halldóra er fjallkonan í ár
Katrín Halldóra Sigurðardóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag.

Kærður fyrir að vanvirða íslenska fánann
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af einstaklingi sem er grunaður um að hafa vanvirt íslenska fánann í miðborginni í nótt, aðfaranótt 17. júní, þjóðhátíðardags Íslendinga.

Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst
Lóu, tónlistar- og matarhátíð sem átti að fara fram í Laugardal um helgina, hefur verið aflýst.

„Það er komin aðeins skýrari mynd“
Skýrari mynd er komin á atburði á Edition-hótelinu aðfaranótt laugardags, þegar tveir franskir ferðamenn fundust látnir. Ferðmennirnir voru búsettir á Írlandi.

Magnús hjá Blue Car kaupir glæsiíbúð Bjögga Thors
Magnús Sverrir Þorsteinsson, forstjóri bílaleigunnar Blue Car Rental, hefur fest kaup á tæplega 200 fermetra glæsiíbúð við Bryggjugötu í Reykjavík. Íbúðin var áður í eigu félagsins Novator F11 ehf. sem er í eigu athafnamannsins Björgólfs Thors Björgúlfssonar.