Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar 10. janúar 2026 07:32 Alla ævi hef ég gert grín að frambjóðendum. Þegar venjulegt fólk gengur til liðs við þennan þjóðflokk verður það umsvifalaust 30% hressara, fer út að hlaupa strategískt á móti umferð á Sæbraut á álagstímum, setur upp pottaplan í mismunandi sundlaugum og mætir í Bónus á annatíma í stað þess að Wolta eins og venjulegt fólk. Enddurræsing í Reykjavík Nú er ég orðin hluti af þessum hópi og býð mig fram sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík og slagorðin óma úr hverju horni hins pólitíska litrófs. Reykjavík sem virkar! Betri grunnþjónustu! Breytingar - nú í alvörunni! Vissulega kómískt hvað frasarnir eru keimlíkir en þeir segja okkur þó að margir átta sig á því að eftir sveitarstjórnarkosningar í vor verður dregin afgerandi lína í sandinn. Það þarf að endurræsa kerfin í Reykjavíkurborg þar sem ákall um nýjar aðferðir og nýja nálgun ómar um holt og hæðir, fell og múla. Þetta ákall skýrist af því að borgarbúar finna á eigin skinni að Reykjavík sinnir ekki hlutverki sínu. Reið mamma Þó ég sé nú frambjóðandi er ég bara venjuleg kona og í grunninn reið mamma sem finnst þjónustan ekki standast væntingar. Leikskólar, umferðin, æfingagjöldin, fáliðunin, unga fólkið sem kemst ekki að heiman, gamla fólkið sem kemst ekki að heiman inn á hjúkrunarheimili, flækjustigið, óráðsían, tímaplönin sem standast ekki, myglan og allt hitt. Hvernig á að breyta? Breytingar eru eins og áramótaheit. Hann ætlar að hreyfa sig meira og hún ætlar að fækka nikótínpúðum. Góður vilji er hinsvegar bara byrjunin og í raun ekkert nema einföld hugsun um að þú værir til í að gera eitthvað öðruvísi. Höfum samt í huga að flest erum við líklegust til að taka sömu ákvörðun og við tókum í gær. Það þarf átak til að breyta. Það þarf fókus, kjark og skýr markmið til að breyta. Það þarf að binda breytingar í framkvæmdir. Og svo má hætta með verkefni sem þjóna ekki tilgangi sínum. Síðustu kjörtímabil hefur svipað prógram verið keyrt í borginni. Nú er tími fyrir nýja kynslóð og nýjar aðferðir þar sem þjónusta kringum daglegt líf Reykvíkinga er sett í fyrsta sæti. Næsti kafli borgarinnar þarf viðreisn. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík mun ég sjá til þess að það sé gert. Höfundur tekur þátt í leiðtogaprófkjöri Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Magnúsdóttir Viðreisn Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Alla ævi hef ég gert grín að frambjóðendum. Þegar venjulegt fólk gengur til liðs við þennan þjóðflokk verður það umsvifalaust 30% hressara, fer út að hlaupa strategískt á móti umferð á Sæbraut á álagstímum, setur upp pottaplan í mismunandi sundlaugum og mætir í Bónus á annatíma í stað þess að Wolta eins og venjulegt fólk. Enddurræsing í Reykjavík Nú er ég orðin hluti af þessum hópi og býð mig fram sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík og slagorðin óma úr hverju horni hins pólitíska litrófs. Reykjavík sem virkar! Betri grunnþjónustu! Breytingar - nú í alvörunni! Vissulega kómískt hvað frasarnir eru keimlíkir en þeir segja okkur þó að margir átta sig á því að eftir sveitarstjórnarkosningar í vor verður dregin afgerandi lína í sandinn. Það þarf að endurræsa kerfin í Reykjavíkurborg þar sem ákall um nýjar aðferðir og nýja nálgun ómar um holt og hæðir, fell og múla. Þetta ákall skýrist af því að borgarbúar finna á eigin skinni að Reykjavík sinnir ekki hlutverki sínu. Reið mamma Þó ég sé nú frambjóðandi er ég bara venjuleg kona og í grunninn reið mamma sem finnst þjónustan ekki standast væntingar. Leikskólar, umferðin, æfingagjöldin, fáliðunin, unga fólkið sem kemst ekki að heiman, gamla fólkið sem kemst ekki að heiman inn á hjúkrunarheimili, flækjustigið, óráðsían, tímaplönin sem standast ekki, myglan og allt hitt. Hvernig á að breyta? Breytingar eru eins og áramótaheit. Hann ætlar að hreyfa sig meira og hún ætlar að fækka nikótínpúðum. Góður vilji er hinsvegar bara byrjunin og í raun ekkert nema einföld hugsun um að þú værir til í að gera eitthvað öðruvísi. Höfum samt í huga að flest erum við líklegust til að taka sömu ákvörðun og við tókum í gær. Það þarf átak til að breyta. Það þarf fókus, kjark og skýr markmið til að breyta. Það þarf að binda breytingar í framkvæmdir. Og svo má hætta með verkefni sem þjóna ekki tilgangi sínum. Síðustu kjörtímabil hefur svipað prógram verið keyrt í borginni. Nú er tími fyrir nýja kynslóð og nýjar aðferðir þar sem þjónusta kringum daglegt líf Reykvíkinga er sett í fyrsta sæti. Næsti kafli borgarinnar þarf viðreisn. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík mun ég sjá til þess að það sé gert. Höfundur tekur þátt í leiðtogaprófkjöri Viðreisnar í Reykjavík
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun