Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar 10. janúar 2026 07:32 Alla ævi hef ég gert grín að frambjóðendum. Þegar venjulegt fólk gengur til liðs við þennan þjóðflokk verður það umsvifalaust 30% hressara, fer út að hlaupa strategískt á móti umferð á Sæbraut á álagstímum, setur upp pottaplan í mismunandi sundlaugum og mætir í Bónus á annatíma í stað þess að Wolta eins og venjulegt fólk. Enddurræsing í Reykjavík Nú er ég orðin hluti af þessum hópi og býð mig fram sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík og slagorðin óma úr hverju horni hins pólitíska litrófs. Reykjavík sem virkar! Betri grunnþjónustu! Breytingar - nú í alvörunni! Vissulega kómískt hvað frasarnir eru keimlíkir en þeir segja okkur þó að margir átta sig á því að eftir sveitarstjórnarkosningar í vor verður dregin afgerandi lína í sandinn. Það þarf að endurræsa kerfin í Reykjavíkurborg þar sem ákall um nýjar aðferðir og nýja nálgun ómar um holt og hæðir, fell og múla. Þetta ákall skýrist af því að borgarbúar finna á eigin skinni að Reykjavík sinnir ekki hlutverki sínu. Reið mamma Þó ég sé nú frambjóðandi er ég bara venjuleg kona og í grunninn reið mamma sem finnst þjónustan ekki standast væntingar. Leikskólar, umferðin, æfingagjöldin, fáliðunin, unga fólkið sem kemst ekki að heiman, gamla fólkið sem kemst ekki að heiman inn á hjúkrunarheimili, flækjustigið, óráðsían, tímaplönin sem standast ekki, myglan og allt hitt. Hvernig á að breyta? Breytingar eru eins og áramótaheit. Hann ætlar að hreyfa sig meira og hún ætlar að fækka nikótínpúðum. Góður vilji er hinsvegar bara byrjunin og í raun ekkert nema einföld hugsun um að þú værir til í að gera eitthvað öðruvísi. Höfum samt í huga að flest erum við líklegust til að taka sömu ákvörðun og við tókum í gær. Það þarf átak til að breyta. Það þarf fókus, kjark og skýr markmið til að breyta. Það þarf að binda breytingar í framkvæmdir. Og svo má hætta með verkefni sem þjóna ekki tilgangi sínum. Síðustu kjörtímabil hefur svipað prógram verið keyrt í borginni. Nú er tími fyrir nýja kynslóð og nýjar aðferðir þar sem þjónusta kringum daglegt líf Reykvíkinga er sett í fyrsta sæti. Næsti kafli borgarinnar þarf viðreisn. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík mun ég sjá til þess að það sé gert. Höfundur tekur þátt í leiðtogaprófkjöri Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Magnúsdóttir Viðreisn Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Alla ævi hef ég gert grín að frambjóðendum. Þegar venjulegt fólk gengur til liðs við þennan þjóðflokk verður það umsvifalaust 30% hressara, fer út að hlaupa strategískt á móti umferð á Sæbraut á álagstímum, setur upp pottaplan í mismunandi sundlaugum og mætir í Bónus á annatíma í stað þess að Wolta eins og venjulegt fólk. Enddurræsing í Reykjavík Nú er ég orðin hluti af þessum hópi og býð mig fram sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík og slagorðin óma úr hverju horni hins pólitíska litrófs. Reykjavík sem virkar! Betri grunnþjónustu! Breytingar - nú í alvörunni! Vissulega kómískt hvað frasarnir eru keimlíkir en þeir segja okkur þó að margir átta sig á því að eftir sveitarstjórnarkosningar í vor verður dregin afgerandi lína í sandinn. Það þarf að endurræsa kerfin í Reykjavíkurborg þar sem ákall um nýjar aðferðir og nýja nálgun ómar um holt og hæðir, fell og múla. Þetta ákall skýrist af því að borgarbúar finna á eigin skinni að Reykjavík sinnir ekki hlutverki sínu. Reið mamma Þó ég sé nú frambjóðandi er ég bara venjuleg kona og í grunninn reið mamma sem finnst þjónustan ekki standast væntingar. Leikskólar, umferðin, æfingagjöldin, fáliðunin, unga fólkið sem kemst ekki að heiman, gamla fólkið sem kemst ekki að heiman inn á hjúkrunarheimili, flækjustigið, óráðsían, tímaplönin sem standast ekki, myglan og allt hitt. Hvernig á að breyta? Breytingar eru eins og áramótaheit. Hann ætlar að hreyfa sig meira og hún ætlar að fækka nikótínpúðum. Góður vilji er hinsvegar bara byrjunin og í raun ekkert nema einföld hugsun um að þú værir til í að gera eitthvað öðruvísi. Höfum samt í huga að flest erum við líklegust til að taka sömu ákvörðun og við tókum í gær. Það þarf átak til að breyta. Það þarf fókus, kjark og skýr markmið til að breyta. Það þarf að binda breytingar í framkvæmdir. Og svo má hætta með verkefni sem þjóna ekki tilgangi sínum. Síðustu kjörtímabil hefur svipað prógram verið keyrt í borginni. Nú er tími fyrir nýja kynslóð og nýjar aðferðir þar sem þjónusta kringum daglegt líf Reykvíkinga er sett í fyrsta sæti. Næsti kafli borgarinnar þarf viðreisn. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík mun ég sjá til þess að það sé gert. Höfundur tekur þátt í leiðtogaprófkjöri Viðreisnar í Reykjavík
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun