Handbolti

Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dagur Sigurðsson knúði fram breytingar á skipulagi Evrópumótsins með ræðu sinni í gærkvöldi. 
Dagur Sigurðsson knúði fram breytingar á skipulagi Evrópumótsins með ræðu sinni í gærkvöldi.  Getty/Sanjin Strukic

Evrópska handknattleikssambandið hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu, eftir reiðilestur Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleik Króatíu og Þýskalands í gær.

Dagur fór mikinn á fundinum og gagnrýndi EHF harðlega fyrir skipulag mótsins. EHF svaraði í gærkvöldi og viðurkenndi að verri staða væri uppi fyrir Króatíu og Ísland, sem spiluðu í milliriðli í Malmö og þurftu því að ferðast til Herning í Danmörku í gær.

Hins vegar benti sambandið á lið hafi staðið frammi fyrir leikjaálagi svipuðu leikjaálagi áður og dagskrá þessa móts hefði legið fyrir með löngum fyrirvara.

Nú kveður við annan tón hjá EHF, sem lofar því að á næstu Evrópumótum verði skipulaginu hagað þannig að hvíldardagur og ferðadagur sé ekki einn og sami dagurinn.

Leikjaálagið á næstu mótum verði ekki eins mikið og liðin muni ekki þurfa að spila tvo leiki í röð á tveimur dögum.

Yfirlýsing EHF:

Handknattleikssamband Evrópu bregst við gagnrýni á leikjadagskrá EM karla 2026 og gefur út eftirfarandi yfirlýsingu.

Leikjadagskrár komandi Evrópumóta verða aðlagaðar til að draga úr álagi á leikmenn og tryggja sem mest jafnvægi fyrir alla þátttakendur hvað varðar hvíldar- og ferðadaga.

Rétt er að taka fram að slíkar leikjadagskrár eru ávallt gerðar með góðum fyrirvara í samvinnu mótshaldara og EHF. Dagskrár sem innihéldu tvo leikdaga í röð hafa verið við lýði á fyrri mótum. Þar að auki fara mögulegar breytingar fyrir komandi Evrópumót eftir stöðu skipulagsferla hverju sinni.

Fyrir EM kvenna 2026 í Póllandi, Rúmeníu, Tékklandi, Slóvakíu og Tyrklandi (3.–20. desember 2026) mun dagskráin tryggja að ferða- og hvíldardagar verði aðskildir.

Fyrir EM karla 2028 á Spáni, í Portúgal og Sviss (13.–30. janúar 2028) verða engir leikdagar í röð, þ.e. tveir leikir á tveimur dögum. Ferða- og hvíldardagar verða aðskildir.

Fyrir EM kvenna 2028 í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, sem og fyrir öll komandi Evrópumót frá og með 2030, er Handknattleikssamband Evrópu í viðræðum við viðkomandi mótshaldara um að taka upp átta liða úrslit.

Ef það verður tekið upp mun hámarksfjöldi leikja (níu) haldast óbreyttur. Innleiðing átta liða úrslita mun tryggja að ávallt verði að lágmarki einn hvíldardagur á milli leikja. Ferðadagar verða aðskildir.

Yfirlýsing EHF eins og hún birtist á ensku:

The European Handball Federation reacts to the criticism of the playing schedule for the Men’s EHF EURO 2026 and issues the following statement.

The playing schedules for the upcoming EHF EUROs will be adapted to ease the load on players and allow for the best possible balance for all participating in terms of rest and travel days.

It should be noted that such playing schedules are always drawn up well in advance between the organisers and the EHF. Schedules that included double matchdays were in place at previous championships. Furthermore, the extent of the possible adaptations for future EHF EUROs varies depending on the status of the organisational procedures.

For the Women’s EHF EURO 2026 in Poland, Romania, Czechia, Slovakia and Türkiye (3-20 December 2026) the schedule will ensure that travel and rest days will be separated.

For the Men’s EHF EURO 2028 in Spain, Portugal and Switzerland (13-30 January 2028) there will be no consecutive matchdays, i.e. two matches within two days. Travel and rest days will be separated.

For the Women’s EHF EURO 2028 in Norway, Denmark and Sweden, as well as for all future EHF EUROs as of 2030, the European Handball Federation is in talks with the respective organisers to introduce a quarter-final stage.

If introduced, the maximum amount of matches (nine) will remain the same. The introduction of quarter-finals will ensure that there will always be minimum one rest day between matches. Travel days will be separated.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×