Reykjavík

Tafir á umferð víða um höfuðborgarsvæðið eftir hádegið
Töluverðar umferðartafir hafa orðið á umferð í höfuðborginni eftir hádegi vegna umferðarslysa. Engir sjúkraflutningar eru þó skráðir hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Deila vegna stórbrunans í Skeifunni kemur til kasta Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni tryggingafélagsins VÍS í deilu félagsins og Pennans sem rekja má til stórbrunans í skeifunni þar sem húsnæði sem hýsti verslunina Griffils, í eigu Pennans, brann til kaldra kola.

Telja ekki að sprengjan tengist sendiherrabústað Bandaríkjanna
Ekkert hefur komið fram sem bendir til að sprengja sem fannst í ruslagámi við Mánatún í gær tengist sendiráði erlends ríkis, að sögn lögreglu. Sendiherrabústaður Bandaríkjanna er í næsta húsi við gáminn.

Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár
Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra.

Velkomin í hverfið mitt
Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma.

Vísuðu óvelkomnum manni út af heimili í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi til að vísa óvelkomnum manni út af heimili í póstnúmerinu 104 og nokkru síðar var maður handtekinn í sama hverfi vegna líkamsárásar.

Heimatilbúin sprengja fannst í Mánatúni
Torkennilegur hlutur sem fannst í ruslagámi í Mánatúni í Reykjavík var heimatilbúin sprengja samkvæmt heimildum Vísis. Þrír voru handteknir í aðgerðum sérsveitar lögreglu þar í nótt.

Skólastjóri Fossvogsskóla hættir
Skólastjóri Fossvogsskóla er hættur störfum. Það kom fram í pósti sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sendi í dag. Starfsemi Fossvogsskóla hefur verið flutt annað vegna myglu- og rakaskemmda.

Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum
Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka.

Börn eru að meðaltali 29 mánaða þegar þau hefja dvöl á leikskólum Reykjavíkur
Allt kjörtímabilið höfum við Sjálfstæðismenn verið að reyna að fá svar við spurningunni, hver sé meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla Reykjavíkur. Fyrst þegar spurt var þá þótti of kostnaðarsamt að svara okkur, þar sem þessi gögn voru ekki til í gagnagrunnum Reykjavíkurborgar.

Þrír handteknir í aðgerðum sérsveitar í nótt
Þrír voru handteknir í aðgerðum sérsveitar lögreglu í Mánatúni í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt.

Segir leikskólamálin í ólestri og þörf á nýjum áherslum
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að leikskólamálin í Reykjavík séu í miklum ólestri og að fullreynt sé með núverandi stjórn leikskólamála.

Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ
Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag.

Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund
Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu.

Jólin verða blótuð undir berum himni
Jólin verða blótuð undir berum himni af Ásatrúarmönnum í ár í glænýju hofi trúfélagsins. Þó hofið sé ekki alveg tilbúið enn verður það loksins tekið í notkun fyrir hátíðirnar eftir framkvæmdir sem hafa tafist um nokkur ár.

Franskur graffari djúpt snortinn af viðbrögðum við ólöglegu veggjakroti hans í Laugardal
Íbúar húsaraðar við Laugalæk eru hæstánægðir með nýtt veggjakrot sem birtist á húsnæði þeirra í vikunni. Það sem einn segir að sé eins og sérpantað listaverk á nýuppgerðum bílskúr er í grunninn ekkert annað en venjulegt graff. Listamaðurinn á bakvið það er glaður að þau séu glöð.

„Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“
Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga.

Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra
Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund.

Bíll við bíl í snjókomunni í Reykjavík og árekstur tefur umferð
Árekstur tveggja bíla varð á Hafnarfjarðarvegi nærri Arnarnesbrúnni síðdegis. Vinna stendur yfir á vettvangi og gengur umferð afar hægt frá Reykjavík til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar af þessum sökum. Árekstur.is segist hafa sinnt á annan tug árekstra síðdegis og hafi komið á óvart hve margir séu á sumardekkjum.

Jói Fel opnar nýjan stað: „Seinni helmingurinn er byrjaður í mínu lífi“
Jóhannes Felixson, bakari, hefur boðað endurkomu sína með nýjum veitingastað í Laugardal. Meira en ár er liðið síðan Jóhannes sagði skilið við veitingageirann, en greinilega ekki fyrir fullt og allt.

Þórólfur kominn með örvunarskammt: „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit“
Þriðja vika örvunarbólusetningarátaks yfirvalda hófst í dag í Laugardalshöll. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir bólusetningarnar ganga vel en sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem fengu sinn þriðja skammt í dag.

Ók á umferðarskilti og hafði í hótunum við lögreglumenn
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt fyrir miðnætti í nótt um að bifreið hefði verið ekið á umferðarskilti í Hlíðahverfi. Í tilkynningunni kom fram að ökumaðurinn hefði farið gangandi frá vettvangi.

Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni
Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs
Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu.

Ný ríkisstjórn kynnt á Kjarvalsstöðum
Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum.

Sérsveitin aðstoðaði vegna heimilisofbeldis í Grafarvogi
Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í útkalli vegna heimilisofbeldis í Grafarvogi í gærkvöldi. Meintur gerandi yfirgaf staðinn áður en lögregla kom á staðinn og er eftirlýstur.

Dagskráin í dag: Fundað á Kjarvals- og Bessastöðum
Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum.

Árekstur tveggja bíla á Suðurgötu
Tveir bílar skullu saman við gatnamót Suðurgötu og Hjarðarhaga rétt í þessu.

„Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“
Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand.

Of snemmt að segja hvort Vínbúðinni í Austurstræti verði lokað
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að ekki sé búið að ákveða að loka Vínbúðinni í Austurstræti. Hún segir leitt hvernig þetta mál hefur farið en ánægjulegt að vita að viðskiptavinir séu ánægðir með núverandi staðsetningu í Austurstræti.