Börn eiga ekki að borga Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 9. maí 2022 13:01 Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Sveitarfélögin eiga að vera hönnuð út frá þörfum barna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Leikskólar og grunnskólar eiga að vera gjaldfrjálsir, þar sem boðið er upp á næringarríkan mat. Líta má til Finnlands sem hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsum skólamáltíðum til barna en slíkt á rætur sínar að rekja til stríðsáranna. Finnland var á meðal þeirra fyrstu í heimi til að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og þar er bent á að slíkt gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Reykjavík er ekki á réttri leið þar sem börn eru látin greiða fyrir að borða í skólanum. Skólar eru stofnanir í samfélaginu sem eiga að vera gjaldfrjálsar. Sameiginlegir sjóðir eiga að standa undir þeirri mikilvægri þjónustu sem þarf fer fram. Fjármagnseigendur þurfa að greiða til samfélagsins eins og launafólk með útsvari á fjármagnstekjur. Ekki er eðlilegt að ríkt fólk sé undanþegið því að greiða fyrir þá mikilvæga þjónustu sem leik- og grunnskólar eru. Gjaldfrjáls þjónusta við börn nær einnig yfir öll námsgögn, skemmtanir og ferðalög skólabarna ásamt dvöl á frístundaheimili. Þá eiga börn að geta sótt gjaldfrjálsar tómstundir, íþróttir og tónlistarnám. Núverandi inneignarkerfi frístundakortsins tryggir ekki að börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Byggja þarf upp íþrótta- og tómstundastarf sem hluta af félagslegum innviðum í stað þess að börnum sé rétt inneign til niðurgreiðslu á starfi sem hefur verið markaðsvætt. Göngum burt frá markaðshugsun í skipulagningu frístundastarfs og göngum rakleiðis í átt að félagshyggju. Inneignarkerfi sem byggir á því að þú getir valið hvert þú ferð með þitt takmarkaða fjármagn tryggir ekki að öll börn geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag. Skipuleggja þarf frístundir sem öflugar félagslegar stofnanir. Sundferðir og líkamsrækt fyrir börn og ungmenni skal vera gjaldfrjáls. Börn á aldrinum 6-17 ára eiga ekki að greiða 175 krónur í hvert sinn sem farið er í laugina. Efla skal opin rými í kringum sundlaugar borgarinnar, með áherslu á heilsurækt. World Class hefur komið sér fyrir í kringum flestar sundlaugar borgarinnar, þá líkamsræktaraðstöðu þarf að greiða fyrir. Við eigum öll að geta komið saman í rýmum borgarinnar til að leggja stund á heilsurækt óháð efnahagslegri stöðu. Reykjavík á ekki bara að virka fyrir efnaðasta fólkið og börn þeirra sem lifa í landi tækifæranna. Breytum borginni og hættum að rukka börn fyrir þjónustu. Kjósum gjaldfrjálsa grunnþjónustu. Sósíalistar leggja til að börn og ungmenni borgi ekki fyrir þjónustu innan borgarinnar. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Félagsmál Íþróttir barna Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Börn hafa ekki tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Sveitarfélögin eiga að vera hönnuð út frá þörfum barna með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Leikskólar og grunnskólar eiga að vera gjaldfrjálsir, þar sem boðið er upp á næringarríkan mat. Líta má til Finnlands sem hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsum skólamáltíðum til barna en slíkt á rætur sínar að rekja til stríðsáranna. Finnland var á meðal þeirra fyrstu í heimi til að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir og þar er bent á að slíkt gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Reykjavík er ekki á réttri leið þar sem börn eru látin greiða fyrir að borða í skólanum. Skólar eru stofnanir í samfélaginu sem eiga að vera gjaldfrjálsar. Sameiginlegir sjóðir eiga að standa undir þeirri mikilvægri þjónustu sem þarf fer fram. Fjármagnseigendur þurfa að greiða til samfélagsins eins og launafólk með útsvari á fjármagnstekjur. Ekki er eðlilegt að ríkt fólk sé undanþegið því að greiða fyrir þá mikilvæga þjónustu sem leik- og grunnskólar eru. Gjaldfrjáls þjónusta við börn nær einnig yfir öll námsgögn, skemmtanir og ferðalög skólabarna ásamt dvöl á frístundaheimili. Þá eiga börn að geta sótt gjaldfrjálsar tómstundir, íþróttir og tónlistarnám. Núverandi inneignarkerfi frístundakortsins tryggir ekki að börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Byggja þarf upp íþrótta- og tómstundastarf sem hluta af félagslegum innviðum í stað þess að börnum sé rétt inneign til niðurgreiðslu á starfi sem hefur verið markaðsvætt. Göngum burt frá markaðshugsun í skipulagningu frístundastarfs og göngum rakleiðis í átt að félagshyggju. Inneignarkerfi sem byggir á því að þú getir valið hvert þú ferð með þitt takmarkaða fjármagn tryggir ekki að öll börn geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag. Skipuleggja þarf frístundir sem öflugar félagslegar stofnanir. Sundferðir og líkamsrækt fyrir börn og ungmenni skal vera gjaldfrjáls. Börn á aldrinum 6-17 ára eiga ekki að greiða 175 krónur í hvert sinn sem farið er í laugina. Efla skal opin rými í kringum sundlaugar borgarinnar, með áherslu á heilsurækt. World Class hefur komið sér fyrir í kringum flestar sundlaugar borgarinnar, þá líkamsræktaraðstöðu þarf að greiða fyrir. Við eigum öll að geta komið saman í rýmum borgarinnar til að leggja stund á heilsurækt óháð efnahagslegri stöðu. Reykjavík á ekki bara að virka fyrir efnaðasta fólkið og börn þeirra sem lifa í landi tækifæranna. Breytum borginni og hættum að rukka börn fyrir þjónustu. Kjósum gjaldfrjálsa grunnþjónustu. Sósíalistar leggja til að börn og ungmenni borgi ekki fyrir þjónustu innan borgarinnar. Þetta er tillaga Sósíalista fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí. Sósíalistar treysta á að borgarbúar kjósi bestu lausnina, þá skynsamlegustu og réttlátustu. Þess vegna leggja þeir slíkar tillögur fram. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokks Íslands í komandi borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar