Stjörnustríðsáætlun eða samgönguáætlun? Þorvaldur Daníelsson skrifar 7. maí 2022 20:30 Í mars árið 1983, þegar kalda stríðið var sem kaldast, undirritaði Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti Strategic Defense Initiative sem gjarnan hefur verið kölluð „Stjörnustríðsáætlunin,“ þó oftast nær í hæðnistón. Áætluninni var ætlað að sporna gegn kjarnorkuárásum úr geimnum en Reagan hafði litla trú á tryggingunni í gagnkvæmri eyðileggingu. Áætlunin var afar metnaðargjörn og það má skilja hvata Reagans á bak við undirritunina. Raunar er áætlunin enn við lýði en hún hefur til þessa kostað Bandaríkjamenn 200 milljarða dala. En hún á sér einn augljósan ágalla, líkt og Albert Jónsson, kennari minn í stjórnmálafræði, kenndi okkur á því herrans ári 1991. Það er engin leið til að prófa þetta kerfi til að komast að því hvort það yfir höfuð virki. Skjóti óvinurinn 200 langdrægum kjarnorkueldflaugum á Bandaríkin og Stjörnustríðskerfið næði að stoppa 197 þeirra, þá hefði það lítið að segja fyrir heimamenn ekki satt? Dagurinn væri meira og minna ónýtur. Samgöngusáttmálinn Undanfarin ár hefur svokallaður Samgöngusáttmáli verið við lýði á höfuðborgarsvæðinu. Í honum felst að sveitarfélögin á svæðinu vinni saman að bestu útfærslu samgangna sem í boði er á hverjum tíma, íbúum öllum til hagsbóta. Í samhengi sáttmálans hefur hvað mest verið rætt um svokallaða Borgarlínu. Almenningssamgangnalausn sem ætlað er að auka áreiðanleika og skilvirkni kerfisins í góðri tengingu við sveitarfélögin. Við getum flest verið sammála um það að bættar almenningssamgöngur í borginni séu nauðsynlegar. Eðlilegt er að að öll séu ekki endilega á einu máli um hvernig best sé að haga svo víðfeðmu verkefni. En að mínu mati er sú útfærsla sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur haldið á lofti alltof stórtæk. Hún er um margt mjög metnaðarfull líkt og áætlun Reagans og í henni er margt gott að finna en nauðsynlegt er að stilla áætlunina af. Það er kannski kunnara en frá þurfi að segja að í byrjun aprílmánaðar varð Strætó BS að draga verulega úr þjónustu, ekki síst vegna verulegrar fækkunar farþega og þess að tekjur Strætó höfðu minnkað verulega. Þetta gæti verið ein af hliðarverkunum heimsfaraldursins, en skýringin gæti líka verið sú að þjónustan í heild sinni, þar sem stopul tíðni og hátt verð fara saman, sé ekki til þess fallin að laða fólk að þeirri hugmynd eða hegðun að nota vagnana. Borgarlínan hefur þann kost, umfram stjörnustríðsáætlunina, að það er mjög auðvelt að prófa hvort hún hreinlega virki áður en við sökkvum háum fjárhæðum í verkefnið. Heppilegast væri að prufukeyra kerfið, í eins líku endanlegri útgáfu og hugsast getur, tímabundið í t.d. 6 mánuði án þess að rukka fargjald. Ef farþegafjöldinn bætist hressilega, nýting ferða batnar með tilheyrandi sparnaði þjóðarinnar með minnkandi kolefnisspori, þá er ærin ástæða til að ráðast í svo metnaðarfulla áætlun. Þá væri einnig kostur á að greina hvaða hlutar áætlunarinnar veita góða raun og nýta þá og laga það sem virkar ekki. En við skulum ekki verja fjármunum borgarbúa í stjörnustríðsáætlun sem virkar bara kannski þegar á hólminn er komið. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Strætó Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Þorvaldur Daníelsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í mars árið 1983, þegar kalda stríðið var sem kaldast, undirritaði Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti Strategic Defense Initiative sem gjarnan hefur verið kölluð „Stjörnustríðsáætlunin,“ þó oftast nær í hæðnistón. Áætluninni var ætlað að sporna gegn kjarnorkuárásum úr geimnum en Reagan hafði litla trú á tryggingunni í gagnkvæmri eyðileggingu. Áætlunin var afar metnaðargjörn og það má skilja hvata Reagans á bak við undirritunina. Raunar er áætlunin enn við lýði en hún hefur til þessa kostað Bandaríkjamenn 200 milljarða dala. En hún á sér einn augljósan ágalla, líkt og Albert Jónsson, kennari minn í stjórnmálafræði, kenndi okkur á því herrans ári 1991. Það er engin leið til að prófa þetta kerfi til að komast að því hvort það yfir höfuð virki. Skjóti óvinurinn 200 langdrægum kjarnorkueldflaugum á Bandaríkin og Stjörnustríðskerfið næði að stoppa 197 þeirra, þá hefði það lítið að segja fyrir heimamenn ekki satt? Dagurinn væri meira og minna ónýtur. Samgöngusáttmálinn Undanfarin ár hefur svokallaður Samgöngusáttmáli verið við lýði á höfuðborgarsvæðinu. Í honum felst að sveitarfélögin á svæðinu vinni saman að bestu útfærslu samgangna sem í boði er á hverjum tíma, íbúum öllum til hagsbóta. Í samhengi sáttmálans hefur hvað mest verið rætt um svokallaða Borgarlínu. Almenningssamgangnalausn sem ætlað er að auka áreiðanleika og skilvirkni kerfisins í góðri tengingu við sveitarfélögin. Við getum flest verið sammála um það að bættar almenningssamgöngur í borginni séu nauðsynlegar. Eðlilegt er að að öll séu ekki endilega á einu máli um hvernig best sé að haga svo víðfeðmu verkefni. En að mínu mati er sú útfærsla sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur haldið á lofti alltof stórtæk. Hún er um margt mjög metnaðarfull líkt og áætlun Reagans og í henni er margt gott að finna en nauðsynlegt er að stilla áætlunina af. Það er kannski kunnara en frá þurfi að segja að í byrjun aprílmánaðar varð Strætó BS að draga verulega úr þjónustu, ekki síst vegna verulegrar fækkunar farþega og þess að tekjur Strætó höfðu minnkað verulega. Þetta gæti verið ein af hliðarverkunum heimsfaraldursins, en skýringin gæti líka verið sú að þjónustan í heild sinni, þar sem stopul tíðni og hátt verð fara saman, sé ekki til þess fallin að laða fólk að þeirri hugmynd eða hegðun að nota vagnana. Borgarlínan hefur þann kost, umfram stjörnustríðsáætlunina, að það er mjög auðvelt að prófa hvort hún hreinlega virki áður en við sökkvum háum fjárhæðum í verkefnið. Heppilegast væri að prufukeyra kerfið, í eins líku endanlegri útgáfu og hugsast getur, tímabundið í t.d. 6 mánuði án þess að rukka fargjald. Ef farþegafjöldinn bætist hressilega, nýting ferða batnar með tilheyrandi sparnaði þjóðarinnar með minnkandi kolefnisspori, þá er ærin ástæða til að ráðast í svo metnaðarfulla áætlun. Þá væri einnig kostur á að greina hvaða hlutar áætlunarinnar veita góða raun og nýta þá og laga það sem virkar ekki. En við skulum ekki verja fjármunum borgarbúa í stjörnustríðsáætlun sem virkar bara kannski þegar á hólminn er komið. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun