Leita manns sem sakaður er um að hafa benslað bremsur ótal hjóla Eiður Þór Árnason skrifar 9. maí 2022 20:03 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, deildi myndinni í tveimur stórum Facebook-hópum í kvöld. Samsett Framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík biðlar til manns sem grunaður er um að stunda stórfelld skemmdarverk á rafhlaupahjólum fyrirtækisins um að gefa sig fram. Maðurinn er sagður hafa stundað það lengi að bensla bremsur fastar á hjólunum með dragböndum og þannig gert þau ónothæf. Óttast stjórnendur að aðgerðir hans geti stefnt öryggi notenda í hættu. „Við erum bara að auglýsa eftir honum því okkur langar að hitta hann. Hann er greinilega mjög reiður út í okkur og mig langar að vita af hverju hann er að gera þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, í samtali við Vísi. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Skemmdarverkin hafi staðið yfir í rúmt ár og dæmi um að tíu slík rafhlaupahjól finnist á sólarhring. „Ég er bara hrædd um að þetta eigi eftir að valda einhverjum skaða. Að einhver skanni hjólið, taki ekki eftir þessu í myrkri og byrji svo að reyna að hjóla af stað. Ég veit ekki hvort viðkomandi gæti hreinlega bara slasað sig af því að bremsan er í rauninni bensluföst,“ bætir hún við. Noti sífellt þykkari bensli Sæunn segir skemmdarverkin valda ýmsum ama fyrir starfsfólk Hopps sem þurfi að elta uppi hlaupahjólin sem búið sé að eiga við og klippa á dragböndin. „Hann er alltaf að setja þykkari og þykkari bensli þannig að við þurfum alltaf að kaupa nýjar og nýjar klippur.“ Sæunn segir að fyrst núna hafi hún fengið myndir af einstaklingi stunda þennan verknað og því ákveðið að auglýsa eftir honum. Umræddur einstaklingur var á reiðhjóli og er framkvæmdastjórinn því viss um að fleira sameini þau en sundri. Rafhlaupahjól hafa notið aukinna vinsælda á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Ég vil bara hitta kauða. Hann er hjólreiðamaður þannig að við erum að bera út sama boðskapinn. Við viljum ferðast um á umhverfisvænan hátt og hvort við getum ekki eitthvað unnið saman að breyttri og bættri borg frekar en að hann sé að valda svona skemmdarverkum á skútunum okkar.“ Sæunn bætir við að Hopp Reykjavík hafi ekki áhuga á því að leita til lögreglu vegna málsins og vilji frekar leysa málið í sátt. Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Við erum bara að auglýsa eftir honum því okkur langar að hitta hann. Hann er greinilega mjög reiður út í okkur og mig langar að vita af hverju hann er að gera þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, í samtali við Vísi. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Skemmdarverkin hafi staðið yfir í rúmt ár og dæmi um að tíu slík rafhlaupahjól finnist á sólarhring. „Ég er bara hrædd um að þetta eigi eftir að valda einhverjum skaða. Að einhver skanni hjólið, taki ekki eftir þessu í myrkri og byrji svo að reyna að hjóla af stað. Ég veit ekki hvort viðkomandi gæti hreinlega bara slasað sig af því að bremsan er í rauninni bensluföst,“ bætir hún við. Noti sífellt þykkari bensli Sæunn segir skemmdarverkin valda ýmsum ama fyrir starfsfólk Hopps sem þurfi að elta uppi hlaupahjólin sem búið sé að eiga við og klippa á dragböndin. „Hann er alltaf að setja þykkari og þykkari bensli þannig að við þurfum alltaf að kaupa nýjar og nýjar klippur.“ Sæunn segir að fyrst núna hafi hún fengið myndir af einstaklingi stunda þennan verknað og því ákveðið að auglýsa eftir honum. Umræddur einstaklingur var á reiðhjóli og er framkvæmdastjórinn því viss um að fleira sameini þau en sundri. Rafhlaupahjól hafa notið aukinna vinsælda á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Ég vil bara hitta kauða. Hann er hjólreiðamaður þannig að við erum að bera út sama boðskapinn. Við viljum ferðast um á umhverfisvænan hátt og hvort við getum ekki eitthvað unnið saman að breyttri og bættri borg frekar en að hann sé að valda svona skemmdarverkum á skútunum okkar.“ Sæunn bætir við að Hopp Reykjavík hafi ekki áhuga á því að leita til lögreglu vegna málsins og vilji frekar leysa málið í sátt.
Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira