Hugleiðing dagforeldris Halldóra Björk Þórarinsdóttir skrifar 9. maí 2022 20:01 Á hverju vori byrjar undirbúningur fyrir nýjan barnahóp að hausti og ber að hafa margt í huga við skipulag og þar á meðal kostnað foreldra. Um hver áramót bíðum við eftir því að heyra hver hækkun niðurgreiðslu fyrir foreldra ungra barna verður hjá dagforeldrum. Um hver áramót verð ég fyrir vonbrigðum með niðurgreiðslur Reykjavíkur, því hún er til skammar miðað við nágranna sveitafélögin. Við þurfum að taka með í reikninginn hækkun reiknaðs endurgjalds, lífeyrissjóðinn og hækkun matarkörfunar. Foreldrar sama hvar þeir búa geta valið sér dagforeldra sem að hentar þeim og þá jafnvel í öðru bæjarfélagi þar sem það gæti verið nær vinnustað eða ömmu sem að á að sækja. Næsta haust er undirrituð að fá börn úr 3 sveitafélögum og er munurinn sláandi. Mosfellsbær gefur upp gjaldið 153.895.- fyrir 8.5 tíma og nú skulum við gefa okkur að plássið kosti það á mánuði og hvert bæjarfélag er svo með sýna niðurgreiðslu: Barn hjóna í Reykjavík myndu þurfa að greiða 82.532.- og einstætt foreldri 54.367.- örugglega tölur sem að margir foreldrar þekkja. En svo kemur næsta barn í vistun en það er með lögheimili í Kópavogi og þarf því ekki að greiða nema 71.735.- ( og einstætt foreldri 53.367) og er það fyrir yngri en 15 mánaða. Um leið og barnið verður 15 mánaða hækkar niðurgreiðsla þess og verður gjald foreldra 53.735.- (og einstætt foreldri 31.335.-) Þarna eru giftu foreldrarni í Kópavogi sem eru með 2 tekjur farnir að borga minna heldur en einstæða foreldrið í Reykjavík sem hefur bara einar tekjur. Munurinn er virkilega sláandi!!! Þriðja barnið mætir úr Mosfellsbæ í vistun og hefur ekki náð 12 mánaða aldri og greiða því foreldrarnir 49.920.- Ekki er gerður munur á hvort foreldrar séu giftir/sambúð eða einstætt foreldri Um leið og barnið úr Mosfellsbæ hefur náð 12 mánaða aldri hækkar niðurgreiðslan all verulega og greiða því foreldrar 30.342.- til dagforeldris á mánuði fyrir 8,5 tíma vistun á dag. Munurinn er verulegur á milli bæjarfélaga. Afhverju hækkar ekki Reykjavíkurborg niðurgreiðslur barna frá 12 mánaða til dagforeldra og reynir að vera í takt við nágranna sveitafélögin. Ég hélt að loforðið fyrir síðustu kosningar væri að gera vel við öll börnin í Reykjavík. Erfiðast er fyrir dagforeldra að sýna foreldrum muninn. Afhverju þarf ég að borga svona mikið sagði eitt foreldrið og ég sem bý við hliðina á þér!!! Hvað getur maður sagt annað en að vonandi fer borgin að sjá að sér hækkar niðurgreiðslurnar fyrir þennan hóp barna sem að ekki eru komin inn á leikskóla. Að mér vitandi er aðeins einn flokkur í borginn sem að minnist á dagforeldra í sinni stefnuskrá og þykir mér það miður þar sem að við dagforeldrar erum ódýrasti kosturinn fyrir borgina frá fæðingarorlofi fram að leikskóla. Höfundur er formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á hverju vori byrjar undirbúningur fyrir nýjan barnahóp að hausti og ber að hafa margt í huga við skipulag og þar á meðal kostnað foreldra. Um hver áramót bíðum við eftir því að heyra hver hækkun niðurgreiðslu fyrir foreldra ungra barna verður hjá dagforeldrum. Um hver áramót verð ég fyrir vonbrigðum með niðurgreiðslur Reykjavíkur, því hún er til skammar miðað við nágranna sveitafélögin. Við þurfum að taka með í reikninginn hækkun reiknaðs endurgjalds, lífeyrissjóðinn og hækkun matarkörfunar. Foreldrar sama hvar þeir búa geta valið sér dagforeldra sem að hentar þeim og þá jafnvel í öðru bæjarfélagi þar sem það gæti verið nær vinnustað eða ömmu sem að á að sækja. Næsta haust er undirrituð að fá börn úr 3 sveitafélögum og er munurinn sláandi. Mosfellsbær gefur upp gjaldið 153.895.- fyrir 8.5 tíma og nú skulum við gefa okkur að plássið kosti það á mánuði og hvert bæjarfélag er svo með sýna niðurgreiðslu: Barn hjóna í Reykjavík myndu þurfa að greiða 82.532.- og einstætt foreldri 54.367.- örugglega tölur sem að margir foreldrar þekkja. En svo kemur næsta barn í vistun en það er með lögheimili í Kópavogi og þarf því ekki að greiða nema 71.735.- ( og einstætt foreldri 53.367) og er það fyrir yngri en 15 mánaða. Um leið og barnið verður 15 mánaða hækkar niðurgreiðsla þess og verður gjald foreldra 53.735.- (og einstætt foreldri 31.335.-) Þarna eru giftu foreldrarni í Kópavogi sem eru með 2 tekjur farnir að borga minna heldur en einstæða foreldrið í Reykjavík sem hefur bara einar tekjur. Munurinn er virkilega sláandi!!! Þriðja barnið mætir úr Mosfellsbæ í vistun og hefur ekki náð 12 mánaða aldri og greiða því foreldrarnir 49.920.- Ekki er gerður munur á hvort foreldrar séu giftir/sambúð eða einstætt foreldri Um leið og barnið úr Mosfellsbæ hefur náð 12 mánaða aldri hækkar niðurgreiðslan all verulega og greiða því foreldrar 30.342.- til dagforeldris á mánuði fyrir 8,5 tíma vistun á dag. Munurinn er verulegur á milli bæjarfélaga. Afhverju hækkar ekki Reykjavíkurborg niðurgreiðslur barna frá 12 mánaða til dagforeldra og reynir að vera í takt við nágranna sveitafélögin. Ég hélt að loforðið fyrir síðustu kosningar væri að gera vel við öll börnin í Reykjavík. Erfiðast er fyrir dagforeldra að sýna foreldrum muninn. Afhverju þarf ég að borga svona mikið sagði eitt foreldrið og ég sem bý við hliðina á þér!!! Hvað getur maður sagt annað en að vonandi fer borgin að sjá að sér hækkar niðurgreiðslurnar fyrir þennan hóp barna sem að ekki eru komin inn á leikskóla. Að mér vitandi er aðeins einn flokkur í borginn sem að minnist á dagforeldra í sinni stefnuskrá og þykir mér það miður þar sem að við dagforeldrar erum ódýrasti kosturinn fyrir borgina frá fæðingarorlofi fram að leikskóla. Höfundur er formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar