Ný hljóð við Hörpu með komu nýs útilistaverks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2022 16:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpuðu vekrið við Hörpu í dag. Útilistaverkið Himinglæva var afhjúpað fyrir framan Hörpu í dag. Listaverkið er eftir Elínu Hansdóttur myndlistarkonu og er fagurlega formað hljóðfæri. Tónar heyrast frá listaverkinu þegar vindurinn blæs. Verkið var valið í samkeppni um list í opinberu rými við Hörpu árið 2008 og er gjöf frá íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg í tilefni af 10 ára afmæli Hörpu í október í fyrra. Himinglæva stendur við enda Reykjastrætis þar sem það er sýnilegt þegar komið er að Hörpu eftir strætinu en einnig þegar farið er eftir Sæbraut. Himinglæva – sú sem glóir við himinn Himinglæva – er skúlptúr úr ryðfríu stáli sem hannaður er til að framleiða hljóðræna yfirtóna þegar vindurinn ferðast í gegnum hana. Skúlptúrinn framkallar fjölbreytt hljóð sem byggjast á krafti vindsins sem ferðast í gegnum hann og beinir þannig athygli áhorfandans að náttúrufyrirbærum eins og loftinu í kringum þá. Nafn verksins er sótt í norræna goðafræði en Himinglæva, var dóttir sjávargyðjunnar Ránar og sjávarguðsins Ægis. Í norrænni goðafræði gerðu sjómenn, sem skynjuðu kraft vindsins og öldurnar í kringum þá, að goðsagnakennda myndin Himinglæva (sem þýðir gegnsæ, skínandi og lítil bylgja) líktist vatninu og ýtti skipum sínum yfir hafið. Harpan vísar í myndlíkingu til þessarar goðsagnar og er hönnuð til að stilla áhorfandann að náttúruöflunum í kringum sig með fagurfræðilegum hætti. Verkið er eins konar hljóðfæri og má segja að vindurinn „spili“ á skúlptúrinn og hafi þannig vísan til tónlistar og sækir form sitt til kenninga um myndgerða hljóðbylgju. Með því að hvetja áhorfendur til að „hlusta“ á landið og velta fyrir sér staðsetningu þeirra með náttúrulegu umhverfi sínu, leggur skúlptúrinn áherslu á gagnkvæm tengsl fólks og náttúru. Himinglæva hæfir því vel fyrir utan Hörpu og er efnisval og nákvæm afstaða verksins miðað við að það verði hóflegur hljóðgjafi og trufli ekki umhverfi sitt. Listamaðurinn Elín Hansdóttir Elín Hansdóttir er einn af fremstu myndlistarmönnum þjóðarinnar hún lærði við Listaháskóla Íslands, 1999-2003 og KHB-Weissensee í Berlín þar sem hún lauk MA gráðu árið 2006. Á meðal einkasýninga hennar eru Annarsstaðar í Ásmundarsal (2020), Simulacra í i8 Gallery (2016) og Uppbrot í Ásmundarsafni (2016 ásamt Ásmundi Sveinssyni). Meðal samsýninga má nefna Iðavöllur í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi (2021),Glass and Concrete í Marta Herford (2020) og Latent Shadow í Harbinger (2020). Árið 2007 var Elín valin til þátttöku í Frieze Projects í London. Hún hlaut Bjartsýnisverðlaunin árið 2017 og styrk úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur síðar sama ár. Harpa Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Verkið var valið í samkeppni um list í opinberu rými við Hörpu árið 2008 og er gjöf frá íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg í tilefni af 10 ára afmæli Hörpu í október í fyrra. Himinglæva stendur við enda Reykjastrætis þar sem það er sýnilegt þegar komið er að Hörpu eftir strætinu en einnig þegar farið er eftir Sæbraut. Himinglæva – sú sem glóir við himinn Himinglæva – er skúlptúr úr ryðfríu stáli sem hannaður er til að framleiða hljóðræna yfirtóna þegar vindurinn ferðast í gegnum hana. Skúlptúrinn framkallar fjölbreytt hljóð sem byggjast á krafti vindsins sem ferðast í gegnum hann og beinir þannig athygli áhorfandans að náttúrufyrirbærum eins og loftinu í kringum þá. Nafn verksins er sótt í norræna goðafræði en Himinglæva, var dóttir sjávargyðjunnar Ránar og sjávarguðsins Ægis. Í norrænni goðafræði gerðu sjómenn, sem skynjuðu kraft vindsins og öldurnar í kringum þá, að goðsagnakennda myndin Himinglæva (sem þýðir gegnsæ, skínandi og lítil bylgja) líktist vatninu og ýtti skipum sínum yfir hafið. Harpan vísar í myndlíkingu til þessarar goðsagnar og er hönnuð til að stilla áhorfandann að náttúruöflunum í kringum sig með fagurfræðilegum hætti. Verkið er eins konar hljóðfæri og má segja að vindurinn „spili“ á skúlptúrinn og hafi þannig vísan til tónlistar og sækir form sitt til kenninga um myndgerða hljóðbylgju. Með því að hvetja áhorfendur til að „hlusta“ á landið og velta fyrir sér staðsetningu þeirra með náttúrulegu umhverfi sínu, leggur skúlptúrinn áherslu á gagnkvæm tengsl fólks og náttúru. Himinglæva hæfir því vel fyrir utan Hörpu og er efnisval og nákvæm afstaða verksins miðað við að það verði hóflegur hljóðgjafi og trufli ekki umhverfi sitt. Listamaðurinn Elín Hansdóttir Elín Hansdóttir er einn af fremstu myndlistarmönnum þjóðarinnar hún lærði við Listaháskóla Íslands, 1999-2003 og KHB-Weissensee í Berlín þar sem hún lauk MA gráðu árið 2006. Á meðal einkasýninga hennar eru Annarsstaðar í Ásmundarsal (2020), Simulacra í i8 Gallery (2016) og Uppbrot í Ásmundarsafni (2016 ásamt Ásmundi Sveinssyni). Meðal samsýninga má nefna Iðavöllur í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi (2021),Glass and Concrete í Marta Herford (2020) og Latent Shadow í Harbinger (2020). Árið 2007 var Elín valin til þátttöku í Frieze Projects í London. Hún hlaut Bjartsýnisverðlaunin árið 2017 og styrk úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur síðar sama ár.
Harpa Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira