Stöðvum flótta fyrirtækja úr Reykjavík Jósteinn Þorgrímsson skrifar 9. maí 2022 10:01 Undanfarin kjörtímabil hefur átt sér stað verulegur flótti stórra og smárra fyrirtækja úr höfuðborginni. Fyrir því eru margar ástæður, sum fyrirtæki flýja skipulagið, þrengingu gatna og óþægindi sem fylgja bílastæðaleysi og heftrar aðkomu, jafnt fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk. Önnur fyrirtæki flýja skattastefnu borgarinnar og þá rekstrarumgjörð sem borgin býður fyrirtækjum. Það vekur auðvitað mesta athygli þegar stór fyrirtæki flytja starfsemi sýna úr borginni en þau smærri flýja líka og það er í raun sami skaðinn og af sama meiði. Listi fyrirtækja sem hafa kvatt borgina er langur en Marel og Valitor fluttu fyrir áratug eða svo. Þá má einnig nefna að sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flutti til Kópavogs árið 2016, Íslandsbanki flutti höfuðstöðvar sínar í Kópavog sama ár og Tryggingastofnun ríkisins fór í Kópavoginn árið 2019 og sama ár fór starfsemi Orkuhússins við Suðurlandsbraut í Kópavog. Hafrannsóknarstofnun flytur til Hafnarfjarðar árið 2020 og nú á sjálf Landhelgisgæslan að færa sig um set á suðurnesin, ýmis heilbrigðisfyrirtæki í Urðarhvarf í Kópavogi árin 2019-2021 og Vegagerðin í Garðabæinn 2021. Nú er ætlun Tækniskólans að færa sig um set til Hafnarfjarðar svo og Icelandair og Víkingbátar hafa yfirgefið samkvæmið. Þá má nefna flutning ýmissa verslunarfyrirtækja, svo sem ILVA sem flytur í Kauptún í Garðabæ. Þá eru ótalin þau fyrirtæki sem færa sig frá Reykjavík eða jafnvel af höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þau hafa ekki trú á framtíð sinni hér. Þessi listi er ekki tæmandi, því miður. Verri samgöngur - hærra vöruverð Flutningar og samgöngur í Reykjavík kosta atvinnulífið háar fjárhæðir. Tafir á lagningu Sundabrautar kostar stærstu flutningafyrirtæki landsins gríðarlegar upphæðir í Sundahöfn og Holtagörðum sem neyðast til þess að taka þennan kostnað af sínum viðskiptavinum sínum úti á landi sérstaklega fyrir hve langan tíma tekur að komast út úr borginni. Þannig hefur borgarstjórnarmeirihluti Dags B.beinlínis stuðlað að hærra vöruverði úti á landi og aukið kostnað innflutnings- og flutningsfyrirtækja. Um leið eru fjölmörg dæmi þess að verktakar hafi tekið pokann sinn og gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og hætt uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Áhersla meirihluta Dags B. Eggertssonar gengur út á að þétta byggð í flest öllum núverandi iðnaðarhverfum, boðar hann íbúðabyggð og með þeim orðum felst bara eitt, burt með allan iðnað og fyrirtækjarekstur í sinni víðustu mynd, með öðrum orðum þá vill hann fyrirtækjarekstur burt á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifunni, Mjódd og Múlahverfi og reyndar fleiri hverfum. Það er engin trygging fyrir því að fyrirtæki í þessum hverfum samþykki að fara upp á Esjumela sem er á hjara veraldar fyrir ýmsa starfsemi. Þau leita til sveitarfélaga sem búa þeim stöðugara og tryggara umhverfi, og bjóða byggingalóðir í réttu hlutfalli við eftirspurn. Það er margt í stefnu meirihluta Dags B. Eggertssonar sem stuðlar að þessu og mun líklega gera það enn frekar á næstu misserum ef ekki verður horfið af þessari leið. Álagningarprósenta Reykjvíkur á fasteignagjöld er sú hæsta meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða 1,6%, rétt undir lögbundnu hámarki sem er1,65%. Á sama tíma hafa sveitarstjórnir Kópavogs og Hafnarfjarðar mætt hærra fasteignamati með því að lækka skattprósentuna umtalsvert og létta þannig undir með fyrirtækjum. Frá 2017 hefur Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær lækkað prósentuna verulega, Hafnarfjörður miðar nú við 1,4%. Miðflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að styðja við starfsemi atvinnulífsins í höfuðborginni, bæði með einfaldara og skilvirkara regluverki, meiri þjónustulund meðal stofnanna borgarinnar og með lækkun á álögum á fólk og fyrirtæki. Þannig bætum við hag allra borgarbúa Það þarf ekki að rýna lengi í aðstæður til þess að átta sig á þessum vanda, nema auðvitað að þetta sé í raun dulin stefna meirihlutans, það er að hrekja burt fyrirtæki og stofnanir þá skal þeim hrósað fyrir vel unnið verk. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin kjörtímabil hefur átt sér stað verulegur flótti stórra og smárra fyrirtækja úr höfuðborginni. Fyrir því eru margar ástæður, sum fyrirtæki flýja skipulagið, þrengingu gatna og óþægindi sem fylgja bílastæðaleysi og heftrar aðkomu, jafnt fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk. Önnur fyrirtæki flýja skattastefnu borgarinnar og þá rekstrarumgjörð sem borgin býður fyrirtækjum. Það vekur auðvitað mesta athygli þegar stór fyrirtæki flytja starfsemi sýna úr borginni en þau smærri flýja líka og það er í raun sami skaðinn og af sama meiði. Listi fyrirtækja sem hafa kvatt borgina er langur en Marel og Valitor fluttu fyrir áratug eða svo. Þá má einnig nefna að sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flutti til Kópavogs árið 2016, Íslandsbanki flutti höfuðstöðvar sínar í Kópavog sama ár og Tryggingastofnun ríkisins fór í Kópavoginn árið 2019 og sama ár fór starfsemi Orkuhússins við Suðurlandsbraut í Kópavog. Hafrannsóknarstofnun flytur til Hafnarfjarðar árið 2020 og nú á sjálf Landhelgisgæslan að færa sig um set á suðurnesin, ýmis heilbrigðisfyrirtæki í Urðarhvarf í Kópavogi árin 2019-2021 og Vegagerðin í Garðabæinn 2021. Nú er ætlun Tækniskólans að færa sig um set til Hafnarfjarðar svo og Icelandair og Víkingbátar hafa yfirgefið samkvæmið. Þá má nefna flutning ýmissa verslunarfyrirtækja, svo sem ILVA sem flytur í Kauptún í Garðabæ. Þá eru ótalin þau fyrirtæki sem færa sig frá Reykjavík eða jafnvel af höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þau hafa ekki trú á framtíð sinni hér. Þessi listi er ekki tæmandi, því miður. Verri samgöngur - hærra vöruverð Flutningar og samgöngur í Reykjavík kosta atvinnulífið háar fjárhæðir. Tafir á lagningu Sundabrautar kostar stærstu flutningafyrirtæki landsins gríðarlegar upphæðir í Sundahöfn og Holtagörðum sem neyðast til þess að taka þennan kostnað af sínum viðskiptavinum sínum úti á landi sérstaklega fyrir hve langan tíma tekur að komast út úr borginni. Þannig hefur borgarstjórnarmeirihluti Dags B.beinlínis stuðlað að hærra vöruverði úti á landi og aukið kostnað innflutnings- og flutningsfyrirtækja. Um leið eru fjölmörg dæmi þess að verktakar hafi tekið pokann sinn og gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og hætt uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Áhersla meirihluta Dags B. Eggertssonar gengur út á að þétta byggð í flest öllum núverandi iðnaðarhverfum, boðar hann íbúðabyggð og með þeim orðum felst bara eitt, burt með allan iðnað og fyrirtækjarekstur í sinni víðustu mynd, með öðrum orðum þá vill hann fyrirtækjarekstur burt á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifunni, Mjódd og Múlahverfi og reyndar fleiri hverfum. Það er engin trygging fyrir því að fyrirtæki í þessum hverfum samþykki að fara upp á Esjumela sem er á hjara veraldar fyrir ýmsa starfsemi. Þau leita til sveitarfélaga sem búa þeim stöðugara og tryggara umhverfi, og bjóða byggingalóðir í réttu hlutfalli við eftirspurn. Það er margt í stefnu meirihluta Dags B. Eggertssonar sem stuðlar að þessu og mun líklega gera það enn frekar á næstu misserum ef ekki verður horfið af þessari leið. Álagningarprósenta Reykjvíkur á fasteignagjöld er sú hæsta meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða 1,6%, rétt undir lögbundnu hámarki sem er1,65%. Á sama tíma hafa sveitarstjórnir Kópavogs og Hafnarfjarðar mætt hærra fasteignamati með því að lækka skattprósentuna umtalsvert og létta þannig undir með fyrirtækjum. Frá 2017 hefur Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær lækkað prósentuna verulega, Hafnarfjörður miðar nú við 1,4%. Miðflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að styðja við starfsemi atvinnulífsins í höfuðborginni, bæði með einfaldara og skilvirkara regluverki, meiri þjónustulund meðal stofnanna borgarinnar og með lækkun á álögum á fólk og fyrirtæki. Þannig bætum við hag allra borgarbúa Það þarf ekki að rýna lengi í aðstæður til þess að átta sig á þessum vanda, nema auðvitað að þetta sé í raun dulin stefna meirihlutans, það er að hrekja burt fyrirtæki og stofnanir þá skal þeim hrósað fyrir vel unnið verk. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar