Tímamót

Fréttamynd

Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti

Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti.

Lífið
Fréttamynd

Forsetinn og ráðherra mættu í afmæli Reynis Péturs

Það var mikill fögnuður á Sólheimum í Grímsnesi í dag þegar styttan af Reyni Pétri Ingvarssyni, göngugarpi úr Íslandsgöngunni kom heim eftir að hafa verið á flækingi, nú síðast í Grænlandi. Þá var 75 ára afmælisdegi Reynis Péturs líka fagnað en meðal viðstaddra var forseti Íslands, dómsmálaráðherra og Ómar Ragnarsson.

Lífið
Fréttamynd

„Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“

Athafnakonan Alexandra Helga Ívarsdóttir trúði ekki eigin augum þegar hún fékk jákvætt þungunarpróf eftir hún og eiginmaður hennar, Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður, höfðu reynt að eignast barn í sex ár. Loksins kom lítil stúlka.

Makamál
Fréttamynd

Anníe Mist ólétt

CrossFit-kempan Anníe Mist Þórisdóttir er ólétt af öðru barni sínu. Hún greindi frá tíðindunum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fer afar þakklát inn í óvissuna með dass af kvíða“

Íþróttafrömuðurinn Gerður, þekkt sem Gerða-In Shape eða Jane Fonda Íslands, hefur ákveðið að hætta þjálfun á námskeiðinu, In Shape, í Worlds Class í nóvember. Námskeiðin hafa notið gríðarlegra vinsælda síðastliðin ár, sérstaklega hjá samfélagsmiðlastjörnum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Þór­dís og Júlí eiga von á barni

Listaparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir eiga þau hvort sinn soninn frá fyrri samböndum. 

Lífið
Fréttamynd

Óttar og Anna Rut skilja

Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum.

Lífið
Fréttamynd

Ein fegursta bygging heims fagnar stórafmæli

Ein frægasta bygging 20. aldarinnar hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Það tók 14 ár að byggja húsið og kostnaðurinn við bygginguna var 15 sinnum hærri en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Arkitektinn sem hannaði bygginguna sá hana aldrei, þrátt fyrir að hafa lifað í 35 ár eftir að húsið var fullbyggt.

Erlent
Fréttamynd

„Seinasti lúrinn okkar saman“

Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir kvaddi ferfætlinginn og fjölskyldumeðliminn Stjörnu eftir fimmtán ára samfylgd. Hún segir síðustu daga og vikur hafa reynst fjölskyldunni afar erfiðir. 

Lífið
Fréttamynd

Fjölskylda Fjallsins stækkar loksins eftir þrjú ár af vonbrigðum

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og eiginkona hans Kelsey Henson eiga von á sínu öðru barni saman. Aflraunamaðurinn greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram. Hjónin hafa verið opinská með það á samfélagsmiðlum hve erfitt það hefur verið þeim að eignast börn.

Lífið
Fréttamynd

Anna Berg­mann og Atli eiga aftur von á barni

Tískubloggarinn Anna Bergmann og Atli Bjarnason eiga von á sínu öðru barni saman en fyrir á Atli tvö börn úr fyrri samböndum. Saman á parið soninn Mána sem fæddist í janúar á síðasta ári. 

Lífið
Fréttamynd

„Vel­komin á hlað­­borð tæki­­færanna“

Fátt er íslenskara og en kótilettur í raspi og fullyrða hörðustu aðdáendur að þar sé um sannkallaðan veislumat að ræða. Í tilefni þess að samtökin Samhjálp fagna fimmtíu ára afmæli sínu mun hið árlega Kótilettukvöld bera keim af tímamótunum. 

Lífið
Fréttamynd

Slökkvilið Borgarbyggðar er 100 ára í dag

Það stendur mikið til í Borgarnesi eftir hádegi í dag en þá fagnar Slökkvilið Borgarbyggðar hundrað ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Hjálmakletti þar sem allir eru velkomnir. Í dag eru 56 slökkviliðsmenn í liðinu, þar af sjö konur.

Innlent