Í tilefni tímamótanna birti Linda fallega færslu með myndum af þeim saman í fríi á Kanaríeyjum og skrifaði: „Ég er svo óendanlega þakklát fyrir allt okkar Ragnars“.
Linda og Ragnar kynntust þegar þau voru bæði nemendur við Menntaskólann við Sund árið 2004 en byrjuðu ekki saman fyrr en nokkrum árum seinna.
Þau trúlofuðu sig í Suður-Frakklandi árið 2016, og gengu svo í hjónaband við glæsilega athöfn á Ítalíu þann 14. september árið 2022. Saman eiga þau tvö börn, Róbert og Birt.